Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Systur kveðja hjartahlýja 43 ára litlu systur: „Freyju verður sárt saknað og hún ávallt elskuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrjár systur Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem myrt var hrottalega í Danmörku 2. febrúar síðastliðinn, minnast litlu systur sinnar með hlýjum orðum í dag. Þær segja Freyju verða sárt saknað og hún ávallt elskuð.

Freyja var stúlka frá Selfossi sem elskaði flatkökur og íslenska náttúru. Hún flutti til Árósa í Danmörku árið 1999 og bjó þar fram í andlátið. Síðustu vikur hennar hér á jörðu saknaði hún heimalandsins og mátti skynja að hana langaði heim. Fjölskylda Freyju var yfirbuguð af sorg af þeim fregnum að hún hafi verið myrt.

Sjá einnig: Sorgarsaga Freyju – „Erum í áfalli“-Stúlkan frá Selfossi elskaði flatkökur og íslenska náttúru

Freyja lætur eftir sig þrjú börn: Alex fæddur 1993, Lúkas fæddur 2001 og Emma fædd 2015. Útför Freyju hér á landi fer fram síðar að sögn systranna þriggja sem fara hlýjum orðum um Freyju í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. Freyja heitin var yngst þeirra systra.

Blessuð sé minning Freyju.

Ríflega fimmtugur sambýlismaður Freyju, Flemming Mogensen, 51 árs Dani, játaði á sig hrottalegt morðið á FreyjuFreyja var aðeins 43 ára að aldri er hún lést á Austur-Jótlandi. Frænka Flemmings, Camilla Diana Mogensen, segir fjölskylduna í gífurlegu áfalli eftir hinn sorglega atburð. „Við erum, öll fjölskyldan, í mjög miklu áfalli,“ sagði Camilla í samtali við Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -