Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Áhugaverð og umhugsunarverð nálgun á hönnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollenski vöruhönnuðurinn Christien Meindertsma hefur unnið fjölda áhugaverðra verkefna frá útskrift sinni frá Design Academy Eindhoven árið 2003. Rannsóknir hafa skipað mikilsvert hlutverk í hennar starfi og hefur hún meðal annars lagt upp úr því að kanna líf vara og óunninna eða hrárra efna.

 

Í sumum tilfellum er lokaútkoma verkefnanna ferlið sjálft, meðan í öðrum verða til hefðbundnari framleiðsluvörur. Rík áhersla er á að varpa ljósi á þau ferli sem hafa orðið okkur fjarlæg í kjölfar iðnbyltingarinnar og dýpka skilning á þeim efnum og vörum sem eru allt í kringum okkur.

Verkefnin hennar eru óneitanlega út fyrir það sem flestir hugsa að vöruhönnuður geri og vekja mann til umhugsunar, bæði um eigið líf og heiminn okkar. Verk Christien Meindertsma eru til sýnis í MOMA-safninu í New York, The Victoria & Albert Museum í London og Vitra Design Museum í Weil am Rein. Hún hefur einnig unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín, Dutch Design Award, Index Award og Future Award.

PIG 05049

Í þessu verkefni kannaði Christien tengsl milli hrárra og óunninna efna og þeirra hversdagslegu hluta sem við notumst við í daglegu lífi. Rannsóknin leiddi í ljós einskonar net milli uppsprettunnar eða hráa efnisins og neytandans en þessi tenging hefur orðið sífellt ósýnilegri í nútímasamfélagi.

Bókin PIG 05049 gefur yfirsýn yfir allar þær vörur og afurðir sem svínið er notað í.
Bókin hlaut Hollensku hönnunarverðlaunin árið 2008 og Index-verðlaunin árið 2009.

Undir lok verkefnisins PIG 05049 árið 2007 setti hönnuðurinn saman afar áhugaverða bók, þar sem talinn er upp hver einasti hlutur framleiddur úr svínum eða einhverskonar svínaafurðum. Lesendur fá yfirgripsmikla sýn yfir hversu víða ein afurð  eða hráefni dreifist og í hve marga hversdagslega hluti þær eru notaðar.

- Auglýsing -

Bókin hlaut Hollensku hönnunarverðlaunin árið 2008 og Index-verðlaunin árið 2009.

Flax Project

Verkefnið hófst árið 2008, stendur enn yfir og hefur leitt af sér marga anga og áhugaverð hliðarverkefni. Eitt þeirra fól í sér að hönnuðurinn tók þá ákvörðun að fjárfesta í heilli uppskeru af hör af hollenskum bónda, heilum 10.000 kg.

- Auglýsing -
Christien Meindertsma tók þá ákvörðun að fjárfesta í heilli uppskeru af hör af hollenskum bónda, heilum 10.000 kg.

Hör er enn ræktaður víða um Evrópu þar sem loftslagið er rakt og hlýtt, en 90% af evrópsku uppskerunni er seld til Kína þar sem ofið er efni úr hör. Christien vildi kanna hvort mögulegt væri að nýta efnið á staðbundnari hátt en gert er í dag og skapa heildstæða vörulínu úr uppskerunni.

Stóll unninn úr hör og vistvænu plasti.

Í upphafi hófst hún handa við að spinna fíngert garn úr hör, sem hún nýtti svo til framleiðslu á viskustykkjum, dúkum og servíettum. Síðar vann hún annað verkefni úr uppskerunni en það var stóll úr hör og PLA, sem er vistvænt niðurbrjótanlegt plast. Stólinn er einstaklega sterkbyggður en hann er úr löngum hörtrefjum sem búið er að þæfa og síðar pressaðar inn í bráðið plastið til að móta stólinn.

Áhugaverð nálgun Christien Meintertsma á hönnun er umhugsunarverð og gefur mögulega innsýn í hvað hönnuðir framtíðarinnar munu koma til með að fást við.

Verkefnið Arita var hannað með það í huga að upphefja sögu og kunnáttu postulínsgerðarfólks á Arita-svæðinu í Japan.

Myndir / Frá framleiðendum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -