Eric Idle svaraði spurningu á X-inu á kaldann en nokkuð réttan hátt.
Á dögunum vakti Eric Idle mikla athygli á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), með svari sínu við spurningu sem einhver hafði skellt á miðilinn. Spurningin var „Hvað var fundið upp í Ameríku? Bannað að nota google.“
Svar gríngoðsagnarinnar var stutt, kalt og sterkt. „Fjöldaskotárásir í skólum…?“
Í ljósi þess að 175 manns hefur dáið í 15 fjöldaskotárásum í grunnskólum og menntaskólum í Bandaríkjunum frá árinu 1999 þegar fjöldamorðið í Colombine menntaskólanum voru framin, til mars á þessu ári er árás var gerð í skóla í í Nashville, Tennessee, voru margir á því að Monty Python-grínistinn hafi hitt naglann á höfuðið.
Sumir bættu við uppfinningum í svari sínu til Idle, meðal annars að raðmorðingjar séu bandarískt fyrirbæri, sem reyndar er rangt. Þá benti annar á að skólaárásirnar hafi orðið til þess að uppfinning eins og skothelt vesti fyrir leikskólabörn, urðu til.
En svo voru það auðvitað einhverjir sem voru afar ósáttir við svar Idle. Einn var svo vitlaus að halda því fram að Eric Idle væri „næstum því fyndinn“, á meðan annar sagði honum að þegja og „syngja um typpi, það var fyndið!“
Fréttin er unnin upp úr frétt Huffington Post.
Mass school shootings….? https://t.co/hDLpr6iouu
— Eric Idle (@EricIdle) November 3, 2023