• Orðrómur

Reykt bleikjusalat með rauðrófum og ristuðum brauðteningum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þetta salat er fljótlegt og virkilega glæsilegt. Rauðrófurnar lita bleikjuna á skemmtilegan hátt með fjólubláum lit og radísurnar gefa salatinu fallegt yfirbragð. Sniðugt sem forréttur eða léttur aðalréttur.

Reykt bleikjusalat með rauðrófum og ristuðum brauðteningum

1 meðalstór rauðrófa
2-3 þykkar brauðsneiðar, skornar í grófa teninga
2 tsk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
6-7 radísur, sneiddar
200 g reykt bleikja, í sneiðum
nokkur salatblöð að eigin vali
2 msk. ferskt dill til skrauts

SÓSA
1 dós sýrður rjómi, 18%
2 msk. ferskt dill, saxað
1 msk. eplaedik
1 msk. piparrót
½ tsk. salt

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 230°C. Pakkið rauðrófunni í álpappír og bakið í 25-30 mín. takið út og
látið kólna, sneiðið. Blandið brauðteningum, sítrónuberki, ólífuolíu, salti og pipar saman. Dreifið á bökunarplötu og bakið í um 5 mín. og setjið til hliðar. Útbúið sósuna. Setjið salatblöð á disk. Raðið rauðrófusneiðum, radísusneiðum og bleikjunni yfir salatið og
dreifið brauðteningunum yfir. Hellið örlítið af sósu yfir og skreytið með dilli, berið fram með
restinni af sósunni.

Umsjón/ Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -