Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vistvænt og flott

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sífellt fleiri hönnuðir og framleiðendur eru farnir að leggja áherslu á vistvænar og sjálfbærar lausnir.

Egaleo frá USEE STUDIO

Nýjasta lína hönnunarstofunnar USEE STUDIO hefur litið dagsins ljós og er eins og fyrri verk þeirra unnin út frá róttækum og sjálfbærum sjónarmiðum. Línan ber nafnið Egaleo og samanstendur af prentverkum, flíkum, skartgripum og sundfatnaði. Flíkurnar eru unnar úr rekjanlegri lífrænni bómull og efnum nýttum úr gömlum efnalagerum. Hugmyndin að línunni kviknaði í vinnuferð stofunnar til Aþenu síðastliðið vor en þar uppgötvuðu þær að borgin hefði að geyma töluvert af efna- og fatalagerum sem hafa staðið óhreyfðir til fjölda ára. USEE STUDIO leggur mikla áherslu á að framleiða vörur á eins umhverfisvænan og mannúðlegan máta og mögulegt er. Stofan setur sér engin takmörk og er hugmyndasköpun látin ráða för og nýjum tækifærum ávallt tekið opnum örmum.

Mottur úr pálmaleðri

Hollenski hönnuðurinn Tjeerd Veenhoven hefur kynnt til leiks skemmtilegar mottur unnar úr pálmalaufum sem ættu að höfða til allra, enda bæði vegan og vistvænn kostur. Þunnum efnisræmum er raðað saman upp á rönd og gefur það mottunum skemmtilega áferð og mynstur og þær eru mjúkar að ganga á. Hönnuðurinn varði miklum tíma í efnisrannsóknir og leitaðist við að auka sveigjanleika pálmalaufanna sem honum tókst með aðstoð glýseríns og vatns. Motturnar eru framleiddar í verksmiðju í Dóminíska lýðveldinu sem hefur stranga gæðastaðla og græna hugsun að leiðarljósi.

Fjölnota kaffihylki úr ryðfríu stáli

- Auglýsing -

Vitundarvakningin er alltaf að verða meiri og meiri og það ætti líka að eiga við kaffidrykkju en meginþorri þjóðarinnar drekkur kaffi og ófáir hafa fjárfest í kaffivélum sem notast við hylki. Hylkin eru lengi að brotna niður í náttúrunni þó að vissulega séu komnir umhverfisvænni kostir á markað. Áfyllanleg og margnota kaffihylki ættu notendur slíkra kaffivéla þó að kynna sér! Þau eru úr ryðfríu stáli og því hægt að nota aftur og aftur um ókomna tíð. Umhverfisvæn kaffihylki og þú ert laus við öll tómu plasthylkin. Þú sparar bæði tíma, peninga og hugsar betur um náttúruna í leiðinni og ekki skemmir fyrir að þú velur þitt eftirlætiskaffi í uppáhellinguna. Fjölnota kaffihylkin fást meðal annars í vefversluninni Mistur og henta í margar gerðir kaffivéla, svo sem Nespresso og Sjöstrand.

Burt með plastbrúsana

- Auglýsing -

Sápustykki eru inn! Nú eru verslanir á Íslandi í auknum mæli farnar að bjóða upp á fjölbreytt úrval af sápustykkjum í allskonar stærðum og gerðum. Fólk er eflaust mistilbúið að segja skilið við sjampó- og sápubrúsana en fallegar sápur og ekki síður vel ilmandi geta verið prýði.

Ódýr og góð leið til þess að færa sig örlítið nær umhverfisvænni lífsstíl. Sápustykki er hægt að nota fyrir hendur, andlit og líkama og innihalda þær iðulega góðar olíur eins og ólífuolíu og ilmkjarnaolíur og fleiri náttúruleg efni sem kemur jafnvægi á húðina. Við á ritstjórninni höfum prófað sjampóstykki og höfum góða reynslu af og svo duga þær líka lengi. Lykilatriði er að leyfa sápunni að þorna inn á milli og hægt er að fá smart sápudiska sem sjá til þess. Fersk og endurnærandi leið sem hreinsar vel og gefur raka og næringu!

Myndir / Frá framleiðendum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -