2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Sorglegt að fjárhagur fólks sé farinn að skipta ennþá meira máli“

Björn Þór Ingason birti í gær færslu á Facebook í tilefni þess að breytingar voru gerðar á reglugerð um greiðsluþátttöku hins opinbera við tæknifrjóvganir. Hann vonar að stjórnvöld endurskoði breytinguna.

Umdeildar breytingar voru gerðar á reglugerð um greiðsluþátttöku hins opinbera við tæknifrjóvganir og tóku breytingarnar gildi um áramótin. Málið hefur verið töluvert í umræðunni enda setur breytingin stórt strik í reikninginn hjá mörgum.

Fyrir breytingu á reglugerð var greiðsluþátttaka ríkisins engin í fyrstu tæknifrjóvgun en var 50% ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir beyginguna er greiðsluþátttaka ríkisins 5% í fyrsta skipti og 30% í annað sinn. Greiðsluþátttakan er engin er farið er í þriðja eða fjórða sinn í tæknifrjóvgun. Nánar á vef Livio. Síðan breytingin tók gildi hefur margt fólk líst yfir óánægju sinni með hana.

Björn Þór Ingason er einn af þeim sem er óánægður með breytinguna á reglugerðinni og skorar á stjórnvöld að endurskoða málið. Hann og kona hans eignuðust barn árið 2015 með hjálp tæknifrjóvgunar.

„Nú neyðist ég til að stíga aðeins út fyrir þægindarammann,“ skrifar Björn Þór meðal annars á Facebook þar sem hann tjáir sig um málið.

AUGLÝSING


„Í þessari og síðustu viku hafa fjölmiðlar fjallað um ákvörðun stjórnvalda að draga úr greiðsluþátttöku við tæknifrjóvgunarmeðferðir. Þetta málefni stendur mér mjög nærri þar sem ég og Fríða fengum þær fréttir síðla árs 2013 að líkurnar væru ekki með okkur ef okkur langaði að búa til barn upp á eigin spýtur. Við nýttum okkur því þau úrræði sem voru í boði á þeim tíma og eftir tvær meðferðir og fimm uppsetningar var biðin og óvissan loks á enda þegar kraftaverkið okkar kom í heiminn í október 2015 með hjálp tæknifrjóvgunar. Þessar meðferðir kostuðu auðvitað sitt en ég get lofað ykkur því að ég hefði sett hverja einustu krónu sem ég hef unnið mér inn yfir ævina í þetta ferli ef ég vissi hvað beið mín þegar ég fékk hann Ara okkar í hendurnar,“ skrifar Björn meðal annars.

Eftir tvær meðferðir og fimm uppsetningar var biðin og óvissan loks á enda.

Hann heldur áfram og lýsir því hvernig meðferðirnar settu strik í reikninginn fjárhagslega, þrátt fyrir að tekjur hans og Fríðu hafi verið ágætar.

„Það er hins vegar alls ekki raunin fyrir alla og mér finnst það gríðarlega sorglegt að fjárhagur fólks sé farinn að skipta ennþá meira máli eftir þessar breytingar hafi það löngun til þess að stofna fjölskyldu.“

Facebook-færslu Björns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Meðfylgjandi er þá myndbandið sem Björn birti en í því má sjá hann syngja lag sem hann samdi á því tímabili sem hann og Fríða reyndu að eignast barn með hjálp tæknifrjóvgunar.

Björn vonar þá að frásögn hans opni augu fólks og að stjórnvöld endurskoði breytingu reglugerðarinnar.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is