Sunnudagur 28. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Svo koma upp sjálfsvígshugsanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir/ Sigurvin Haraldsson

Ég sit hérna og les fréttirnar og rek augun í frétt um mál sem ég tengi mjög mikið við.

Málið tengist ungum dreng sem sem er þolandi eineltis. Það fær mig til að hugsa út í það hvernig honum líður því ég veit hvernig mér leið þegar ég var í hans sporum.

Í skólanum taldi ég niður mínúturnar svo ég gæti drifið mig heim svo ég myndi ekki hitta krakkanna sem voru vond við mig alla daga.

Í dag hugsa ég til þeirra stunda sem mér leið sem verst og lít svo aftur á sjálfan mig, hvernig ég er í dag, vitandi að ég er betri manneskja en þeir sem komu illa fram við mig í barnæsku.

Einnig hugsa ég út í skólayfirvöld og íþróttafélögin sem segjast vera á móti einelti. Þegar kemur í ljós að það er einelti innan þeirra veggja vilja þau ekki kannast við málið. Ég er samt ekki að segja að öll íþróttafélög eða skólar séu þannig en mörg þeirra eru þannig.

- Auglýsing -

Einnig hugsa ég til þeirra sem eru gerendur. Fjölskyldur þeirra og foreldrar halda því gjarnan fram að barnið þeirra mun aldrei leggja aðra einstaklinga í einelti. Gerendur og fjölskyldur þeirra ættu að hugsa sig umm og koma sér í spor þolenda og þeirra fjölskyldu.

Þolandinn er hægt og rólega að deyja að innan mjög kvalarfullum dauða. Þegar sársaukinn er orðinn óbærilegur þá sér fórnarlambið enga aðra undankomuleið en að taka líf sitt.

Einstaklingur sem verður þolandi eineltis fer að fjarlægjast aðra og líður illa. Þolandinn fer að hugsa öðruvísi og þær hugsanir enda alltaf í neikvæðri hugsun. Af hverju líkar engum við mig? Hvað geri ég rangt? Það vill enginn vera vinur/vinkona mín. Svo þegar þessar hugsanir magnast upp þá koma upp enþá verri hugsanir upp. Til dæmis. Það tekur enginn eftir að ég myndi hverfa og svo koma upp sjálfsvígshugsanir.

Þegar einstaklingur fyrirfer sér sitt sitja fjölskyldur uppi með brostin hjörtu og sjaldnast hugmynd um hvað það var sem fékk hinn látna til að taka sitt líf.

- Auglýsing -

Oft er ástæðan sú að gerandi er að kvelja þolandann vegna heimilisaðstæðna eða hvernig þolandinn er. Hvort það tengist áhugamálum eða þroska og þá finnst hinum þolandinn vera gott skotmark. Þolandinn hefur kannski ekki áhuga á íþróttum. Þá er honum/henni strítt út af útliti eða vexti. Stundum snýst þetta um fátækt. Hverju skiptir það hvort skólataskan er rándýr eða notuð eða voru fötin eru rándýr merkjavara, keypt í dýrri verslun eða fengin hjá Rauða Krossinum? Það ætti ekki að skipta máli.

Við erum öll misjöfn með margvísleg áhugamál og með mismunandi bakgrunn.

Það sem fólk fattar ekki þegar það er að leggja aðra í einelti er að þolandinn er hægt og rólega að deyja að innan mjög kvalarfullum dauða. Þegar sársaukinn er orðinn óbærilegur þá sér fórnarlambið enga aðra undankomuleið en að taka líf sitt.

Þá kemur stóra spurningin upp hjá mér. Vilja gerendur hafa morð á samviskunni, vitandi það að þau eru ástæðan að einstaklingurinn sem þau höfðu kvalið meitt og strítt í skólanum ákvað að taka líf sitt.

Gerendur verða að taka inn í dæmið að þau eru ekki bara að ofsækja einn einstakling, þau eru að kvelja alla fjölskyldu hans eða hennar.

Svo er það líka á ábyrgð skólayfirvalda og íþróttafélaganna að þau skula láta þetta viðgangast án þess að aðhafast.

Hvernig væri að skólar landsins og íþróttafélög myndu opna augun og taka á þessum málum og ekki vera fela sig á bakvið lygina sem þau segja að það er ekkert einelti í þeirra skólum eða íþróttafélagi.

Börnin okkar eru á ykkar ábyrgð á meðan þau eru að stunda skóla og íþróttir. Þið eigið að vera verndari þeirra.

En eins og ég sagði þá er þetta mál sem ég tengi mjög mikið við. Það tók hátt í 20 ár fyrir marga starfsmenn skólans míns að gera sér grein fyrir alvarleika eineltismálsins sem ég gekk í gegnum.

Verndum börnin okkar. Þau eru framtíðin og það vill enginn hafa það á samviskunni að vera valdur að dauða einhverns.

Tölum við börnin okkar um alvarleika eineltis og hverjar afleiðingarnar af þeim eru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -