Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

GDRN fær barnavagn og bílstól að gjöf: „Svo það sé tekið fram þarf hún ekki að skila þessum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, á von á sínu fyrsta barni í júlí en það vakti mikla furðu landsmanna þegar hún fékk gefins barnavörur að andvirði 250 þúsund króna í beinni útsendingu eftir að hún kom fram í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Síðar kom í ljós að um grín væri að ræða og fékk Guðrún Ýr ekki að halda gjöfunum sem voru meðal annars bílstóll og vagn.

„Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ sagði Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar í samtali við Vísi. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“

Barnavöruverslunin Fífa tók málin í sínar eigin hendur og fannst greinilega, líkt og mörgum öðrum, hart vegið að Guðrúnu með þessu gríni. Eigendur verslunarinnar gáfu Guðrúnu vagn og bílstól, greint var frá þessu á Facebook-síðu Fífu.

„Okkur finnst GDRN eiga skilið að fá gjafir. Svo það sé tekið fram þarf hún ekki að skila þessum,“ segir í færslunni.

Gjafirnar frá versluninni eru um 220 þúsund króna virði.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -