Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Una Sighvats: „Því fylgir ábyrgð að vera treyst til þess að stýra svo stórum stundum í lífi fólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Una Sighvatsdóttir er fjölhæf og orkumikil kona með afbrigðum; sinni starfi sérfræðings hjá embætti Forseta Íslands með sóma og sann, og nú má hún gefa fólk saman:

„Um helgina fékk ég afhent skírteini frá sýslumanni þess efnis að ég megi annast hjúskaparvígslur í umboði Siðmenntar. Ég hóf þjálfun sem athafnastjóri í febrúar og hef nú gefið saman mín fyrstu hjón, en sem athafnastjóri Siðmenntar má ég líka gefa börnum nafn.“

Una segir að „því fylgir ábyrgð að vera treyst til þess að stýra svo stórum stundum í lífi fólks. En mikið er það líka gefandi. Ég verð seint afkastamesti athafnastjórinn, enda talsvert önnum kafin í mínum meginstarfa, en ákvað að sækja mér þessi réttindi sjálfri mér til ánægju og yndisauka og vonast til þess að taka að mér athafnir öðru hverju. Þið vitið þá af mér.“

Hún bætir við að „Siðmennt hefur nú á að skipa stærri hóp athafnastjóra en nokkru sinni fyrr, enda fjölgar þeim stöðugt sem vilja gifta sig, nefna, fermast og kveðja látna ástvini með veraldlegum athöfnum. Við nýliðarnir sem vorum að útskrifast nutum einstakrar fagmennsku og stuðnings í þjálfuninni. Það er lærdómsríkt og virkilega gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu og kærleiksríku starfi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -