Mánudagur 29. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Keith Richards drekkur þó hann stundi hreinan lífsstíl: „Því ég er ekki að fara til himna í bráð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rokkgoðsögnin Keith Richards segir að hreini lífsstíllinn sem hann iðkar nú, sé „einstök upplifun“ fyrir hann. Hann drekki þó annað slagið.

Í nýju viðtalið við The Telegraph, við gítarleikara Rollings Stones, sagðist rokkgoðsögnin Keith Richards vera að „reyna að njóta þess að feta beinu brautina,“ nú þegar hann er hættur að nota eiturlyf og sígarettur.

„Ég gaf sígaretturnar upp á bátinn árið 2019,“ útskýrði Richards. „Ég hef ekki snert þær síðan. Ég hætti í heróíninu árið 1978. Ég hætti í kókaíninu árið 2006.“ Bætti hann svo við: „Ég nýt þess enn að drekka annað slagið – því ég er ekki að fara til himna í bráð – en þess fyrir utan, er ég að reyna að njóta þess að feta beinu brautina. Það er einstök upplifun fyrir mig.“

Hinn 79 ára rokkari ræddi einnig um það ferli að eldast. „Ég er blessaður, kannski, að líkamlega heldur þetta bara áfram. Hingað til hef ég ekki átt neitt erfitt með að eldast. Það eru nokkir hræðilegir hlutir sem þú getur séð í framtíðinni, en þú þarft að komast þangað. Ég er sáttur við það að verða áttræður, og enn á fótum, enn með málið. Mér finnst öldrun heillandi ferli. Ef svo væri ekki, þá gætirðu alveg eins framið sjálfsvíg.“

Þrátt fyrir aldurinn eru rokkhundarnir í Rolling Stones hvergi nærri hættir en þann 20 október kemur út nýjasta plata þeirra, Hackney Diomonds.

Hér má sjá fyrsta smáskífulagið af plötunni:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -