2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Græn linsubaunaídýfa

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Græn linsubaunaídýfa
200 g rauðar linsubaunir
1 bakki kóríander, lauf og stilkar
20 g pístasíukjarnar
3 msk. ólífuolía
3 msk. límónusafi
salt og pipar eftir smekk

Sjóðið linsubaunirnar upp úr 1,5 lítra af vatni þar til þær hafa eldast í gegn og eru orðnar mjúkar, u.þ.b. 20-30 mín. Hellið vatninu frá og maukið í matvinnsluvél ásamt kóríander, pístasíuhnetum og kummin. Þegar allt er orðið að grófu mauki, hellið þá ólífuolíunni og límónusafanum í mjórri bunu saman við. Maukið í vélinni þar til allt er orðið kekkjalaust. Bragðbætið með salti og pipar, bætið við meiri límónusafa ef þarf.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni