2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Töfrar skógarins dregnir fram

Árlegi viðburðuinn Skógarleikarnir verða haldnir laugardaginn 6.júlí frá kl. 13-17 í Furulundi á vegum Skógræktarfélags Reykjvíkur.

Að vanda mun fagfólk í skógarhöggi keppa í skógaríþróttum þar sem tekist er á í æsispennandi keppni. Keppt er í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem afkvistun trjábola, nákvæmnis fellingu, axarkasti, sporaklifri og bolahöggi.

Samhliða keppninni verður ýmislegt áhugavert og spennandi í boði fyrir þátttakendur.

Tálgunin hefur til að mynda notið mikilla vinsælda síðustu ár þar sem gestir á öllum aldri geta spreytt sig undir handleiðslu Benedikts Axelsonar. Þátttakendum eru kennd undirstöðu atriðin í því hvernig hægt er að tálga úr ferskum við beint úr skóginum.

Í ár mun Johan Grønlund einnig sýna hvernig er hægt að vinna skúlptúra úr trjábolum með keðjusög.

AUGLÝSING


Hulda Brynjólfsdóttir mun kynna fyrir gestum hvaða jurtir og hráefni úr skóginum er hægt að nota til jurtalitunar.

Þetta er aðeins brot af því sem verður í boði á Skógarleikunum í ár. Fullkomin fjölskylduskemmtun.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is