Donald Trump rekur þjóðarör­ygg­is­ráðgjafann sinn

Donald Trump rak John Bolton, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Banda­ríkj­anna, í gær.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið John Bolton, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Banda­ríkj­anna. Trump segir ástæðuna vera þá að hann sé oft of ósammála tillögum Boltons.

Trump greindi frá þessu á Twitter. Þar þakkaði hann Bolton fyrir og bætti svo við að hann myndi tilnefna nýjan þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa í næstu viku.

Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Trump skipti hers­höfðingj­an­um H.R. McMa­ster út fyrir Bolton í mars í fyrra.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is