Þórunn Anna settur forstjóri Neytendastofu

Deila

- Auglýsing -

Þórunn Anna Árnadótir hefur verið sett í embætti forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí til 31. desember af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Þórunn Anna er lögfræðingur og hefur starfað hjá Neytendastofu í 13 ár, þar sem hún er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs og staðgengill forstjóra.

Tryggvi Axelsson hefur gegnt starfi forstjóra Neytendastofu undanfarin 15 ár og er Tryggva þakkað fyrir góð störf í þágu neytendamála.

 

- Advertisement -

Athugasemdir