Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ástin dugir að eilífu … þangað til hún hættir að vera til

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekkert til sem heitir ást við fyrstu sýn.

Margt við fyrstu sýn blekkir. Hrifning við fyrstu sýn, gredda við fyrstu sýn, en ekki láta það villa þér sýn.

Ást er hugtak sem búið er að brengla mikið í gegnum tíðina; til dæmis í tónlist og kvikmyndum. Ótal söngtextar hafa verið samdir um ástina og hún er oftast það yrkisefni sem textahöfundum finnst þeir knúnir til að fjalla um. Kannski er það auðvelt því ekki þarf að lesa sér til um ástina heldur einungis upplifa hana.

Flestir verða ástfangnir á ævinni, einu sinni eða oftar, en ekki eru allir svo heppnir að ástin sé endurgoldin. En ég er búinn að fá nóg af öllum ástarvellutextunum. “Ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið,” er textabrot frá hljómsveitinni Upplyftingu. Ágætt lag en textinn fær mig til að gubba upp í mig og kyngja ælunni. Svo er um marga texta og sérstaklega þá sem fjalla um óendanlega ást. Ég tel slíka texta geta brenglað væntingar fólks til ástarinnar. Rómantískar kvikmyndir frá Hollywood hafa einnig hjálpað til í þeim efnum.

- Auglýsing -

Ekki ætla ég að boða algjört afturhvarf til raunsæisins, við getum fundið nóg af því í sænskum kvikmyndum, en það er hins vegar ekki slæmt að blanda saman rómantík og raunsæi.

- Auglýsing -

Það er alls ekkert rómantískt við rifrildi, uppvask, klósetthreinsun eða kúkableiuskiptingar (kannski orðinn full raunsæislegur þarna), en þetta er samt allt partur af ástinni.

Hún er veraldleg og helst oft í hendur við innkomu heimilisins. Kröfurnar miklar; góðmennska, trygglyndi, þolinmæði og heilbrigði eru nokkrir veigamiklir þættir sambúðar, en ekki öllum gefnir.

Hin markaðsvædda rómantík nútímans er í raun bara tálsýn gróðahyggju og á lítt skylt við raunveruleikann. En þrátt fyrir að lífið sé ekki alltaf marzipan með bleikri slaufu og fjórtán kirsuberjum er það alveg ágætt.

Eins og með námið, starfið og allt sem þú vilt ná árangri í, þá snýst ástin um vinnu.

Ekki misskilja mig; ég er ekki kaldlynt vélmenni sem geng berserksgang þegar ég heyri lag með Céline Dion. Ég á mínar stundir, er mér sagt, en ekki oft, og það er mér sagt oft.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -