Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Tönnin hans Svedda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveddi Tönn, er á meðal umtöluðustu Íslendinga í dag eftir að hann var handtekinn sem einn af meintum höfuðpaurum í risastóru fíkiefnamáli í Brasilíu.

Sverrir Þór var þekktur sem sölumaður og innflytjandi fíkniefna á árum áður. Hann hefur ekki verið mikið gefinn fyrir sviðsljósið í gegnum tíðna, af skiljanlegum ástæðum. Undantekning varð frá þessu þegar Viktoría Hermannsdóttir, þáverandi blaðamaður DV, náði viðtali við hann árið 2012 þar sem hann var innilokaður í fangaklefa í Suður-Ameríku. Viðtalið fór fram á Skype og þótti  Sveddi vera hreinskilinn þegar hann lýsti aðstæðum sínum og kjörum. Viðtalið var í mynd og sýndi Sveddi aðsbúnað sinn í fangaklefanum. Eftir þetta hefur hann að mestu starfað í kyrrþey þar til nú að viðskipti hans eru í uppnámi. Viðurnefni sitt Tönn fékk hann vegna þess að hann var með einskonar innplant, tönn með vír, sem gekk upp í tannbeinið. Hann átti það til að kippa tönninni út úr sér og stinga henni svo aftur á sama stað með nokkrum tilþrifum ….

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -