Tom Hanks og Rita Wilson orðin Grikkir

Deila

- Auglýsing -

Hinn geysivinsæli leikari Tom Hanks og eiginkona hans, leikkonan Rita Wilson, eru nú orðin grískir ríkisborgarar.

Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, afhenti þeim grísku vegabréfin um helgina og birti af því tilefni mynd af sér og eiginkonu sinni með Tom og Ritu veifandi nýju vegabréfunum á Instagram-síðu sinni.

Rita Wilson á ættir að rekja til Grikklands og Tom Hanks var gerður að heiðursborgara landsins á síðasta ári en nú eru þau sem sagt orðin fullgildir Grikkir þótt þau hafi auðvitað einnig bandarískan ríkisborgararétt.

 

View this post on Instagram

 

@ritawilson @tomhanks are now proud Greek citizens! 🇬🇷👍

A post shared by Kyriakos Mitsotakis (@kyriakos_) on

- Advertisement -

Athugasemdir