Hvetja fólk til að gera heiminn betri

Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 taka höndum saman.

„Við notum þá rödd sem tískan hefur gefið okkur til að mennta, upplýsa og hvetja fólk til að gera heiminn betri,“ segir í sameiginlegri tilkynningu Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 um bol sem þau hafa hannað í sameiningu með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri. Katharine Hamnett er brautryðjandi í sjálfbærri hugsun, framleiðslu og samfélagsábyrgð innan tískuheimsins.

Hún verður í Stefánsbúð/p3 í dag, föstudaginn 29. mars klukkan 17, þar mun hún taka á móti gestum og kynna nýju bolina sem verða frumsýndir á HönnunarMars.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is