Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Blóm, pastellitir og einfaldar línur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húðflúrarinn og teiknarinn Auður Ýr Elísabetardóttir notast mikið við blóm, pastelliti og einfaldar línur í verkum sínum, en hún lærði myndskreytingu í Academy of Art University.

Hvernig verk gerir þú aðallega og fyrir hvað?
„Undanfarin ár hef ég aðallega verið í fullri vinnu sem húðflúrari, sem þýðir að ég teikna mikið upp eftir hugmyndum annarra. Blóm eru áberandi í verkunum mínum, bæði þeim sem ég skapa fyrir aðra og fyrir sjálfa mig.“

Hvaðan færðu innblástur?
„Úr náttúrunni, bókum og svo fylgi ég fullt af frábærum listamönnum á Instagram.“

Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna?
„Mér finnst best að vinna upp úr hádegi, ég elska að taka rólegan morgun með kaffibolla og koma mér hægt í gang. Svo vinn ég þar til dóttir mín kemur heim úr skólanum.“

Hvaða litir heilla þig?
„Ég er hrifin af mjög einföldum litapallettum, helst með pastellitum. Ég nota mikið einn til tvo liti í bland við einfaldar línuteikningar.“

Ákvaðst þú á einhverjum tímapunkti að verða listamaður eða gerðist það bara „óvart“?
„Ég hef verið ákveðin í að vinna við að teikna síðan ég var um 8 ára.“

- Auglýsing -

Hefur þú alla tíð haft gaman af því að teikna?
„Já, ég á enn skissubækur og teikningar frá því ég var mjög ung og það er gaman að sjá hvað maður var að pæla þegar maður var yngri. Ímyndunaraflið var svo allt öðruvísi þegar maður var sjö ára og svo líka þegar maður var 15 ára. Ég hef alveg unnið með hugmyndir sem ég hef rekist á í þessum gömlu bókum.“

Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér?
„Ég er ofboðslega hrifin af verkum Alphonse Mucha og Harry Clarke, svo er vinur minn Sölvi Dúnn algjör snillingur.“

- Auglýsing -

Hvað er fram undan á næstu misserum?
„Ég er í fæðingarorlofi eins og er og verð fram á næsta sumar. Mig langar voðalega mikið að ná að skapa eitthvað fyrir mig á þeim tíma þar sem ég mun ekkert vera að flúra og kannski ná að setja upp sýningu. Svo mæti ég fersk til leiks aftur á Íslenzku húðflúrsstofuna.“

Instagram / heimasíða: @auduryre / auduryr.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -