Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Svali yfirgefur Tene: „Þeir eru al­veg bún­ir að fá nóg og vilja kom­ast heim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sig­valdi Kaldalóns – Svali – ákvað að flytja til Teneri­fe í des­em­ber árið 2017; með eig­in­konu og börnum.

Hann rekið fyr­ir­tækið Teneri­f­eferðir; ferðast með fólk um eyj­una.

En nú er komið að breytingum því ekki eru all­ir í fjöl­skyld­u Svala jafn­ánægðir og hann sjálf­ur með dvalarstaðinn.

Mynd. Skjáskot/RÚV

„Þetta er bú­inn að vera al­gjör­lega frá­bær vet­ur hjá okk­ur í fyr­ir­tæk­inu. Aldrei farið með jafn mikið af farþegum og núna á þess­um fyrri­hluta árs­ins og hlut­irn­ir líta vel út þar. En annað gild­ir um dreng­ina, þeir eru eig­in­lega al­veg bún­ir að fá nóg af Teneri­fe og vilja kom­ast heim til Íslands. Skilj­an­lega, þeir eru svo sann­ar­lega bún­ir að láta á þetta reyna og því okk­ur bæði ljúft og skylt að leyfa þeim að fara heim,“ seg­ir Svali í færslu á Face­book-síðu sinni.

Bætir við.

„Þetta þýðir flakk hjá mér fram og til baka á þessu ári. Stoppa reynd­ar í tvo góða mánuði í sum­ar á klak­an­um og ætl­um við að reyna að ferðast eins og hægt er á þeim tíma og njóta Íslensku nátt­úr­unn­ar.“

- Auglýsing -

Jó­hanna eig­in­kona Svala er að byrja að klippa aft­ur; hún er hár­greiðslu­kona að mennt.

„Jó­hanna er að byrja að klippa aft­ur á Un­ique og ég verð með ann­an fót­inn á Bylgj­unni í vor og sum­ar. Starfa auðvitað áfram með fyr­ir­tækið en með öðru sniði en verið hef­ur. Þannig að aft­ur verða hlut­irn­ir aðeins í lausu lofti en það er allt í góðu, við erum að verða nokkuð vön því,“ seg­ir Svali.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -