2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ísabella á sviði Konunglegu dönsku óperunnar

Alþýðuóperan ásamt teymi alþjóðlegra listamanna býður í tónlistarferð inn í heim danslista og leikbrúða við söng ljóða með snert af óperu. Tveir Íslendingar koma að sýningunni, Ísabella Leifsdóttir syngur og leikur burðarhlutverk og Arnar Ingvarsson sér um ljósahönnun. Efni sýningarinnar er mjög áhugavert og fjallar um líkamsímynd og hvað það er sem gerir okkur að manneskjum.

 

Corpo Surreal er sviðsverk um ferðalag fólks á okkar tímum úr böndum menningar og líkamlegra hamla yfir í algjört frelsi. Í ljóðrænum draumheimi birtast yfirnáttúrulegar en þó raunverulegar brúður sem endurspegla líkamsbreytingar sem hægt er að ná með skurðaðgerðum. Markmiðið er persónulegt frelsi, þar sem fólk getur breytt sér og sýnt á sér þær hliðar sem það vill til að ná einstakri sérstöðu.

Ljóð og raunveruleiki bráðna saman í súrrealískan draum þar sem hámark frelsisins og afneitun og harmleikur mannsins skarast. Corpo Surreal truflar nútímaskynjun á náttúrulegum líkama fólks og frelsar það frá hugmyndum um hvað skilgreinir manneskjuna.

Mynd / Søren Meisner

AUGLÝSING


Corpo Surreal verður frumsýnt 4. febrúar í Árósum, síðan sýnt í Konunglegu dönsku óperunni og mun eftir það verða sýnt í  Japan, Egyptalandi og aftur í Danmörku áður en ferðalaginu lýkur á Íslandi í október.

Ísabella Leifsdóttir, sópran frá Alþýðuóperunni, í samstarfi við danska brúðuleikhúsmanninn Svend E. Kristensen frá Sew Flunk Fury Wit, japanska dansarann og kóreógraffarann Yoko Higashino frá Antibodies Collective og heimsþekkta mexíkóska raftónlistarmanninn Murcof taka saman höndum til að skapa heim Corpo Surreal. Ljóð og lög eru skrifuð af Neill Cardinal Furio og ljósahönnun er í höndum Arnars Ingvarssonar.

Upplýsingar um sýningarstaði og miða má fá á althyduoperan.is.

Mynd / Søren Meisner

Mynd / Søren Meisner

Mynd / Søren Meisner

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is