Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Þuríður fékk á baukinn eftir að hafa spurt hvar í hverfinu væri óhætt: „Ég hef fengið puttann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þuríður Sigurðardóttir, myndlistar- og söngkona, virðist óttast fátt meira en að mæta lausum hundi í hverfinu sínu Garðabæ. Fyrir vikið spyr hún íbúa hverfisins hvar henni sé óhætt að ganga um því hundaeigendur geri lítið annað en senda henni puttann þegar hún vogar sér að gera athugasemd við lausagöngu hunda.

Líflegar umræður eru inni í hverfihópi Garðbæinga á Facebook eftir að Þuríður skellti þar inn færslu. „Ég var á gangi um daginn þegar hundur af stærri gerðinni kom hlaupandi að mér, hlýddi ekki kalli eiganda – sem er mjög ógnvænlegt. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Allt of margir hundaeigendur líta framhjá skiltum og ég hef fengið puttann fyrir að benda á að lausaganga sé bönnuð með öllu. Veit einhver hvar í umhverfi bæjarins, utan byggðar, hægt er að njóta útivistar án þess að eiga hættu á að mæta lausum hundi?,“ spyr Þuríður.

Sumir íbúar hverfisins taka undir gagnrýni Þuríðar á lausagöngu hunda á meðan aðrir gera lítið úr hræðslu hennar og stinga meðal annars upp á því að hún fari bara út í Viðey því þar geti hún verið óhult. Stefanía nokkur er Þuríði hjartanlega sammála. „Alltof margir lausir hundar hér í bæ óþolandi. Nenni varla að ganga hérna lengur,“ segir Stefanía.

Katrín Brynja Hermannsdóttir, fyrrum þula á RÚV, er það líka. „Nkvl! Mjög oft svartur labrador á göngustíg í Ásahverfinu og eigandinn bara voða kátur, virðist vera, með að voffi geti hlaupið að vild,“ segir Katrín.

Kjartan nokkur telur sig vera með lausnina. „Fáðu þér knallettubyssu; þeir hræðast hvellina !,“ segir Kjartan. Þuríður er reyndar ekki mjög hrifin af þeirri hugmynd. „Ég er alveg á móti þvi að hræða dýr. Ég er líka á móti því að þau hræði mig,“ segir Þuríður ákveðin.

Anna Margét hvetur söngkonuna miklu frekar til að leita sér hjálpar við hundahræðslunni. „Alls ekki illa meint á neinn hátt en þú ert samt í þeirri stöðu að geta ákveðið sjálf að vinna í þínum ótta. Mæli með að fá að sitja merkjamál hunda fyrirlestur til þess að reyna að skilja hvað þeir vilja með hegðun sinni. Eða þá fara til sálfræðings ef þetta er hundafælni (persónulega hef ég góða raun af fælni vinnu við annað). Þekki það sjálf hvað hræðsla getur verið hamlandi,“ segir Anna.

- Auglýsing -

Og Ívar er á svipuðum slóðum. „Með fullri virðingu við hundahræðslu þína, nú er fólk að fara á námskeið og jafnvel dáleiða sig varðandi loft og eða flughræðslu eða annan ótta í lífinu. Ég er ekki að reyna móðga þig en er þetta kannske eitthvað sem þú ættir að skoða, hundar verða alltaf til í Garðabæ og tilfallandi lausaganga þó að slíkt sé ekki leifilegt eins og margt annað. Hér er fullt af fólkið búið að reyna hjálpa þér og benda á möguleika fyrir þig svo þú getir hreyft þig og allt virðist vera vonlaust af þinni hálfu,“ segir Ívar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -