Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Solla Stirða og Jóhann Berg fótboltamaður gengu í það heilaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir gengu í það í heilaga í dag á Spáni við hátíðlega athöfn. Hinn góðkunni söngvari Eyjólfur Kristjánsson tók lagið og var mikil stemmning á gestunum í blíðskaparveðri.

Mynd skjáskot/Instagram

Jóhann fór á skeljarnar árið 2018, þremur vikum fyrir leik Íslands við Rússland. Hjónin eiga tvö börn saman.

Hólm­fríður Björns­dótt­ir er lög­fræðing­ur, en hún er oftast kölluð Hófý. Hún æfði sam­kvæm­is­dansa og var marg­fald­ur Ís­lands- og Norður­landa­meist­ari bæði í lat­in og ball­room. Aðeins 18 ára göm­ul ákvað hún að taka einka­flug­mann­inn sam­hliða því að klára Versl­un­ar­skóla Íslands, en flutt­ist svo til Dan­merk­ur til að dansa og bjó þar í rúm tvö ár.

Fljót­lega eft­ir að hún flutti aft­ur til Íslands hóf hún nám við Laga­deild Há­skóla Íslands. Á sumr­in starfaði hún sem flug­freyja hjá Icelanda­ir og skemmti um allt land sem Solla Stirða.

Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður spilar fyrir Burnley F.C. í ensku úrvalsdeildinni. Í landliðsleik skoraði Jóhann þrennu gegn Sviss og var sá fyrsti til þess að skora þrennu fyrir íslenska landsliðið í 13 ár. Jóhann lék alla leiki Íslands á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016. Sama ár fór hann frá Charlton Athletic til Burnley F.C. Tímabilið 2019-2020 var Jóhann að mestu plagaður af meiðslum.

Mynd skjáskot/Instagram
Eyjólfur Kristjánsson, söngvari. Mynd skjáskot/Instagram
Mynd skjáskot/Instagram
Mynd skjáskot/Instagram
Mynd skjáskot/Instagram

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -