Fimmtudagur 12. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

„Skírskotun í klám og kyrkingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

í hverri viku tekur Mannlíf saman eftirminnileg ummæli. Óhætt er að segja að nokkrar sleggjur hafi fallið í vikunni.

„Bara svo það sé sagt. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei setja sinn mann aftur í stöðu útvarpsstjóra. En ef það gerist, þá verður bylting. Það er ekki bara hótun, heldur loforð.“
Eiríkur Guðmundsson, rithöfundur og útvarpsmaður á RÚV.

„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, um orð Eiríks.

„Ég tók þennan dreng að mér sem nýútskrifaðan lögfræðing og gerði mann úr honum. Þetta er þakklætið sem ég fæ fyrir það.“
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, um hæstaréttardómarann Karl Axelsson. Jón Steinar krefst þess að óskertur umferðarréttur hans um vegarslóða sem liggur við mörk lóðar Karls verði viðurkenndur. Því er Karl mótfallinn.

„Flutningur leitarstarfsins er að mínu mati geðþóttaákvörðun, tekin án trúverðugs rökstuðnings og vandaðs undirbúnings, og ég velti því fyrir mér hvað raunverulega liggur að baki ákvörðun ráðherrans.“
Sigurður Björnsson, læknir og fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands, gagnrýnir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að færa leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi frá Leitarstöðinni og yfir á Landspítalann.

„Það er ákveðin angist sem sprettur fram af hálfu stjórnarflokkanna, sérstaklega greinilega Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar Miðflokknum dettur eitthvað í hug.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

„Við verðum líka að finna, þótt við búum nú langflest hér á Suðvesturhorninu, Íslendingar, að aðstæður geta verið þannig víða um land að það þurfi að leggja í talsverðar fjárfestingar til þess að tryggja fólki það sama og við njótum hér. Hita, rafmagn, birtu og yl í húsum. Og þá eigum við ekki að horfa í krónur, aura og höfðatölu.“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

- Auglýsing -

„Raforkuvirkið og heitavatnskerfið í lamasessi og gefur sig í kuldanum, meðan við þykjumst þess umkomin að ausa endalausum fjármunum í öfgafullt loftslagsrugl í ljósi „hamfarahlýnunar“. Er ekki nóg komið af ofstækinu?“
Margrét Friðriksdóttir, stjórnandi Stjórnmálaspjallsins.

„Skírskotun í klám og kyrkingar.“
Sigga Dögg er ekki par hrifin af laginu Freðinn eftir tónlistarmanninn Auð.

„Ég veit ekki hvernig ég á að lesa í þetta en þegar öllum var boðið besti bjórinn frá Tuborg var mér gefinn íslenskur bjór sem ber nafnið Leiðindaskjóða.“
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um samkvæmi sem honum var nýverið boðið í.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -