• Orðrómur

Skotmaður á heimili dómara fannst látinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skotmaður sem grunaður er um skothríð á heimili alríkisdómarans Esther Salas í gær fannst látinn í gær í Catskills fjöllunum í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur verið nafngreindur sem Roy Den Hollander lögmaður og aktívisti. Sonur Salas lést í skotárásinni og eiginmaður hennar særðist. Hollander fannst látinn í bíl hans og er sagður hafa tekið eigið líf.

Roy Den Hollander

Sjá einnig: Sonur dómara í máli Epstein skotinn til bana

Salas var nýlega úthlutað máli fjárfesta í Deutsche bank, sem saka bankann um að hunsa stefnu bankans gegn peningaþvætti og tekið við viðskiptavinum, líkt og kynferðisglæpamanninum Jeffrey Epstein. Mun málið að öllum líkindum draga fram í dagsljósið nöfn einstaklinga sem millifærðu fjárhæðir inn á og fengu fjárhæðir millifærðar af reikningi Epstein.

- Auglýsing -

Samkvæmt gögnum alríkisdóms mætti Hollander einu sinni fyrir Salas í réttarsal, þar sem hún hafnaði hluta af kröfum hans, en samþykkti að málið fengi að halda áfram. Í júní 2019 sagði Hollander sig frá málinu, og lögfræðistofa í New York tók við rekstri þess.

Á vefsíðu sinni lýsir Hollander sér sem anti-feminista lögmanni sem ver réttindi karlmanna. Persónuleg skrif hans og störf sýna kyn- og kynþáttafordóma hans að því er segir á erlendum miðlum. Skrif hans beinast meðal annars að Salas, sem er fyrsti alríkiskvendómarinn af rómönskum ættum. Segir hann í skrifum sínum að kvendómarar hafi ekkert angrað hann svo lengi sem þær væru miðaldra eða eldri þeldökkar konur. Þær af rómönskum uppruna væru hins vegar vandamál, enda drifnar áfram af minnimáttarkennd.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -