Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Jón kveður Akureyri með trega: „Þetta er tími sem ég mun aldrei gleyma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gnarr kveður Akureyri með trega eftir tveggja og hálfs mánaða dvöl þar sem hann lék í leikritinu And Björk of course … .

Leikarinn og grínistinn Jón Gnarr skrifaði færslu í gær á Facebook þar sem hann þakkar Akureyringum fyrir tíma sinn á Akureyri síðustu tvo og hálfan mánuð í höfuðstað Norðurlands.

„Þá er tveggjaoghálfs mánaðar dvöl minni á Akureyri lokið og ég kveð yndislega bæinn með nokkrum trega enda er dvölin búin að vera í alla staði algjörlega mögnuð. Þetta er tími sem ég mun aldrei gleyma.“ Þannig hefst hin einlæga færsla Jóns. Því næst mærir hann leikritið sem hann lék í með myndarbrag.

„Ég er búinn að vera að vinna í Leikhúsinu með frábæru samstarfsfólki. Akureyri má vera mikið stolt af leikhúsinu sínu ! Leikverkið And Björk of course … er íslensk klassík, það er bara þannig, verk sem mun lengi eiga brýnt erindi við samtíma sinn á hverjum tíma. Þorvaldur Þorsteinsson var magnaður listamaður og höfundur og algjörlega einn af höfuðskáldum Akureyrar. Megi nafn hans hljóma og enduróma í verkum hans um alla framtíð. Ég hafði þá ánægju að kynnast Þorvaldi lítillega og líka systur hans Jónu Lísu Þorsteinsdóttur og bróður hans Gunnari Þorsteinssyni.“

Jón telur svo upp allt það sem honum fannst frábært við Akureyri og „Eyjafjörðinn fagra“ en hann segist muna sakna margs.

„Það er margs að sakna. Á þessum 10 vikum hef ég verið frekar virkur þáttakandi í samfélaginu hér. Ég hef labbað um 10 km á dag alla daga og hef því líklega gengið um 700 km um bæinn og nágrenni. Fékk til dæmis einstaka leiðsögn Arnórs Blika um Eyrina en hann veit allt um húsin sem ég er svo forvitinn um. Þannig hef ég náð að kynnast bænum og íbúum hans á algjörlega einstakan hátt. Ég er búinn að gera mörg kjarakaupin í Fjölsmiðjan Akureyri og líklega búinn að fara á milli 40 og 50 sinnum í Skógarböðin. Það er náttúrlega algjörlega einstök perla. Ég er líka búinn að heimsækja aðra staði við Eyjafjörðinn fagra, Dalvík, Grenivík, Hrísey og ófáar ferðir á Hauganes.

Akureyri á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og á bara eftir að vaxa sem samfélag með sína sérstöðu, sögu og menningu.“

- Auglýsing -

Að lokum telur hann upp nokkra einstaklinga sem hann vill þakka sérstaklega fyrir.

„Ég þakka öllum íbúum fyrir hlýjar móttökur og skemmtilegar stundir. Ég kom hingað tognaður á hnéi en eftir meðferð snillingsins Andra Heiðars Ásgrímssonar hjá Efling – sjúkraþjálfun ehf. þá kenni ég mér nú einskis meins! Ég þakka þó mest stjórnendum Menningarfélags Akureyrar, Mörtu Nordal og auðvitað undrabarninu úr Hrísey, Grétu Kristínu Ómarsdóttur fyrir að hafa valið mig og gefið mér tækifæri til að fá að vera með í þessu einstaka og dásamlega verkefni. Takk, takk. Og takk elsku Þórunn Geirsdóttir fyrir að hafa gengið mér í móður stað og dekrað mig og Klaka með hlýju þinni, útsjónarsemi og blíðu leiðsögn.
Hlakka til að hefja svo æfingar og sýningar í Borgarleikhúsinu.
Ætla svo að reyna að koma aftur Norður við fyrsta tækifæri.

Hlýja frá okkur Jógu. Klaki sendir líka kveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -