Glæsilegt jólablað Húsa og híbýla er komið út

Deila

- Auglýsing -

Jólablað Húsa og híbýla er komið út. Heimili Erlu Björnsdóttur sálfræðings og doktors í líf-og læknavísindum og Hálfdáns Steinþórssonar viðskiptafræðings og framkvæmdastjóra prýðir forsíðu blaðsins en þau opnuðu heimili sitt í Vesturbænum fyrir okkur sem þau voru búin að setja í jólalegan búning. Húsið býr yfir skemmtilegri sögu og er einstaklega fallegt.

Í gömlu sumarhúsahverfi í Kópavogi býr Hildur Hafstein skartgripahönnuður ásamt eiginmanni og sonum. Húsið tóku þau alfarið í gegn og gerðu að sínu á smekklegan hátt.

Kíkt heim til Hildar Hafstein. Mynd / Hallur Karlsson

Einnig er að finna í blaðinu innlit í eitt elsta timburhús á Akureyri þar sem hjónin Kristín og Aðalsteinn búa.

Í Borgarnesi búa Anna og Friðrik ásamt börnum sínum tveimur. Þau hafa sterkar taugar til Borgarfjarðar enda náttúruperlur þar á hverju strái.

Bragi Valdimar Skúlason, Sigurður Guðmundsson og Gréta Hlöðversdóttir deila með okkur jólahefðum sínum.

Sandra Ósk Júníusdóttir er ung og upprennandi listakona sem hannaði póstkortið sem fylgir með blaðinu.

Jólaskreytingar, pakkar og jólaborðið ásamt 60 góðum jólagjafahugmyndum.

Þetta og margt fleira í nýjasta Hús og híbýli sem kemur á sölustaði á fimmtudaginn.

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir