Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þorkell Máni: „Sorg­legt að ríki­stjórnar­sjón­varpið sé að reyna að hagnast á þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

HM í knatt­spyrnu sem haldið er í Katar, hófst í gær þegar heima­menn í Katar biðu lægri hlut 2-0 gegn frísku liði Ekvador, í opnunarleik mótsins.

Á­kvörðunin að halda mótið í Katar hefur verið afar um­deild, en mann­réttinda­mál þykja fótum troðum í Katar og komið er á daginn að margir verkamenn létust við að byggja þá leikvelli sem spilað er á.

Allir leikir HM verða sýndir í beinni út­sendingu á RÚV, en þó nokkur gagn­rýni hefur beinst að fjölmiðlinum vegna þessa.

Íþrótta­frétta­maður Þor­kell Gunnar Sigur­björns­son, á RÚV, skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hann benti á á­kveðinn tví­skinnung í um­ræðunni:

„Auð­vitað gagn­rýnum við mann­réttinda­brot og spillingu tengdu HM í Katar, sem hefði aldrei átt að fara fram þar. En hvar var samt þessi gagn­rýni á Rúss­land fyrir HM 2018? Rússar höfðu þá inn­limað Krím­skaga með her­valdi. Þar er hin­segin fólk fangelsað og ras­ismi við­gengst á völlunum. En þar hótaði fólk ekki í stórum stíl að snið­ganga og þar fram eftir götunum. Of gaman því Ís­land var með? Kannski hefur sið­ferðis­vitund fólks bara batnað síðan þá. Skal ekki segja.“

- Auglýsing -

Hinn krafmikli út­varps­maður, Þor­kell Máni Péturs­son, steig fram á ritvöllinn og svaraði færslu Þorkells:

„Þetta er á öðrum skala. Alveg sorg­legt að ríki­stjórnar­sjón­varpið sé að reyna að hagnast á þessu. Við sem höfum ein­hverja sóma­kennd getum ekki einu sinni sagt þessu upp.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -