Sunnudagur 28. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

Útbjó námskeið líkt og Disney-teiknimynd: „Að þjálfast í breytingum er eins og að þjálfa vöðva”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Steinunni Ketilsdóttur

Að þjálfast í breytingum er eins og að þjálfa vöðva og við sem einstaklingar erum í mismunandi formi til þess. Við vorum skyndilega öll þvinguð í miklar breytingar á þessu ári sem er á við að hlaupa heilt maraþon eða að taka 150 kg í bekk. Flest erum við enn með smávegis COVID-19 harðsperrur að fást við þriðju bylgjuna þar sem við vorum í mismunandi þjálfun fyrir þá fyrstu en vöðvarnir eru að stækka. Þetta er bara upphafið að þeim breytingum sem eru í fjórðu iðnbyltingunni þar sem við þurfum sífellt að aðlagast nýjum hlutum og líftími þekkingar verður styttri á mörgum sviðum því hraðinn verður það mikill.

Í byrjun árs 2019 hljómaði stafræn fræðsla fyrir mörgum eins og starfsheiti frá Júpíter sem er frekar ólíkt okkur því við erum almennt fljót að fagna nýjungum í tækni en stafræn fræðsla hefur verið vaxandi starfsgrein víða erlendis. En það er svo sem skiljanlegt í okkar litla samfélagi þar sem fjarlægð er lítil og við almennt vön að vera í miklum beinum samskiptum við aðra einstaklinga. Einnig tók það okkur tíma að sjá ávinning af því að fjárfesta í stafrænni fræðslu fyrir starfsmenn á okkar tungumáli, því við erum svo fá. Sem dæmi þarf að huga að nýtingu starfsmanna út frá kostnaði við að útbúa námskeið innanhúss og grípa t.d. aðkeypt sérhæfð eða almenn námskeið eins og við hjá Intellecta erum að útbúa fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem kostnaðurinn dreifist. Ekki eru allir sem gera sér grein fyrir þeim ávinningi.

Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara en við ákváðum að útbúa okkar námskeið í teiknimyndaformi með okkar leikurum og jafnvel í söguformi. Við skrifum handrit, búum til sviðsmyndir og tölum svo inn á fyrir ímyndaða skemmtilega áhorfendur. Sá sem kennir þarf að vanda vel til verka og eyðir meiri tíma í verkið sem skilar sér í meiri gæðum og skilvirkni þar sem aðgengi að fræðslunni er alltaf opið. Líklega má áætla að slík stafræn miðlun spari yfir 70% tíma fyrir þann sem hana sækir. Staðbundin fræðsla heldur áfram enda viljum við tengingu við aðra einstaklinga en tækifærið er að blanda þessu saman með nýjum leiðum. Margir spá því að við munum sjá meira af sýndar- og blönduðum veruleika í nánustu framtíð í stafrænni fræðslu en það má klárlega segja að það séu spennandi tímar fram undan í fræðslumálum.

Höfundur er stjórnunarráðgjafi og leiðir stafræna fræðslu hjá Intellecta og er félagi í FKA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -