Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þetta græddi Gerður í Blush í fyrra – „Vá, fólk hefur trú á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það gengur vel hjá Gerði Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem trónir á toppi lista yfir hagnað samlagsfélaga í verslun og þjónustu. Í fyrra hagnaðist hún um 31 milljón króna í gegnum félag sitt HV23 slf. og var hún jafnframt valin markaðsmanneskkja ársins í fyrra.

Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins. Gerður á 83 prósent í áðurnefndu félagi en það kom mörgum á óvart þegar hún var snemma á árinu valin markaðsmanneskja ársins þar sem þau verðlaun hafa aðallega fallið forstjórum stórfyrirtækja í té á undanförnum árum.

Gerður er hins vegar vön að fara eigin leiðir í rekstri. Hún stofnaði kynlífstækjaverslunina Blush árið 2011 þegar hún var aðeins 21 árs gömul. Í dag er hún orðin leiðandi á því sviði og hefur skilað drjúgum hagnaði undanfarin ár. Sjálf er Gerður ekki með stúdentsróf og er greind með lesblindu. 

„Þetta er alltaf að færast í átt frá kláminu og í átt að kynheilbrigði og lýðheilsu. Ég var með einhvern drifkraft inn í mér til að breyta viðhorfum fólks til kynlífstækja. Ég get ekki sagt að ég hafi verið sérfræðingur í kynlífstækjum þegar ég stofnaði Blush en ég fann um leið og ég fór í þennan bransa eða viðskipti að það var þörf á viðhorfsbreytingu og það þurfti að auka fræðslu og bæta ásýnd kynlífstækja á Íslandi,“ sagði Gerður í viðtali við Kastljós fyrr á árinu:

„Ég segi stundum að ég hafi bakað mína eigin köku, þetta er mín uppskrift. Ég fór óhefðbundna leið. Mér gekk aldrei vel í skóla, útskrifaðist með fimm úr öllu í samræmdu prófunum. Mér er minnisstætt þegar ég var í tíunda bekk og það var verið að kjósa alls konar titla og ég var valin bjartasta vonin. Kannski pínu kjánalegt að hugsa til þess núna en þá fékk í fyrsta sinn þessa tilfinningu: Vá, fólk hefur trú á mér. Og mér leið þannig í mörg ár að ég þyrfti að sanna mig, ekki bara fyrir þeim heldur í lífinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -