Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Yfirlýsing frá Öfgum: „Enn einn meinti nauðgarinn sem kemst upp með það í skjóli for­réttinda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öfgar sendu frá sér yfirlýsingu eftir að ljóst varð að Aron Einar Gunnarsson hefði á ný verið valinn til að leika fyrir Íslands hönd í fótbolta, en hann fékk einnig fyrirliðabandið aftur.

Baráttuhópurinn Öfgar

Svona hljómar yfirlýsing Öfga:

Í ljósi þess að Aron Einar hefur verið valinn aftur í lands­liðið.

Fólk veltir því fyrir sér hvaða á­hrif þetta hefur á bar­áttuna. Þetta hefur í fyrsta lagi á­hrif á þol­endur og þannig hefur þetta á­hrif á okkur en þetta hefur engin sér­stök á­hrif á bar­áttuna. Bar­áttan rís ekki og fellur með fót­bolta­mönnum. Aron Einar er bara enn einn meinti nauðgarinn sem kemst upp með það í skjóli for­réttinda af því hann stundar tuðru­spark.

Þetta kemur okkur ekkert á ó­vart, við vorum búnar að búa okkur undir þetta. Við höldum bara á­fram okkar striki og ef eitt­hvað er þá kyndir þetta undir eld­móð okkar, enda mikil stað­festing á öllu sem við höfum sagt síðustu 15 mánuði og viljum berjast gegn. Þetta undir­strikar að mann­orðsmorð eru ekki til, slaufunar­menning á einungis við þol­endur og fólk getur því hætt að öskra ,,á að taka menn af lífi án dóms og laga”. Það er ekki slaufun að taka pásu í nokkrar vikur eða mánuði og koma síðan til baka án þess að þurfa svo mikið sem að líta í eigin barm eða axla á­byrgð.

Þetta stað­festir bara að við erum komin stutt og að á bar­áttunni sé þörf. Þetta stað­festir orð okkar um að lífs­viður­væri karla liggur ekki undir þó þeir séu sakaðir um of­beldi. Þetta stað­festir að nauðgunar­menning þrífst innan KSÍ og að þol­endum er ekki trúað. Við sjáum núna skýra af­stöðu karla­lands­liðsins og lands­liðs­þjálfara og okkur finnst þá sann­gjarnt að velta hér upp sið­ferðis­kennd þeirra.

- Auglýsing -

Af hverju trúa þeir ekki þol­endum? Af hverju skiptir fót­bolta­frami og góður árangur í fót­bolta meira máli en að trúa og standa með þol­endum? Hvað með þá innan liðsins sem vilja ekkert með of­beldi hafa, þeir hljóta að vera ein­hverjir? Hvernig á­hrif mun þetta hafa á móralinn? Er mórallinn ekki líka ein­hvers virði?

Ætlum við virki­lega að sýna ungum iðk­endum sem dreymir um að spila fyrir lands­liðið að Aron Einar, sem kærður var fyrir hóp­nauðgun, sé fyrir­mynd? Hvaða skila­boð sendir það?

Þessi á­kvörðun mun fæla aðra þol­endur frá því að skila skömminni og leita réttar síns. Þetta mun vekja upp efa­semdir þess efnis að KSÍ standi með þol­endum. Það er enn­þá langt í land að jafna kynja­hallann innan KSÍ og þessi á­kvörðun hjálpar ekki að kven­kyns iðk­endur upp­lifi öryggi innan fé­lagsins þegar stað­reyndin er sú að flestir þol­endur eru konur. Konur innan hreyfingarinnar eiga rétt á því að vera séðar og að á þær hlustað sem og þol­endur í heild sinni.

- Auglýsing -

Þetta er stærsta æsku­lýðs­stofnun landsins.

For­gangs­röðunin ætti að vera önnur, þar sem öryggi og rödd þol­enda ætti að vega hærra en að moka inn peningum frá FIFA út á vel­gengni meintra of­beldis­manna.

Af hverju er liðinu og þjálfaranum meira annt um að vernda orð­spor lúins Aron Einars á kostnað þolanda? KSÍ segist standa með þol­endum, sýnið það þá í verki. Hér er til­valið tæki­færi fyrir KSÍ að móta reglur varðandi endur­komu og endur­hæfingu. Fyrsta skrefið á þó alltaf að vera að meintur gerandi viður­kenni brot sín, biðjist af­sökunar og bæti sig. Fyrir­myndir unga fólksins okkar eiga að sýna sam­fé­lags­lega á­byrgð.

Við þurfum sér­stak­lega betri reglu­gerð utan um niður­felld mál þar sem við vitum að niður­felling er ekki það sama og sak­leysi. Munum að einungis lág prósenta mála er byggð á röngum sökum, svo lág að við getum gefið okkur að 95-99% mála séu sönn. Munum að þrátt fyrir þá töl­fræði eru flest mál felld niður og því endur­speglar réttar­kerfið á engan hátt sak­leysi meintra ger­enda.

Að mál séu niður­felld þýðir ekki að meintir ger­endur séu sak­lausir. Það þýðir einungis að ekki hafi verið hægt að sanna sekt meints geranda fyrir dóm­stólum. Niður­felling er ekki sýknun. Niður­felling er ekki efi á því sem gerðist, niður­felling þýðir ekki að við eigum ekki að trúa þol­endum.

Sönnunar­byrði í nauðgunar­málum er mjög þung og því er mjög al­gengt að mál eru felld niður, kyn­ferðis­brot fara fram á bak­við luktar dyr þar sem sjaldan eru vitni.

En réttar­kerfið okkar vegur orð meintra ger­enda alltaf þyngra en orð þeirra sem brotið er á.

Kveðja, Öfgar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -