Vinnur með Golden State og Will Butler úr Arcade Fire

Deila

- Auglýsing -

Bandaríska tónlistartvíeykið Golden State, þ.e. Brantley Gutieemez og Harrisson Kipner, hafa sent frá sér nýtt lag, Kiss it, en það er engin önnur en Þórunn Antonía sem ljær því rödd sína.

„Ég hitti Brantley þegar ég spilaði í fyrsta skipti á tónlistarhátíðinni Coachella í Bandaríkjunum með þáverandi hljómsveitinni minni Fields. Hann stoppaði mig til að mynda mig og við höfum verið vinir í meira en áratug,“ segir Þórunn Antonía þegar hún er spurð hvernig samstarfið hafi komið til en þess má geta að Will Butler sem margir þekkja úr hljómsveitinni Arcade Fire spilar á hljómborð í laginu.

Golden State er nýtt tónlistarverkefni Bandaríkjamannanna Brantley Gutieemez og Harrisson Kipner. Þeir félagar hafa komið víða við en Brantley er einnig ljósmyndari og leikstjóri og hefur unnið með fólki eins og Diplo, Paul McCartney og Emmu Stone. Harrisson sendi hins vegar nýlega frá sér plötuna Rackets sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Þetta nýja lag þeirra, Kiss it þykir vera töff, hresst og grípandi og söngur Þórunnar til fyrirmyndar. Hægt er að hlusta á það á Albumm.is.

Bandaríska tónlistartvíeykið Golden State.

- Advertisement -

Athugasemdir