• Orðrómur

Virðist geta staðið flest allt af sér

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er án efa umdeildasti stjórnmálamaður samtímans. Hann kom mjög ungur inn í stjórnmál þegar hann var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á skrautlegan hátt í byrjun árs 2009.

Hann hafði skráð sig í flokkinn tveimur vikum áður en flokksþingið fór fram. Upphaflega var greint frá því að Höskuldur Þórhallsson hefði verið kjörinn formaður Framsóknarflokksins þar en síðar reyndist talning hafa verið röng og var tilkynnt um að Sigmundur Davíð væri réttkjörinn formaður. Hann vantaði þá enn tvo mánuði í að vera 34 ára gamall.

Fjórum árum síðar var hann orðinn yngsti forsætisráðherra lýðveldissögunnar eftir mikinn kosningasigur Framsóknarflokksins í apríl 2013.

Sigmundur Davíð sagði af sér því embætti 5. apríl 2016 eftir að Panamaskjölin höfðu opinberað hann sem eiganda aflandsfélagsins Wintris og kröfuhafa í bú föllnu bankanna sem ríkisstjórn hans hafði verið að semja við. Viðtal þar sem Sigmundur Davíð sagði ósatt þegar hann var spurður út í Wintris fór sem eldur um sinu út um allan heim. Daginn áður en hann sagði af sér fóru fram fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar á Austurvelli þegar 26 þúsund manns mótmæltu Sigmundi Davíð, öðrum ráðherrum sem voru í Panamaskjölunum og ríkisstjórninni sem þeir sátu í.

Í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem gerð var á þeim tíma sem leið frá því að sér­stakur Kast­ljós­þáttur um skjölin var sýndur og þar til Sig­mundur Davíð steig til hliðar kom fram að 78 pró­sent lands­manna vildi að hann myndi segja af sér.

Þetta var ekki staða sem margir stjórnmálamenn hefðu snúið aftur úr.

Eftir nokkurra mánaða frí vildi Sigmundur Davíð, þá enn formaður Framsóknarflokksins, taka aftur við stjórnartaumunum. Hann var sannfærður um að vera fórnarlamb samsæris og að hann hefði ekki gert neitt rangt. Síðar opinberaði Kjarninn að Wintris hefði ekki greitt skatta í samræmi við lög og reglur og óskað eftir því að fá að gera þá rétt upp við skattayfirvöld.

- Auglýsing -

Sigmundur Davíð tapaði svo í formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson í Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninganna 2016 og sat í nokkurs konar sjálfskipaðri útlægð sem þingmaður flokksins næsta tæpa árið. Á þeim tíma tók hann lítinn þátt í þingstörfum en einbeitti sér að því að stofna Framfarafélagið, vettvang utan um hugmyndir hans sem stjórnmálamanns sem átti að nýtast til að fleyta honum aftur til valda innan Framsóknarflokksins.

Þegar kosningar skullu skyndilega á haustið 2017 breyttust þau áform. Sigmundur Davíð og nokkrir tryggir fylgismenn gengu úr Framsóknarflokknum, stofnuðu Miðflokkinn og buðu fram út um allt land. Einu og hálfu ári eftir Panamaskjölin vann hann kosningasigur.

Þegar Klausturmálið kom upp voru áhrifin ekki ósvipuð og eftir Panamaskjalahneykslið. Í könnun sem birt var 3. desember 2018 kom fram að á milli 74 og 91 pró­sent Íslend­inga er hlynnt afsögn alþing­is­mann­anna sex. Flestum fannst að Gunnar Bragi ætti að segja af sér en næstum jafnháu hlut­falli fannst að Berg­þór ætti einnig að gera það. Þá töldu 86 prósent landsmanna að Sigmundur Davíð ætti að víkja.

- Auglýsing -

Þessa stöðu virðast Miðflokksmenn nú hafa staðið af sér.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -