Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þetta eru mennirnir sem lögreglan leitar að

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan lýsir eftir þremur rúmenskum karlmönnum, sem komu hingað til lands á þriðjudag og voru í fylgd með þremur öðrum sem voru handteknir í gær grunaðir um þjófnað á Selfossi. Tveir hinna handteknu greindust með COVID-19 og leikur því grunur á að mennirnir þrír sem leitað er að séu einnig smitaðir.

Greint var frá því fréttum í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði, að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi, handtekið þrjá menn grunaða um þjófnað úr verslunum á Selfossi. Í ljós kom að mennirnir áttu að vera í sóttkví og þar af leiðandi var ákveðið að taka sýni úr þeim sem leiddi í ljós að þeir voru smitaðir af COVID-19, en einkennalausir. Þeir smituðu verða fluttir í farsóttarhúsið í dag þar sem þeir verða í einangrun og sæta gæslu.

Eftirlýstu mennirnir sem nú er leitað heita Pioaru Alexandru Ionut, Adrian Badiu og Madalin Sorin Dragomir og ferðust með hinum þremur til landsins á þriðjudaginn var. Ionut og Dragomir eru á þrítugsaldri, en Badiu er á fertugsaldri. Á Facebook síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir þremenninganna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -