Þriðjudagur 10. september, 2024
7.2 C
Reykjavik

Ósáttir aðdáendur: „Talar um jákvæða líkamsímynd og photoshoppar sig samt grennri á myndunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Bebe Rexha hefur verið gagnrýnd fyrir að „fótósjoppa“ myndirnar sínar. Stjarnan sem er 33 ára hefur verið talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar undanfarið, eftir að hafa sagt aðdáendum frá því að hún hafi þyngst. Hins vegar hefur Bebe nú verið sökuð um að photoshoppa myndirnar sínar eftir að hún kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella.

Bebe Rexha á Instagram

Í athugasemdum við tvær myndir þar sem söngkonan klæðist gallabuxur og silkivesti sagði einn aðdáandi: „Bebe talar um jákvæða líkamsímynd og photoshoppar sig samt grennri á myndunum.“

Bebe Rexha á Coachella

Annar fylgjandi söngkönunnar sagði: „Ég er sammála þér. Hún kvartaði yfir því að á TikTik þrifust fitufordómar, svo það er mjög skrítið að sjá hana photoshoppa sjálfa sig svona.“

Sá þriðji tók undir athugasemdirnar: „Bebe Rexha truflar mig mikið því hún reynir að tala um að fólk eigi að elska líkama sinn og svo breytir hún myndunum sínum mikið. Það er svo misvísandi.“

Söngkonan birti þá færslu þar sem hún þakkaði öllum þeim sem höfðu sýnt henni stuðning. Hún sagðist alltaf hafa átt í erfiðleikum með þynd sína. „Ég er að vinna í sjálfri mér á hverjum degi.“ Stjarnan undirbýr nú útgáfu á sinni þriðju plötu sem er væntanleg þann 28.apríl næstkomandi en er platan gerð í samvinnu með rapparanum heimsfræga, Snoop Dogg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -