Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Umboðsmaður krefst svara frá Bjarna: „Afrit af öllum gögnum sem liggja fyrir um það verði afhent“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari skýringum á afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, til hæfis hans vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. í mars í fyrra, en það er hringbraut.is sem greindi frá.

Þá fer umboðsmaður fram á öll gögn verði afhent sem fyrir liggja um samskipti hans og ráðuneytisins við Bankasýslu ríkisins; alveg frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk.

Beinist athugun umboðsmanns að álitamálum um hæfi Bjarna vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum.

Kemur fram að í framhaldi af svari ráðherra frá 24. mars sl. sé nú óskað eftir nánari og ítarlegri skýringum á afstöðu ráðherra; hvort hann telji það hafa verið forsendu hugsanlegs vanhæfis síns í málinu að hann hefði vitneskju um að einkahlutafélagið væri meðal bjóðenda.

Þá telur Umboðsmaður enn fremur ekki fyllilega ljóst hvort ráðherra telji það fyrirkomulag sem viðhaft var við söluna hafi í reynd tryggt að gætt yrði hæfisreglna.

Í ljósi þess að í svari Bjarna kom fram að engin athugun á slíkum tengslum fór fram innan ráðuneytisins, óskar umboðsmaður einnig eftir upplýsingum um hvort það hafi litið svo á að Bankasýslunni bæri að kanna þessi atriði.

- Auglýsing -

Spyr hann í því sambandi hvort stofnuninni hafi verið ljóst að einkahlutafélag í eigu föður ráðherra væri á meðal bjóðenda; og þá hvers vegna athygli ráðuneytisins hafi eigi verið vakin á því.

Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, spyr Bjarna fjármálaráðherra nokkurra beinna spurninga og krefst svar.

Í lok bréfs hans segir:

- Auglýsing -

„Hafi ráðuneytið, eða þér, átt í samskiptum við þá einkaaðila, sem komu að sölunni fyrir hönd stjórnvalda á þessum tíma, er þess jafnframt óskað að afrit af öllum gögnum sem liggja fyrir um það verði afhent.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -