Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Veðurstofan varaði ítrekað við aurskriðum: „Samt kenna þau veðrinu um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Verði ekkert að gert er hætta á að stór aurskriða geti fallið á byggð í sunnanverðum Seyðisfirði. Til greina kemur að setja upp varnir sem eiga meðal annars að draga vatn úr þykkum jarðvegslögum ofan við bæinn.“

Svo hefst frétt RÚV frá því í fyrra um hættuna á aurskriðum í Seyðisfirði. Veðurstofan birti þá hættumat og varaði við aurskriðum. Raunar hefur verið varað við þessu í mörg ár án þess að nokkuð hafi verið gert. Frétt RÚV frá árinu 2016 ber þess vitni. Henni var deilt í morgun í Pírataspjallið af Jóhannesi Hraunfjörð Karlssyni sem skrifar:

„Vek athygli á þessari 4 ára frétt RÚV frá Seyðisfirði. Ekki nema von að íbúar séu dolfallnir á stjórnvöldum en ekkert var gert með rannsókn bæjaryfirvalda, Ofanflóðasjóðs og Ágústs Guðmundssonar, jarðfræðings frá árinu 2016. Hvað segja þingmenn um þetta mál? Hvað kostaði skýrslugerðin og til hvers var hún gerð fyrst ekkert var um efndir? Er virkilega venjan þegar menn spyrja stjórnvöld um efndir að þeir séu handteknir?“

Jon­a­t­han Moto Bisagni, íbúi á Seyðis­firði og eig­andi fyrir­tækisins Austur­lands Food Coop, var handtekinn í gær og sakaður um að hafa hótað forsætisráðherra. Sjálfur segir hann þetta þöggun. Það hafi fokið í hann þegar talað var um að ekki hafi verið hægt að komast hjá eyðileggingunni.

Jonathan sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann vildi að ráðamenn öxluðu ábyrgðar. „Þetta er ekki lýð­ræði og það er ekki í lagi að stjórn­mála­menn noti sitt vald til að þagga niður í kjós­endum. Það er ekki í lagi og það er það sem er að gerast hér. Þau áttu að koma hingað til að hlusta á mig en tóku mig í hald til að komast hjá því. Þau vildu ekki heyra hvað ég hef að segja því ég vil láta þau axla á­byrgð,“ sagði Jon­a­t­han og bætt við:

„Þau spiluðu rúss­neska rúllettu með líf okkar og kenna veðrinu um. Þau spiluðu rúss­neska rúllettu með líf okkar og töpuðu. En samt kenna þau veðrinu um og svo munu tryggingarnar leysa þau út. Það er ekki í lagi.“

- Auglýsing -

RÚV fjallaði nokkur ítarlega um áhættumat Veðurstofunnar í fyrra. Það rennir nokkrum stoðum undir orð Jonathan. „Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur fylgst sérstaklega með skriðuhættu úr Neðri-Botnum eftir að upplýsingar um hættu á stórum skriðum þaðan komu fram. Gert er ráð fyrir að bæta öryggi íbúa á þessu svæði með eftirliti og rýmingu húsnæðis þegar þörf krefur þangað til gripið hefur verið til varanlegra aðgerða til þess að draga úr þessari hættu,“ segir þar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -