• Orðrómur

Upplifðu tómleikann og tilganginn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Reynt að flýja en fundið er fyrir spegilmynd af aldri – óræðum.
Leitað að vandamálum að glíma við þótt þau séu óvelkomin, með öllu ónauðsynleg.
Tekið inn mest af þvælunni en gengið rösklega framhjá því sem gæðir tilveruna tilgangi. Búnir til heimar í kollinum og reynt að rugla þeim ekki saman. Þeir eiga ekki oft við og vonandi brjótast þeir ekki út.

Starað á mannlífið, landslagið og köttinn sem vill rjóma í skálina en fær vatn. Rjóminn gæti stíflað kransæðarnar.

Hlustað á orð stjórnmálamanna – hol – ógeðsleg; oftast lygar.

- Auglýsing -

Þar sem nóg er af öllu er mest af firringu, lífsleiða, tómleika og öllu þessu tilgangsleysi sem er skrásett vörumerki. Tilgangsleysið herjar án sýnilegrar eða áþreifanlegrar ástæðu.

Nóg að bíta og brenna. En nóg er aldrei nóg og þegar eitthvað er uppfyllt er tilhneigingin oft sú að tæma það eins fljótt og mögulegt er; henda öllu út og innrétta á nýjan leik eftir einhverju öðru en þínu eigin höfði. Fóðra tómleikakenndina og tilgangsleysið.

Svo allar þessar skoðanir,athugasemdir og bullyrðingar sem uppfylla ekki neitt nema þörf fyrir… blásýru.

- Auglýsing -

Keyrðu þig út, ekki njóta andartaksins, uppfylltu skyldur og kröfur samfélagsins. Ekki líða vel nema þú hafir á tilfinningunni að þér líði illa; að öll vellíðan sé búin til úr gerviefnum. Ekki uppfylla kröfur. Upplifðu tilgang. Ekki upplifa tilgang.

Klámvæðum femínismann, áköllum réttrúnað þeirra sem benda í allar áttir og leita aldrei inn á við; bönnum það sem banna má en leyfum annað þangað til næst. Rökræðan er dauðasök.

Láttu markaðsfræðinga nauðga heimilishundinum, tískulöggur kenna börnunum þínum, baðaðu þig í neyslunni – láttu þetta í hendurnar á fólkinu í fenjunum. Fólkið sem byggði upp er dautt eða á stofnunum. Fólkið sem tók við er dautt.

- Auglýsing -

Holdgervingur næstumþvílífsins tyllir sér á toppinn.

Gengið um götur uppfullar af þvottaefni sem nær öllum blettum úr. Úr kallkerfi samfélagsins glymja auglýsingar um auglýsingar.

Ótrúlega hreint og viðbjóðslegt allt.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

HVAR ERU STYRKTARAÐILAR KSÍ?

Hallsteinn Arnarson skrifar:Íþróttum fylgja eftirsóknarverð gildi. Þess vegna vilja fyrirtæki styrkja íþróttastarf og þannig samsama sig slíkum...

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -