Þriðjudagur 30. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Við þurfum ekki nýjan Laugardalsvöll

Ekki er þörf á nýjum velli - Mynd:KSI.is

Mín uppáhaldsíþróttagrein er knattspyrna. Síðan ég man eftir mér hef ég haft fótbolta á heilanum, sérstaklega þegar ég var yngri. Ég hef keppt í knattspyrnu, ég hef dæmt í knattspyrnu, ég hef skrifað um knattspyrnu og svo mætti lengi telja. Eins og gefur að skilja þá eru margir hlutir í knattspyrnuheiminum sem hægt er að ræða fram og til baka. Ein furðulegasta umræðan sem kemur upp aftur og aftur er sú að Ísland þurfi nýjan þjóðarvöll fyrir knattspyrnu. Það er nefnilega lygi að einhver þörf sé á slíku þótt það væri vissulega gaman að mörgu leyti.

Jú, það þarf að laga grasið. Það er óásættanlegt að það sé ekki hægt að spila á Laugardalsvelli allt árið um kring og ég held að um það geti flestir verið sammála. Það þarf að setja hita undir grasið og það þarf að setja alvöru hug og þekkingu í viðhald. En það er í raun og veru það eina sem nauðsynlega þarf að gera. Allar aðrar kröfur sem Laugardalsvöllur stenst ekki eru gerviþarfir sem FIFA og UEFA hafa búið til. Þegar maður skoðar listann yfir þær lagfæringar sem krafist er þá er það galin hugmynd að ætla byggja nýjan völl út af þeim. 

Búningsklefi dómara er of lítill, búningsklefar liða eru of litlir, lyfjaeftirlitsherbergi er of lítið, of fáar sturtur, lýsing fyrir utan völlinn er léleg, aðstaða fyrir fjölmiðla þykir léleg og fleira í þessum dúr. Allt, fyrir utan grasið sjálft, er algjört smotterí í stóra samhenginu og kallar ekki á byggingu nýs vallar. Það er hægt að laga þessa hluti og nóg er af plássi í kringum völlinn til að bæta þetta allt saman. Það er hægt að bæta við sætum allan hringinn og færa innganginn út á risastórt bílastæði sem nánast aldrei notað. En það virðist vera lítill áhugi hjá fólki innan knattspyrnuheimsins á að bæta núverandi völl. Það einfaldlega sér ekkert nema nýjan glæsivöll í slefandi hillingum. En persónulega er mér sama þó að Bruno Fernandes þurfi að bíða í auka fjórar mínútur til að komast í sturtu vegna þess að Ronaldo er svo lengi að þvo á sér hárið eða að það sé örlítið þröngt um Sydney Lohmann á meðan hún er að reima takkaskóna.

En það sem er kannski furðulegast af þessu öllu er að KSÍ gæti fyrir löngu verið búið að laga sumt af þessu með þeim peningum sem sambandið fékk fyrir þátttöku Íslands á EM og HM karla, en nei, það virðist henta betur að skattgreiðendur borgi nýjan völl. Mögulega væri réttlætanlegt að byggja nýjan völl ef Íslendingar hefðu áhuga á að mæta á völlinn, en eins og staðan er í dag er áhugi á báðum landsliðunum í mikilli lægð. Kvennalandsliðið spilaði gegn Þýskalandi, einu besta landsliði heims, í lok október á þessu ári og mættu aðeins 1.300 manns á þann leik. Karlalandsliðið spilaði einnig í október og var fyrsti landsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar í tæp þrjú ár þar á dagskrá. Mætti halda að slíkt myndi draga að áhorfendur, en á þann leik mættu 4.600 áhorfendur. Það er minna en 50% sætanýting. Vissulega var uppselt á leik gegn Portúgal fyrr á árinu en það skrifast á áhuga fólks á Cristiano Ronaldo, einum vinsælasta knattspyrnumanni sögunnar, og menn í þeim gæðaflokki eru ekki að spila á Laugardalsvelli reglulega.

Svo er annar vinkill. Stærstur hluti knattspyrnuunnenda, að minnsta kosti karla megin, á Íslandi er hægri sinnaður þegar kemur að pólitík. Þeim virðist vera alveg sama þó að erlend samtök skipi íslenskum stjórnvöldum fyrir og er sama um þá sóun á skattpeningum sem framkvæmdir á nýjum velli væru. Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma.

Gleðileg jól.

Pistill þessi birtist fyrst í nýjasta blaði Mannlífs sem hægt er að lesa hér.

Jólabörn og jarðskjálftar

Blessuð jólin. Ljósmynd: Pexels - Barry Potts

Í góðum málum

Jólabörn á öllum aldri eru í góðum málum um þessar stundir, enda styttist óðfluga í hátíð ljóss og friðar. Úrvalið á alls konar jóla hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, verið jafn mikið og einmitt nú. Allir tónlistarmenn og ömmur þeirra líka halda jólatónleika og virðist vera uppselt á þá alla. Meira að segja sumir sem sögðust aldrei ætla að halda jólatónleika, eru farnir að halda slíka tónleika en kalla það bara Þorláksmessutónleika. Kóngurinn sjálfur, Bó Halldórs, byrjaði auðvitað á þessu brjálæði og virðist hvergi nærri hættur, enda ku tónleikar vera hans helsta tekjulind.

Jóladagatal æsku minnar sem innihélt aumt súkkulaði, heyrir nú nánast sögunni til, því af hverju ætti maður að vilja fá súkkulaði þegar maður getur fengið legókalla, snyrtivörur, titrara, húðvörur og allt hitt? Og þau sem vilja koma sér í jólaskap í gegnum kvikmyndirnar, þá flæða nú inn á Netflix dísætar og velgjuvekjandi fjöldaframleiddar Hallmark-jólamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda algjörlega óþekkta leikara og þunna söguþræði. En þær eru um jólin og það er nóg til að koma fólki í jólaskapið og það er það eina sem skiptir máli.

Í slæmum málum

Grindvíkingar eru í frekar slæmum málum þessa dagana, það dylst engum. Ástæðan er að sjálfsögðu augljós, en íbúar heils bæjarfélags eru nú á vergangi vegna mögulegs eldgoss, flóttafólk í eigin landi, eins og einhver orðaði það. Reyndar flóttafólk sem fær afar ríkulega aðstoð í formi húsnæðisbóta, niðurfellingu banka á vöxtum og verðbóta af íbúðalánum, tímabundið, og fleira en samt sem áður í afar slæmum málum, því neitar enginn.

Að þurfa að yfirgefa bæinn sinn, heimili sitt og jafnvel atvinnu, á einu augabragði er skelfilegt, en móðir náttúra er ströng móðir sem ekki er hægt að þræta við, heldur neyðumst við mennirnir til að hlýða. En það er eitt sem er mögulega verra en að vera rifinn upp með rótum og neyddur til að flytja inn á fjölskyldumeðlimi eða í ókunnugt leiguhúsnæði, nánast allslaus, en það er nagandi óvissan. Enn er ekki vitað hvort og þá hvenær mun gjósa, né hvar. Hvort kvikan komi upp í miðjum Grindavíkurbæ eða fyrir utan hann. En Grindvíkingar eru heppnir hvað eitt varðar: Á Íslandi býr samheldið fólk sem þrátt fyrir daglegt nöldur og rifrildi á samfélagsmiðlum, stendur við bakið á samlöndum sínum í neyð. Það er eitthvað.

Pistill þessi birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs en hægt er að nálgast vefútgáfu blaðsins með því að þrýsta á þennan hlekk.

Þórunn í uppreisn

Þórunn Sveinbjarnardóttir, leiðtogi Samfylkingar, í Reykjaneskjördæmi er kominn í beina uppreisn gegn nýrri forystu Samfylkingar. Sú staða birtist fólki þegar hún fór beint gegn Jóhanni Páli Jóhannssyni, nánasta bandamanni Kristrúnar Frostadóttur formanns. Jóhann Páll boðaði fjölgun virkjana og lýsti stuðningi við slík áform og að liðka fyrir leyfisveitingum. Hann sagði einhug ríkjandi innan þingflokks Samfylkingar um þessi mál. Þórunn brá skjótt við og sagði Jóhann Pál vera að lýsa sínum eigin skoðununum. Hún fóðraði Morgunblaðið á þeim upplýsingum að óeining væri innan flokksins. Þar með er hún komin í uppreins gegn sitjandi forystu. Örlög hennar gætu orðið þau sömu og hjá Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingmanni, sem hætti á þingi með tilkynningu í Morgunblaðinu án þess að ræða málið við formann sinn.

Þórunn hyggst gefa kost á sér áfram sem leiðtogi í Reykjaneskjördæmi og ekkert fararsnið á henni. Yfir henni vofir að Guðmundur Árni Stefánsson ,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, skori hana á hólm með stuðningi ráðandi forystu flokksins. Fyrir liggur að með yfirlýsingum sínum er Þórunn kominn út í kuldann og á litla von um framhaldslíf í pólitík á vettvangi Samfylkingar. Þórunn er baráttukona og menn skyldu ekki afskrifa hana strax …

Dánarorsök Matthew Perry kynnt

Matthew Perry

Dánarorsök Friends-leikarans Matthew Perry hafa verið kunngjörð.

Eftir að hafa upphaflega frestað því að upplýsa dánarorsök Matthew Perry, á meðan beðið er eftir eiturefnafræðiskýrslu hafa yfirvöld nú deilt nýjum upplýsingum um skyndilegt fráfall Friends stjörnunnar þann 28. október síðastliðinn.

Dánarorsök Perry er „bráðaeinkenni vegna notkunnar á ketamine“ og drukknun. Er litið á andlátið sem slys.

Aðrar ástæður sem leiddi til dauða leikarans dáða er kransæðasjúkdómur og áhrif búprenorfíns, sem er notað til að meðhöndla ópíóíðnotkunarröskun, samkvæmt krufningalæknis.

Perry hafði gengist undir ketamine innrennslismeðferð við þunglyndi og kvíða, rúmlega viku áður en hann lést, samkvæmt eiturefnaskýrslu sem E! News hefur undir höndum. Þrátt fyrir það fundust leifar af lyfinu í maga hans er hann dó sem getur ekki hafa verið frá innrennslismeðferðinni, þar sem helmingunartími ketamine eru þrír til fjórir klukkutímar eða minna.

Í skýrslunni er tekið fram að ekki sé vitað hvaða aðferð Perry notaði við að koma lyfinu í sig.

Ekki var að finna neinar leyfar af alkahóli, amfetamíni, kókaíni, heróini, PCP eða fentanyl í leikaranum, samkvæmt skýrslunni en Perry hafði verið edrú síðustu 19 mánuðina.

Sammkvæmt Pacific Neuroscience Institute er notast við lágskömmtun í ketamine meðferðinni „til að meðhöndla ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi, kvíðaröskun og áfallastreituröskun.“

According to the Pacific Neuroscience Institute, ketamine therapy uses low doses of the dissociative anesthetic medication „to manage various mental health conditions, such as treatment-resistant depression, anxiety disorders, and post-traumatic stress disorder (PTSD).“

Hinn 54 ára leikari fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles 28. október síðastliðinn.

Skólastjóri Verzló ósáttur við sleik tveggja pilta: „Ég tel mig geta skammað nemendur eins og þarf“

Verzlunarskóli Íslands - Mynd: RÚV

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands var ósáttur við sleik sem nemandi hans fór í árið 2005.

Ómar Þór Ómarsson var settur í skammarkrókinn í Verzlunarskóla Íslands af skólastjóranum fyrir að fara í sleik við annan pilt í sjónvarpsþættinum Strákarnir sem sýndur á Stöð 2. Þorvarður Elíasson skólastjóri, var að sögn DV, ósáttur við að Ómar hafi farið í sleik annan pilt en Ómar fékk tíu þúsund krónur í sinn vasa fyrir kossinn.

„Við höfum staðið fyrir starfsemi hér í skólanum sem kölluð er Rjóminn en þar tökum við alls kyns viðburði í skólalífinu upp á myndband og sýnum svo hér á göngunum. Nú hefur mér verið bannað að að sjá um þetta frekar og reyndar fengið skipun frá skólastjóra um að snerta ekki myndbandsupptökuvél hér í skólanum það sem eftir lifir skólaársins,“ sagði Ómar Þór Ómarsson í samtali við DV um málið en tók þó fram að skólastjórinn hafi verið ósáttur með aðra hluti sem Ómar hefur gert.

„Annars var það ekki bara sleikurinn sem fór fýrir brjóstið á skólastjóranum. Frekar annar hrekkur sem við gerðum þegar við læddum laxerolíu í drykk eins nefndarformanns hér í skólanum og tókum hann svo upp með falinni myndavél á salerni þegar hann var kominn með niðurgang af drykknum,“ sagði Ómar Þór, sem skammast sín ekkert fyrir hrekkinn. „Við sýndum upptökuna af stráknum á klósettinu hér í frímínútum og fátt efni frá okkur hefur vakið jafn mikla athygli og kátínu.“.

„Ég tel mig geta skammað nemendur eins og þarf án þess að fara með það á síður DV,“ sagði Þorvarður skólastjóri í Verzló, þegar DV spurði hann út í Ómar.

Saga Skuggabarna: Lalli Johns leiddist út í neysluna eftir vistun á Breiðuvík sem barn

Fæstir kveikja á perunni þegar þeir heyra nafnið Lárus Björn Svavarsson en flestir þekkja hann sem Lalla Johns. Lalli er edrú í dag en hann var einn frægasti útigangsmaður landsins í áratugi.

Lalli var eitt þeirra barna sem vistað var á Breiðuvík og leiðir hann líkum að því að dvölin þar hafi orðið til þess að hann hafi leiðst út í áfengis- og fíknefnaneyslu með þeim afleiðingum sem landsmenn þekkja.

Saga Lalla er sannarlega ein Sagna Skuggabarna og í viðtalinu fer hann yfir lífshlaup sitt, tilkomu viðurnefnisins, neyslunnar og edrúmennskunnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Stattu við áramótaheitið og náðu þér í kúlurass – Svona verður þú fjallageit

Margir hafa þann sið að nota áramótin til að taka upp betri siði og ástunda heilbrigðari lífshætti. Áramótaheit um hreyfingu og útivist eru algeng. Vandinn er hinsvegar sá að gönguferð á nýársdag er bæði upphaf og endir þess áramótaheits.

En það er til leið til þess að standa við áramótaheitin. Ferðafélag Íslands heldur úti fjölbreyttum lýðheilusverkefnum sem taka mið af getu þáttakenda. Fyrir byrjendur er fjallaverkefnið Tifað á tinda frábær leið til að rjúfa vítahringinn. Verkefnið er ætlað öllum þeim sem kjósa að ganga rólega á fjöll og njóta fremur en þjóta. Þá er það kjörið fyrir fólk sem vill byrja að ganga eða endurræsa sig eftir hlé.

Tifað á tinda gengur út á að ganga um helgar frá janúar og fram í maí. Þess utan er gengið á Úlfarsfell alla miðvikudaga. Með þessu móti næst að byggja upp þrek og þol smám saman. Víst er að þeir sem taka verkefnið alvarlega og mæta reglulega í göngurnar uppskera að vori. Við útskrift fá allir viðurkenningu og eru þeir sem mæta 100 prósent verðlaunaðir. Stærstu verðlaunin er þó bæt heilsa, styrkari vöðvar og jafnvel kúlurass.

Fólk greiðir fyrir aðild að Tifað á tinda. Verkefnið er niðurgreitt af stéttarfélögum og jafnvel fyrirtækjum. Kosturinn við að greiða fyrir verkefni er gjarnan sá að fólk mætir frekar. Sá sem skrópar í göngu er að tapa peningum. Sá hvati er ómetanlegur og tryggir gjarnan hámarksárangur. Þetta er aðferðin við að verða fjallageit.

Tifað á tinda er sjálfstætt framhald af Fyrsta skrefinu og Næsta skrefinu sem haldið var úti af Ferðafélagi Íslands allt frá árinu 2016. Hundruð þáttakenda hafa tekið þátt þar og uppskorið betri heilsu til sálar og líkama. Hugmyndafræðin að baki Tifað á tinda er sú sama. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Hér má finna upplýsingar um verkefnið.

Dagbjört ákærð fyrir manndrápið í Bátavogi

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Dagbjört Rúnarsdóttir, 42 ára, hefur verið ákærð af héraðssaksóknara, fyrir manndrápið í Bátavogi.

Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfesti að búið sé að ákæra grunaðan sakborning í Bátavogsmálinu, fyrir manndráp. Samkvæmt DV er sú ákærða Dagbjört Rúnarsdóttir, 42 ára. Ekki verður ákæran birt fjölmiðlum fyrr en sakborningi hefur verið birt hún.

Dagbjört er ásökuð um að hafa banað 58 ára gömlum sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Bátavogi, laugardagskvöldið 21. september. Jafnframt því að vera ákærð fyrir manndráp, hefur hún verið úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Áður hefur Dagbjört hlotið refsidóma, líkt og hinn látni, að mestu fyrir fíkniefnamisferði en aldrei ofbeldi.

 

Eftirlifandi helfararinnar um ástandið á Gaza:„Árás Hamas á Ísrael réttlætir ekki slátrun á börnum“

Marione Ingram

Eftirlifandi helfarar Nasista segir að ekkert réttlæti morð ísraelska hersins á konum og börnum og vill að Joe Biden hætti að senda Ísrael fjárstuðning.

Marione Ingram, 87 ára eftirlifandi helfarar Nasista var í viðtali í nóvember hjá Democrazy Now fréttamiðlinum en myndbrot úr viðtalinu hefur verið mikið í dreifingu á samfélagsmiðlum þessa dagana, í takt við sífellt stækkandi tölu af látnum börnum á Gaza. Í viðtalinu segist hún hafa verið barn í stríði, hún hafi lifað af sprengingar bandamanna í Hamburg í júlí 1943 og sömuleiðis lifað af helför Nasista. Segir hún að ekkert réttlæti fjöldamorð á börnum, ekki einu sinni hræðilegar árásir Hamas-liða á ísraelska borgara 7. október. „Þetta er sársaukafullt fyrir mig, einhvern sem hefur upplifað allan þennan hrylling sem Gaza-búar eru að upplifa nú, og jafnvel árásir Hamas í Ísrael. En árás Hamas á Ísrael réttlætir ekki slátrun á konum og börnum, sérstaklega ekki á börnum,“ sagði Marione og hélt áfram. „Ég var barn í stríði. Ég hef upplifað alla þessa hluti. Og ég veit fyrir víst að það sem Ísrael er að gera mun ekki enda átökin, heldur þvert á móti stórauka þau. Þetta mun auka andstöðuna. Mér finnst að Biden eigi að hætta alveg að styrkja Ísrael fjárhagslega. Ég held að hann ætti ekki bara að krefjast vopnahlés, heldur þarf hann að fara að hugsa um frið.“

Hér má sjá viðtalsbrotið sem er í dreifingu:

Starfsmaður Bónuss áreittur vegna jólabókar: „Enginn óeðlilegur þrýstingur hér“

Snorri Másson fjallar um Þorstein Einarsson í nýjum þætti - Mynd: Skjáskot

Fjölmiðlamiðlamaðurinn Snorri Másson gerir bókaútgáfu Þorsteins Einarssonar að umtalsefni í nýjum þætti fjölmiðlamannsins. Þar segir bendir Snorri á þá staðreynd að Þorsteinn hafi beðið fylgjendur sína, sem eru tæplega 22 þúsund, að senda tilteknum starfsmanni Bónuss tölvupóst og krefja starfsmanninn um að leyfa sölu á bók Þorsteins í Bónus. Fyrirtækið hafði þá ákveðið að selja bókina ekki í búðum sínum. Bók Þorsteins heitir Þriðja Vaktin og er „jafnréttishandbók heimilisins“ en bókina skrifar Þorsteinn með Huldu Tölgyes, eiginkonu sinni.

„Enginn óeðlilegur þrýstingur hér að siga 22 þúsund fylgjenda sinna beint á netfangið hjá Ester. Engin áreitni í því. Nei, bara forvitni,“ sagði Snorri á kaldhæðinn máta.

Hægt er að sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan

 

Sýningin Jólin hans Hallgríms slær í gegn í Hallgrímskirkju: „Börnunum fannst svo gaman“

Jólasýningin Jólin hans Hallgríms hafa slegið í gegn í Hallgrímskirkju í desember.

Í fréttatilkynningu frá Hallgrímskirkju segir að sýningin Jólin hans Hallgríms hafi slegið rækilega í gegn í desember en nú þegar hafa um 600 börn á aldrinum þriggja til tólf ára séð sýninguna. Sýningin byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur en þetta er í níunda skiptið sem hún er sett upp. Fjallar bókin um undirbúning jólanna hjá Hallgrími Péturssyni er hann var ungur drengur.

Fréttatilkynninguna má lesa hér fyrir neðan:

„Börnunum fannst svo gaman og þau fylgdust svo náið með að það mátti heyra saumnál detta“, var haft eftir kennara sem fylgdi börnum á sýninguna „Jólin hans Hallgríms“ í Hallgrímskirkju. 

Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur og er þetta í níunda sinn sem sagan er sett upp. Bókin segir frá undirbúningi jólanna hjá Hallgrími Péturssyni sem ungum dreng og fjölskyldu hans. 

Í þessari glænýju sviðsetningu Pálma Freys Haukssonar og Níelsar Thibaud Girerd fá börnin að heimsækja gamla baðstofu á sveitabænum Gröf á Höfðaströnd, sem sett hefur verið upp í Norðursal kirkjunnar, og kynnast því hvernig jólin voru haldin hátíðleg fyrir 400 árum. 

Leikararnir bregða sér í líki persóna bókarinnar og sjá má þar á meðal Hallgrím Pétursson sem sjö ára prakkara. 

Þótt margt hafi breyst á fjórum öldum er þó ýmislegt kunnuglegt við undirbúning jólanna og þá helst hvernig ljós kviknar í hjörtum mannanna þótt skammdegismyrkur grúfi yfir. 

„Jólin hans Hallgríms“ verður sýnd dagana 1.-21. desember og hafa nú þegar sexhundruð börn á aldrinum 3-12 ára séð sýninguna. Börn sem koma á sýninguna fá einnig leiðsögn um kirkjuna og syngja með Birni Steinari Sólbergssyni sem spilar skemmtileg jólalög og segir frá orgeli Hallgrímskirkju, sem er stærsta hljóðfæri landsins. Sýningin er hluti af barna- og menningarstarfi Hallgrímskirkju og er skólahópum heimsóknin þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að bóka heimsókn fyrir skólahópa með því að senda á [email protected].

“Mér fannst ótrúlega gaman, en heitir þú í alvörunni Hallgrímur”?

– Nemandi úr 3. bekk, Melaskóla

Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir frá sýningunni.



Steinunn hæðist að orðum Katrínar Jakobsdóttur: „Ráðamenn tala ekki tungumál sem neinn skilur“

Katrín Jakobsdóttir er á COP28

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hæðist að orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Facebook-færslu.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hnaut um orð sem Katrín Jakobsdóttir notaði í fréttum í gær er hún ræddi um stöðuna á Gaza og öryggi íslenskra ráðamanna gagnvart mótmælendum. Þar kallaði hún þjóðarmorðið sem framið er á Palestínumönnum „mannúðarhörmung“. Steinunn spyr hvort það sé skrítið að „íslenskan eigi undir högg að sækja … Ráðamenn tala ekki tungumál sem neinn skilur.“

Brasilískur söngvari lést á sviði í miðju lagi – MYNDBAND

Pedro var aðeins þrítugur

Sorglegur atburður átti sér stað á miðvikudagskvöldinu 13. desember en þá var brasilíski gospel-söngvarinn Pedro Henrique að syngja á sviði þegar hann hneig niður. Söngvarinn var í miklu stuði og var að syngja lagið Vai Ser Tão Lindo þegar hann virtist missa jafnvægið og féll aftur fyrir sig.

Vinir Henrique komu honum til aðstoðar um leið á meðan áhorfendur horfðu á skelfingu lostnir. Söngvaranum var komið strax á sjúkrahús en hann var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Útgefandi hans segir að hann hafi fengið hjartaáfall. Hann var 30 ára gamall.

Hægt er að horfa á atvikið hér en það er ekki fyrir viðkvæma.

Herra Hnetusmjör og Sara eru trúlofuð – Sjáðu hringinn!

Hið nýtrúlofaða par Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Castañeda eru trúlofuð.

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar í gær og bað kærustu sína, Söru Linneth um að giftast sér. Og auðvitað sagði Sara já!.

Sara birti ljósmynd af trúlofunarhring á fingri sínum í gær á Instagram en myndinni fylgdi eitt orð: „Já“ og tvö hjörtu.

Parið kynntist í meðferð á Vogi árið 2016 en eru í dag edrú og eiga saman drengina Björgvin Úlf og Krumma Stein.

Mannlíf óskar parinu til hamingju með trúlofunina!

Hér má sjá hringinn fallega:

Fallegur er hann
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Viltu vinna G-blettstitrara? – Glataðar ástir og misheppnuð stefnumót færa gott í kroppinn

Lumar þú á glataðri ástarsögu? Smásagnakeppni Mannlífs.

Mannlíf efnir til smásagnakeppni í tilefni af nýjum hlaðvarpsþáttum.

Allir elska ást, en ástin er flókin, sóðaleg, berrassandi og oft og tíðum pínlega vonlaus.

Nýjasti hlaðvarpsþáttur Mannlífs ber heitið Glataðar ástir. Í þáttunum munu þau Lára Garðarsdóttir og Björgvin Gunnarsson fjalla um ástarsögur sem allar eiga það sameiginlegt að vera glataðar. Fjallað verður um misheppnuð stefnumót, vandræðalegar uppákomur í tilhugalífinu, sorgleg endalok ástarinnar og allt þar á milli.

Þrátt fyrir hafsjó af persónulegum sögum þáttastjórnenda af glötuðum ástum, leita þau til almennings og efna til smásagnakeppni. Smásögurnar þurfa að fjalla um misheppnuð atvik eða atburði er varða tilhuga- og ástalífið. Sagan verður að vera að minnsta kosti 400 orð. Þá verða sögurnar einnig að vera sannar. Mannlíf áskilur sér rétt til þess að fjalla um sögurnar í hlaðvarpsþáttunum, Glataðar ástir.

Fullnægjandi og lostafull verðlaun verða veitt fyrir þrjár glötuðustu ástarsögurnar.

Skilafrestur fyrir keppnina er 3. janúar 2024, svo nú er lag, kæru lesendur, að munda pennann og rifjið upp glataðar ástir úr lífi ykkar.

Sögurnar skulu sendar á netfangið [email protected] merktar „Glötuð ást“.

Fullrar nafnleyndar er heitið sé þess óskað.

Fáni Palestínu blaktir við Herðubreið: „Við þurfum stundum að þora en ekki þegja“

Um tveggja mánaða skeið hefur palestínski fáninn blakt við hún við félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði. Margt var um manninn á friðarstund sem haldin var síðastliðinn sunnudag í Seyðisfjarðarkirkju.

Það komst í fréttirnar þegar Reykjavíkurborg lét taka niður palestínska fánann sem ókunnugir stuðningsmenn þjóðarinnar í austri settu upp við Ráðhús Reykjavíkur á degi alþjóðlegrar samstöðu með Palestínu. Á hinum enda Íslands, hefur fáninn hins vegar fengið að blakta í um það bil tvo mánuði, við félagsheimili Seyðisfjarðar, Herðubreið.

„Við drógum fánann að húni fljótlega eftir að átökin hófust og við sáum í hvað stefndi.
Að setja hann upp er mín leið til að sýna einhvers konar stuðning. Við erum að verða vitni að hræðilegum atburðum. Við þurfum stundum að þora en ekki þegja en manni finnst maður hálf máttlaus í þessum aðstæðum, sérstaklega þegar ríkisstjórnin talar ekki máli manns,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, staðarhaldari í Herðubreið í samtali við Austurfrétt.

Þá segist hún finna fyrir samhug vegna fánans. „Það var kona hér í bænum sem gaf okkur fánann. Við höfum annars ekki fengin nein viðbrögð. Ég held við séum öll sammála um að það sem er að gerast, að heilli þjóð sé útrýmt fyrir framan nefið á okkur, sé hræðilegt.“

Sesselja kom að fjölmennri friðarstund í Seyðisfjarðarkirkju síðastliðinn sunnudag. „Félagið Ísland-Palestína hafði samband því það var alþjóðlegur mannréttindadagur og mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 75 ára í ár. Í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri voru mótmæli og við vorum beðin um að vera með. Ég hafði samband við prestinn og við tókum annan pól í hæðina þar sem kveikt var á kertum og sögð falleg orð. Það var margt um manninn því eins og ég segi þá held á við séum öll sammála, óháð allri pólitík, um að ástandið sé hræðilegt. Þegar hafa verið drepin yfir 8.000 börn og 20.000 manns og reiknað með að 1.400 börn deyi milli jóla og nýárs ef átökunum linnir ekki.“

HSÍ svarar engu um Arnarlax þrátt fyrir loforð um annað

HSÍ og Guðmundur formaður samdi við eitt umdeildasta fyrirtæki landsins

Formaður HSÍ hefur ekki staðið við gefin orð.

Í lok nóvember sendi Mannlíf fyrirspurn á Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, varðandi styrktarsamning sem sambandið gerði við fiskeldisfyrirtækið Arnarlax en fyrirtækið hefur verið eitt af umdeildustu fyrirtækjum landsins undanfarin ár og hefur verið sakað um að valda íslensku lífríki miklum skaða. Óhætt er að segja að samningurinn hafi valdið uppnámi í samfélaginu en Guðmundur Guðmundsson, sigursælasti landsliðsþjálfari í sögu Íslands, kallaði samninginn hneyksli og sagði hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort. Í framhaldi af því hætti Davíð Lúther Sigurðarson í stjórn HSÍ en hann sá um markaðs- og kynningarmál fyrir sambandið. Í bréfi sem Davíð sendi fjölmiðlum greindi hann frá því að formaður og framkvæmdastjóri HSÍ hafi ekki ráðfært sig við hann um þennan samning. Þá hefur Mannlíf heimildir fyrir því að margir fyrrverandi landsliðsmenn séu ósáttir með þennan samning.

Daginn eftir að Mannlíf sendi fyrirspurnina svaraði formaður HSÍ að hann væri á leiðinni út til Noregs að fylgjast með HM kvenna en hann myndi svara spurningum Mannlífs um leið að hann hefði til þess tök. Nú rúmum tveimur vikum seinna hefur ekkert svar borist þrátt fyrir ítrekanir.

Dimmustu dagar ársins standa undir nafni

Mynd tengist fréttinni ekki beint

Gular viðvaranir verða áfram í gildi í dag og gera má ráð fyrir hvassviðri víða á landinu. Dimm él og ofankoma hefur verið á landinu síðasta sólarhringinn en búast má við slíku veðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fólk er því hvatt til þess að fara varlega í umferðinni.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast mega við rólegra veðri á laugardag: „Annað kvöld dregur heldur úr vindi, en á sunnudaginn er aftur von á hlýju lofti með sunnanátt og slyddu eða snjókomu. Það er því umhleypingasamt næstu daga,“

 

Íbúa í Garðabæ var brugðið í gærkvöldi

Mynd/logreglan.is

Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um umferðaróhapp þar sem bifreið hafði verið ekið á vegg. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn á vettvangi. Síðar um kvöldið hafði íbúi í Reykjavík samband við lögreglu eftir að brotist hafði verið inn í bifreið viðkomandi.

Íbúa í Garðabæ var brugðið í gær eftir að brotist hafði verið inn á heimili hans. Tveir menn voru handteknir stuttu síðar, grunaðir um verknaðinn. Báðir voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í gærkvöldi. Annað í Kópavogi og hitt í Garðabæ. Sem betur fer slasaðist enginn en eitthvað tjón varð á ökutækjum. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði tvo ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.

 

 

Sonur Guðbjargar rekinn

Þrátt fyrir mikinn auð situr ríkasta kona Íslands, Guðbjörg Matthíasdóttir, ekki á friðarstóli innan fjölskyldu sinnar. Synir Guðbjargar, undir forystu Einars Sigurðssonar,  fara nú með meirihlutaeign í Ísfélaginu og tengdum félögum. Nýverið var Ísfélagið sameinað Ramma á Siglufirði og félögin sett á markað.

Í Heimildinni, sem kom út í morgun, segir frá því að sonur Guðbjargar, Sigurður Sigurðsson, hafi ekki mætt til að vera viðstaddur þegar Guðbjörg fékk þann heiður að hringja félagið inn í Kauphöllina. Í grein Heimildarinnar sem Ingi Freyr Vilhjálmsson skrifar kemur fram að innan fjölskyldu Guðbjargar ríki óeining eftir að Sigurður var rekinn sem skipstjóri og stýrimaður af einu uppsjávarskipa Ísfélagsins. Nú talist fólk ekki lengur við og Sigurður, sem fer með stóran hlut í félaginu eins og bræður hans hafi verið fjarverandi þegar móðir hans hringdi Ísfélagið inn í Kauphöllinna. Í grein Heimildarinnar er haft eftir heimildarmanni í Eyjum að málið sé fjölskylduharmleikur og það verði lítið um jól og piparkökur í fjölskyldunni.

Það er sitthvað hamingja eða auðlegð …

Við þurfum ekki nýjan Laugardalsvöll

Ekki er þörf á nýjum velli - Mynd:KSI.is

Mín uppáhaldsíþróttagrein er knattspyrna. Síðan ég man eftir mér hef ég haft fótbolta á heilanum, sérstaklega þegar ég var yngri. Ég hef keppt í knattspyrnu, ég hef dæmt í knattspyrnu, ég hef skrifað um knattspyrnu og svo mætti lengi telja. Eins og gefur að skilja þá eru margir hlutir í knattspyrnuheiminum sem hægt er að ræða fram og til baka. Ein furðulegasta umræðan sem kemur upp aftur og aftur er sú að Ísland þurfi nýjan þjóðarvöll fyrir knattspyrnu. Það er nefnilega lygi að einhver þörf sé á slíku þótt það væri vissulega gaman að mörgu leyti.

Jú, það þarf að laga grasið. Það er óásættanlegt að það sé ekki hægt að spila á Laugardalsvelli allt árið um kring og ég held að um það geti flestir verið sammála. Það þarf að setja hita undir grasið og það þarf að setja alvöru hug og þekkingu í viðhald. En það er í raun og veru það eina sem nauðsynlega þarf að gera. Allar aðrar kröfur sem Laugardalsvöllur stenst ekki eru gerviþarfir sem FIFA og UEFA hafa búið til. Þegar maður skoðar listann yfir þær lagfæringar sem krafist er þá er það galin hugmynd að ætla byggja nýjan völl út af þeim. 

Búningsklefi dómara er of lítill, búningsklefar liða eru of litlir, lyfjaeftirlitsherbergi er of lítið, of fáar sturtur, lýsing fyrir utan völlinn er léleg, aðstaða fyrir fjölmiðla þykir léleg og fleira í þessum dúr. Allt, fyrir utan grasið sjálft, er algjört smotterí í stóra samhenginu og kallar ekki á byggingu nýs vallar. Það er hægt að laga þessa hluti og nóg er af plássi í kringum völlinn til að bæta þetta allt saman. Það er hægt að bæta við sætum allan hringinn og færa innganginn út á risastórt bílastæði sem nánast aldrei notað. En það virðist vera lítill áhugi hjá fólki innan knattspyrnuheimsins á að bæta núverandi völl. Það einfaldlega sér ekkert nema nýjan glæsivöll í slefandi hillingum. En persónulega er mér sama þó að Bruno Fernandes þurfi að bíða í auka fjórar mínútur til að komast í sturtu vegna þess að Ronaldo er svo lengi að þvo á sér hárið eða að það sé örlítið þröngt um Sydney Lohmann á meðan hún er að reima takkaskóna.

En það sem er kannski furðulegast af þessu öllu er að KSÍ gæti fyrir löngu verið búið að laga sumt af þessu með þeim peningum sem sambandið fékk fyrir þátttöku Íslands á EM og HM karla, en nei, það virðist henta betur að skattgreiðendur borgi nýjan völl. Mögulega væri réttlætanlegt að byggja nýjan völl ef Íslendingar hefðu áhuga á að mæta á völlinn, en eins og staðan er í dag er áhugi á báðum landsliðunum í mikilli lægð. Kvennalandsliðið spilaði gegn Þýskalandi, einu besta landsliði heims, í lok október á þessu ári og mættu aðeins 1.300 manns á þann leik. Karlalandsliðið spilaði einnig í október og var fyrsti landsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar í tæp þrjú ár þar á dagskrá. Mætti halda að slíkt myndi draga að áhorfendur, en á þann leik mættu 4.600 áhorfendur. Það er minna en 50% sætanýting. Vissulega var uppselt á leik gegn Portúgal fyrr á árinu en það skrifast á áhuga fólks á Cristiano Ronaldo, einum vinsælasta knattspyrnumanni sögunnar, og menn í þeim gæðaflokki eru ekki að spila á Laugardalsvelli reglulega.

Svo er annar vinkill. Stærstur hluti knattspyrnuunnenda, að minnsta kosti karla megin, á Íslandi er hægri sinnaður þegar kemur að pólitík. Þeim virðist vera alveg sama þó að erlend samtök skipi íslenskum stjórnvöldum fyrir og er sama um þá sóun á skattpeningum sem framkvæmdir á nýjum velli væru. Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma.

Gleðileg jól.

Pistill þessi birtist fyrst í nýjasta blaði Mannlífs sem hægt er að lesa hér.

Jólabörn og jarðskjálftar

Blessuð jólin. Ljósmynd: Pexels - Barry Potts

Í góðum málum

Jólabörn á öllum aldri eru í góðum málum um þessar stundir, enda styttist óðfluga í hátíð ljóss og friðar. Úrvalið á alls konar jóla hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, verið jafn mikið og einmitt nú. Allir tónlistarmenn og ömmur þeirra líka halda jólatónleika og virðist vera uppselt á þá alla. Meira að segja sumir sem sögðust aldrei ætla að halda jólatónleika, eru farnir að halda slíka tónleika en kalla það bara Þorláksmessutónleika. Kóngurinn sjálfur, Bó Halldórs, byrjaði auðvitað á þessu brjálæði og virðist hvergi nærri hættur, enda ku tónleikar vera hans helsta tekjulind.

Jóladagatal æsku minnar sem innihélt aumt súkkulaði, heyrir nú nánast sögunni til, því af hverju ætti maður að vilja fá súkkulaði þegar maður getur fengið legókalla, snyrtivörur, titrara, húðvörur og allt hitt? Og þau sem vilja koma sér í jólaskap í gegnum kvikmyndirnar, þá flæða nú inn á Netflix dísætar og velgjuvekjandi fjöldaframleiddar Hallmark-jólamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda algjörlega óþekkta leikara og þunna söguþræði. En þær eru um jólin og það er nóg til að koma fólki í jólaskapið og það er það eina sem skiptir máli.

Í slæmum málum

Grindvíkingar eru í frekar slæmum málum þessa dagana, það dylst engum. Ástæðan er að sjálfsögðu augljós, en íbúar heils bæjarfélags eru nú á vergangi vegna mögulegs eldgoss, flóttafólk í eigin landi, eins og einhver orðaði það. Reyndar flóttafólk sem fær afar ríkulega aðstoð í formi húsnæðisbóta, niðurfellingu banka á vöxtum og verðbóta af íbúðalánum, tímabundið, og fleira en samt sem áður í afar slæmum málum, því neitar enginn.

Að þurfa að yfirgefa bæinn sinn, heimili sitt og jafnvel atvinnu, á einu augabragði er skelfilegt, en móðir náttúra er ströng móðir sem ekki er hægt að þræta við, heldur neyðumst við mennirnir til að hlýða. En það er eitt sem er mögulega verra en að vera rifinn upp með rótum og neyddur til að flytja inn á fjölskyldumeðlimi eða í ókunnugt leiguhúsnæði, nánast allslaus, en það er nagandi óvissan. Enn er ekki vitað hvort og þá hvenær mun gjósa, né hvar. Hvort kvikan komi upp í miðjum Grindavíkurbæ eða fyrir utan hann. En Grindvíkingar eru heppnir hvað eitt varðar: Á Íslandi býr samheldið fólk sem þrátt fyrir daglegt nöldur og rifrildi á samfélagsmiðlum, stendur við bakið á samlöndum sínum í neyð. Það er eitthvað.

Pistill þessi birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs en hægt er að nálgast vefútgáfu blaðsins með því að þrýsta á þennan hlekk.

Þórunn í uppreisn

Þórunn Sveinbjarnardóttir, leiðtogi Samfylkingar, í Reykjaneskjördæmi er kominn í beina uppreisn gegn nýrri forystu Samfylkingar. Sú staða birtist fólki þegar hún fór beint gegn Jóhanni Páli Jóhannssyni, nánasta bandamanni Kristrúnar Frostadóttur formanns. Jóhann Páll boðaði fjölgun virkjana og lýsti stuðningi við slík áform og að liðka fyrir leyfisveitingum. Hann sagði einhug ríkjandi innan þingflokks Samfylkingar um þessi mál. Þórunn brá skjótt við og sagði Jóhann Pál vera að lýsa sínum eigin skoðununum. Hún fóðraði Morgunblaðið á þeim upplýsingum að óeining væri innan flokksins. Þar með er hún komin í uppreins gegn sitjandi forystu. Örlög hennar gætu orðið þau sömu og hjá Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingmanni, sem hætti á þingi með tilkynningu í Morgunblaðinu án þess að ræða málið við formann sinn.

Þórunn hyggst gefa kost á sér áfram sem leiðtogi í Reykjaneskjördæmi og ekkert fararsnið á henni. Yfir henni vofir að Guðmundur Árni Stefánsson ,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, skori hana á hólm með stuðningi ráðandi forystu flokksins. Fyrir liggur að með yfirlýsingum sínum er Þórunn kominn út í kuldann og á litla von um framhaldslíf í pólitík á vettvangi Samfylkingar. Þórunn er baráttukona og menn skyldu ekki afskrifa hana strax …

Dánarorsök Matthew Perry kynnt

Matthew Perry

Dánarorsök Friends-leikarans Matthew Perry hafa verið kunngjörð.

Eftir að hafa upphaflega frestað því að upplýsa dánarorsök Matthew Perry, á meðan beðið er eftir eiturefnafræðiskýrslu hafa yfirvöld nú deilt nýjum upplýsingum um skyndilegt fráfall Friends stjörnunnar þann 28. október síðastliðinn.

Dánarorsök Perry er „bráðaeinkenni vegna notkunnar á ketamine“ og drukknun. Er litið á andlátið sem slys.

Aðrar ástæður sem leiddi til dauða leikarans dáða er kransæðasjúkdómur og áhrif búprenorfíns, sem er notað til að meðhöndla ópíóíðnotkunarröskun, samkvæmt krufningalæknis.

Perry hafði gengist undir ketamine innrennslismeðferð við þunglyndi og kvíða, rúmlega viku áður en hann lést, samkvæmt eiturefnaskýrslu sem E! News hefur undir höndum. Þrátt fyrir það fundust leifar af lyfinu í maga hans er hann dó sem getur ekki hafa verið frá innrennslismeðferðinni, þar sem helmingunartími ketamine eru þrír til fjórir klukkutímar eða minna.

Í skýrslunni er tekið fram að ekki sé vitað hvaða aðferð Perry notaði við að koma lyfinu í sig.

Ekki var að finna neinar leyfar af alkahóli, amfetamíni, kókaíni, heróini, PCP eða fentanyl í leikaranum, samkvæmt skýrslunni en Perry hafði verið edrú síðustu 19 mánuðina.

Sammkvæmt Pacific Neuroscience Institute er notast við lágskömmtun í ketamine meðferðinni „til að meðhöndla ýmsa andlega kvilla á borð við þunglyndi, kvíðaröskun og áfallastreituröskun.“

According to the Pacific Neuroscience Institute, ketamine therapy uses low doses of the dissociative anesthetic medication „to manage various mental health conditions, such as treatment-resistant depression, anxiety disorders, and post-traumatic stress disorder (PTSD).“

Hinn 54 ára leikari fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles 28. október síðastliðinn.

Skólastjóri Verzló ósáttur við sleik tveggja pilta: „Ég tel mig geta skammað nemendur eins og þarf“

Verzlunarskóli Íslands - Mynd: RÚV

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands var ósáttur við sleik sem nemandi hans fór í árið 2005.

Ómar Þór Ómarsson var settur í skammarkrókinn í Verzlunarskóla Íslands af skólastjóranum fyrir að fara í sleik við annan pilt í sjónvarpsþættinum Strákarnir sem sýndur á Stöð 2. Þorvarður Elíasson skólastjóri, var að sögn DV, ósáttur við að Ómar hafi farið í sleik annan pilt en Ómar fékk tíu þúsund krónur í sinn vasa fyrir kossinn.

„Við höfum staðið fyrir starfsemi hér í skólanum sem kölluð er Rjóminn en þar tökum við alls kyns viðburði í skólalífinu upp á myndband og sýnum svo hér á göngunum. Nú hefur mér verið bannað að að sjá um þetta frekar og reyndar fengið skipun frá skólastjóra um að snerta ekki myndbandsupptökuvél hér í skólanum það sem eftir lifir skólaársins,“ sagði Ómar Þór Ómarsson í samtali við DV um málið en tók þó fram að skólastjórinn hafi verið ósáttur með aðra hluti sem Ómar hefur gert.

„Annars var það ekki bara sleikurinn sem fór fýrir brjóstið á skólastjóranum. Frekar annar hrekkur sem við gerðum þegar við læddum laxerolíu í drykk eins nefndarformanns hér í skólanum og tókum hann svo upp með falinni myndavél á salerni þegar hann var kominn með niðurgang af drykknum,“ sagði Ómar Þór, sem skammast sín ekkert fyrir hrekkinn. „Við sýndum upptökuna af stráknum á klósettinu hér í frímínútum og fátt efni frá okkur hefur vakið jafn mikla athygli og kátínu.“.

„Ég tel mig geta skammað nemendur eins og þarf án þess að fara með það á síður DV,“ sagði Þorvarður skólastjóri í Verzló, þegar DV spurði hann út í Ómar.

Saga Skuggabarna: Lalli Johns leiddist út í neysluna eftir vistun á Breiðuvík sem barn

Fæstir kveikja á perunni þegar þeir heyra nafnið Lárus Björn Svavarsson en flestir þekkja hann sem Lalla Johns. Lalli er edrú í dag en hann var einn frægasti útigangsmaður landsins í áratugi.

Lalli var eitt þeirra barna sem vistað var á Breiðuvík og leiðir hann líkum að því að dvölin þar hafi orðið til þess að hann hafi leiðst út í áfengis- og fíknefnaneyslu með þeim afleiðingum sem landsmenn þekkja.

Saga Lalla er sannarlega ein Sagna Skuggabarna og í viðtalinu fer hann yfir lífshlaup sitt, tilkomu viðurnefnisins, neyslunnar og edrúmennskunnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Stattu við áramótaheitið og náðu þér í kúlurass – Svona verður þú fjallageit

Margir hafa þann sið að nota áramótin til að taka upp betri siði og ástunda heilbrigðari lífshætti. Áramótaheit um hreyfingu og útivist eru algeng. Vandinn er hinsvegar sá að gönguferð á nýársdag er bæði upphaf og endir þess áramótaheits.

En það er til leið til þess að standa við áramótaheitin. Ferðafélag Íslands heldur úti fjölbreyttum lýðheilusverkefnum sem taka mið af getu þáttakenda. Fyrir byrjendur er fjallaverkefnið Tifað á tinda frábær leið til að rjúfa vítahringinn. Verkefnið er ætlað öllum þeim sem kjósa að ganga rólega á fjöll og njóta fremur en þjóta. Þá er það kjörið fyrir fólk sem vill byrja að ganga eða endurræsa sig eftir hlé.

Tifað á tinda gengur út á að ganga um helgar frá janúar og fram í maí. Þess utan er gengið á Úlfarsfell alla miðvikudaga. Með þessu móti næst að byggja upp þrek og þol smám saman. Víst er að þeir sem taka verkefnið alvarlega og mæta reglulega í göngurnar uppskera að vori. Við útskrift fá allir viðurkenningu og eru þeir sem mæta 100 prósent verðlaunaðir. Stærstu verðlaunin er þó bæt heilsa, styrkari vöðvar og jafnvel kúlurass.

Fólk greiðir fyrir aðild að Tifað á tinda. Verkefnið er niðurgreitt af stéttarfélögum og jafnvel fyrirtækjum. Kosturinn við að greiða fyrir verkefni er gjarnan sá að fólk mætir frekar. Sá sem skrópar í göngu er að tapa peningum. Sá hvati er ómetanlegur og tryggir gjarnan hámarksárangur. Þetta er aðferðin við að verða fjallageit.

Tifað á tinda er sjálfstætt framhald af Fyrsta skrefinu og Næsta skrefinu sem haldið var úti af Ferðafélagi Íslands allt frá árinu 2016. Hundruð þáttakenda hafa tekið þátt þar og uppskorið betri heilsu til sálar og líkama. Hugmyndafræðin að baki Tifað á tinda er sú sama. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Hér má finna upplýsingar um verkefnið.

Dagbjört ákærð fyrir manndrápið í Bátavogi

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Dagbjört Rúnarsdóttir, 42 ára, hefur verið ákærð af héraðssaksóknara, fyrir manndrápið í Bátavogi.

Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfesti að búið sé að ákæra grunaðan sakborning í Bátavogsmálinu, fyrir manndráp. Samkvæmt DV er sú ákærða Dagbjört Rúnarsdóttir, 42 ára. Ekki verður ákæran birt fjölmiðlum fyrr en sakborningi hefur verið birt hún.

Dagbjört er ásökuð um að hafa banað 58 ára gömlum sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Bátavogi, laugardagskvöldið 21. september. Jafnframt því að vera ákærð fyrir manndráp, hefur hún verið úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Áður hefur Dagbjört hlotið refsidóma, líkt og hinn látni, að mestu fyrir fíkniefnamisferði en aldrei ofbeldi.

 

Eftirlifandi helfararinnar um ástandið á Gaza:„Árás Hamas á Ísrael réttlætir ekki slátrun á börnum“

Marione Ingram

Eftirlifandi helfarar Nasista segir að ekkert réttlæti morð ísraelska hersins á konum og börnum og vill að Joe Biden hætti að senda Ísrael fjárstuðning.

Marione Ingram, 87 ára eftirlifandi helfarar Nasista var í viðtali í nóvember hjá Democrazy Now fréttamiðlinum en myndbrot úr viðtalinu hefur verið mikið í dreifingu á samfélagsmiðlum þessa dagana, í takt við sífellt stækkandi tölu af látnum börnum á Gaza. Í viðtalinu segist hún hafa verið barn í stríði, hún hafi lifað af sprengingar bandamanna í Hamburg í júlí 1943 og sömuleiðis lifað af helför Nasista. Segir hún að ekkert réttlæti fjöldamorð á börnum, ekki einu sinni hræðilegar árásir Hamas-liða á ísraelska borgara 7. október. „Þetta er sársaukafullt fyrir mig, einhvern sem hefur upplifað allan þennan hrylling sem Gaza-búar eru að upplifa nú, og jafnvel árásir Hamas í Ísrael. En árás Hamas á Ísrael réttlætir ekki slátrun á konum og börnum, sérstaklega ekki á börnum,“ sagði Marione og hélt áfram. „Ég var barn í stríði. Ég hef upplifað alla þessa hluti. Og ég veit fyrir víst að það sem Ísrael er að gera mun ekki enda átökin, heldur þvert á móti stórauka þau. Þetta mun auka andstöðuna. Mér finnst að Biden eigi að hætta alveg að styrkja Ísrael fjárhagslega. Ég held að hann ætti ekki bara að krefjast vopnahlés, heldur þarf hann að fara að hugsa um frið.“

Hér má sjá viðtalsbrotið sem er í dreifingu:

Starfsmaður Bónuss áreittur vegna jólabókar: „Enginn óeðlilegur þrýstingur hér“

Snorri Másson fjallar um Þorstein Einarsson í nýjum þætti - Mynd: Skjáskot

Fjölmiðlamiðlamaðurinn Snorri Másson gerir bókaútgáfu Þorsteins Einarssonar að umtalsefni í nýjum þætti fjölmiðlamannsins. Þar segir bendir Snorri á þá staðreynd að Þorsteinn hafi beðið fylgjendur sína, sem eru tæplega 22 þúsund, að senda tilteknum starfsmanni Bónuss tölvupóst og krefja starfsmanninn um að leyfa sölu á bók Þorsteins í Bónus. Fyrirtækið hafði þá ákveðið að selja bókina ekki í búðum sínum. Bók Þorsteins heitir Þriðja Vaktin og er „jafnréttishandbók heimilisins“ en bókina skrifar Þorsteinn með Huldu Tölgyes, eiginkonu sinni.

„Enginn óeðlilegur þrýstingur hér að siga 22 þúsund fylgjenda sinna beint á netfangið hjá Ester. Engin áreitni í því. Nei, bara forvitni,“ sagði Snorri á kaldhæðinn máta.

Hægt er að sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan

 

Sýningin Jólin hans Hallgríms slær í gegn í Hallgrímskirkju: „Börnunum fannst svo gaman“

Jólasýningin Jólin hans Hallgríms hafa slegið í gegn í Hallgrímskirkju í desember.

Í fréttatilkynningu frá Hallgrímskirkju segir að sýningin Jólin hans Hallgríms hafi slegið rækilega í gegn í desember en nú þegar hafa um 600 börn á aldrinum þriggja til tólf ára séð sýninguna. Sýningin byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur en þetta er í níunda skiptið sem hún er sett upp. Fjallar bókin um undirbúning jólanna hjá Hallgrími Péturssyni er hann var ungur drengur.

Fréttatilkynninguna má lesa hér fyrir neðan:

„Börnunum fannst svo gaman og þau fylgdust svo náið með að það mátti heyra saumnál detta“, var haft eftir kennara sem fylgdi börnum á sýninguna „Jólin hans Hallgríms“ í Hallgrímskirkju. 

Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur og er þetta í níunda sinn sem sagan er sett upp. Bókin segir frá undirbúningi jólanna hjá Hallgrími Péturssyni sem ungum dreng og fjölskyldu hans. 

Í þessari glænýju sviðsetningu Pálma Freys Haukssonar og Níelsar Thibaud Girerd fá börnin að heimsækja gamla baðstofu á sveitabænum Gröf á Höfðaströnd, sem sett hefur verið upp í Norðursal kirkjunnar, og kynnast því hvernig jólin voru haldin hátíðleg fyrir 400 árum. 

Leikararnir bregða sér í líki persóna bókarinnar og sjá má þar á meðal Hallgrím Pétursson sem sjö ára prakkara. 

Þótt margt hafi breyst á fjórum öldum er þó ýmislegt kunnuglegt við undirbúning jólanna og þá helst hvernig ljós kviknar í hjörtum mannanna þótt skammdegismyrkur grúfi yfir. 

„Jólin hans Hallgríms“ verður sýnd dagana 1.-21. desember og hafa nú þegar sexhundruð börn á aldrinum 3-12 ára séð sýninguna. Börn sem koma á sýninguna fá einnig leiðsögn um kirkjuna og syngja með Birni Steinari Sólbergssyni sem spilar skemmtileg jólalög og segir frá orgeli Hallgrímskirkju, sem er stærsta hljóðfæri landsins. Sýningin er hluti af barna- og menningarstarfi Hallgrímskirkju og er skólahópum heimsóknin þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að bóka heimsókn fyrir skólahópa með því að senda á [email protected].

“Mér fannst ótrúlega gaman, en heitir þú í alvörunni Hallgrímur”?

– Nemandi úr 3. bekk, Melaskóla

Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir frá sýningunni.



Steinunn hæðist að orðum Katrínar Jakobsdóttur: „Ráðamenn tala ekki tungumál sem neinn skilur“

Katrín Jakobsdóttir er á COP28

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hæðist að orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Facebook-færslu.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hnaut um orð sem Katrín Jakobsdóttir notaði í fréttum í gær er hún ræddi um stöðuna á Gaza og öryggi íslenskra ráðamanna gagnvart mótmælendum. Þar kallaði hún þjóðarmorðið sem framið er á Palestínumönnum „mannúðarhörmung“. Steinunn spyr hvort það sé skrítið að „íslenskan eigi undir högg að sækja … Ráðamenn tala ekki tungumál sem neinn skilur.“

Brasilískur söngvari lést á sviði í miðju lagi – MYNDBAND

Pedro var aðeins þrítugur

Sorglegur atburður átti sér stað á miðvikudagskvöldinu 13. desember en þá var brasilíski gospel-söngvarinn Pedro Henrique að syngja á sviði þegar hann hneig niður. Söngvarinn var í miklu stuði og var að syngja lagið Vai Ser Tão Lindo þegar hann virtist missa jafnvægið og féll aftur fyrir sig.

Vinir Henrique komu honum til aðstoðar um leið á meðan áhorfendur horfðu á skelfingu lostnir. Söngvaranum var komið strax á sjúkrahús en hann var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Útgefandi hans segir að hann hafi fengið hjartaáfall. Hann var 30 ára gamall.

Hægt er að horfa á atvikið hér en það er ekki fyrir viðkvæma.

Herra Hnetusmjör og Sara eru trúlofuð – Sjáðu hringinn!

Hið nýtrúlofaða par Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Árni Páll Árnason og Sara Linn­eth Lovísu­dótt­ir Castañeda eru trúlofuð.

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar í gær og bað kærustu sína, Söru Linneth um að giftast sér. Og auðvitað sagði Sara já!.

Sara birti ljósmynd af trúlofunarhring á fingri sínum í gær á Instagram en myndinni fylgdi eitt orð: „Já“ og tvö hjörtu.

Parið kynntist í meðferð á Vogi árið 2016 en eru í dag edrú og eiga saman drengina Björgvin Úlf og Krumma Stein.

Mannlíf óskar parinu til hamingju með trúlofunina!

Hér má sjá hringinn fallega:

Fallegur er hann
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Viltu vinna G-blettstitrara? – Glataðar ástir og misheppnuð stefnumót færa gott í kroppinn

Lumar þú á glataðri ástarsögu? Smásagnakeppni Mannlífs.

Mannlíf efnir til smásagnakeppni í tilefni af nýjum hlaðvarpsþáttum.

Allir elska ást, en ástin er flókin, sóðaleg, berrassandi og oft og tíðum pínlega vonlaus.

Nýjasti hlaðvarpsþáttur Mannlífs ber heitið Glataðar ástir. Í þáttunum munu þau Lára Garðarsdóttir og Björgvin Gunnarsson fjalla um ástarsögur sem allar eiga það sameiginlegt að vera glataðar. Fjallað verður um misheppnuð stefnumót, vandræðalegar uppákomur í tilhugalífinu, sorgleg endalok ástarinnar og allt þar á milli.

Þrátt fyrir hafsjó af persónulegum sögum þáttastjórnenda af glötuðum ástum, leita þau til almennings og efna til smásagnakeppni. Smásögurnar þurfa að fjalla um misheppnuð atvik eða atburði er varða tilhuga- og ástalífið. Sagan verður að vera að minnsta kosti 400 orð. Þá verða sögurnar einnig að vera sannar. Mannlíf áskilur sér rétt til þess að fjalla um sögurnar í hlaðvarpsþáttunum, Glataðar ástir.

Fullnægjandi og lostafull verðlaun verða veitt fyrir þrjár glötuðustu ástarsögurnar.

Skilafrestur fyrir keppnina er 3. janúar 2024, svo nú er lag, kæru lesendur, að munda pennann og rifjið upp glataðar ástir úr lífi ykkar.

Sögurnar skulu sendar á netfangið [email protected] merktar „Glötuð ást“.

Fullrar nafnleyndar er heitið sé þess óskað.

Fáni Palestínu blaktir við Herðubreið: „Við þurfum stundum að þora en ekki þegja“

Um tveggja mánaða skeið hefur palestínski fáninn blakt við hún við félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði. Margt var um manninn á friðarstund sem haldin var síðastliðinn sunnudag í Seyðisfjarðarkirkju.

Það komst í fréttirnar þegar Reykjavíkurborg lét taka niður palestínska fánann sem ókunnugir stuðningsmenn þjóðarinnar í austri settu upp við Ráðhús Reykjavíkur á degi alþjóðlegrar samstöðu með Palestínu. Á hinum enda Íslands, hefur fáninn hins vegar fengið að blakta í um það bil tvo mánuði, við félagsheimili Seyðisfjarðar, Herðubreið.

„Við drógum fánann að húni fljótlega eftir að átökin hófust og við sáum í hvað stefndi.
Að setja hann upp er mín leið til að sýna einhvers konar stuðning. Við erum að verða vitni að hræðilegum atburðum. Við þurfum stundum að þora en ekki þegja en manni finnst maður hálf máttlaus í þessum aðstæðum, sérstaklega þegar ríkisstjórnin talar ekki máli manns,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, staðarhaldari í Herðubreið í samtali við Austurfrétt.

Þá segist hún finna fyrir samhug vegna fánans. „Það var kona hér í bænum sem gaf okkur fánann. Við höfum annars ekki fengin nein viðbrögð. Ég held við séum öll sammála um að það sem er að gerast, að heilli þjóð sé útrýmt fyrir framan nefið á okkur, sé hræðilegt.“

Sesselja kom að fjölmennri friðarstund í Seyðisfjarðarkirkju síðastliðinn sunnudag. „Félagið Ísland-Palestína hafði samband því það var alþjóðlegur mannréttindadagur og mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 75 ára í ár. Í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri voru mótmæli og við vorum beðin um að vera með. Ég hafði samband við prestinn og við tókum annan pól í hæðina þar sem kveikt var á kertum og sögð falleg orð. Það var margt um manninn því eins og ég segi þá held á við séum öll sammála, óháð allri pólitík, um að ástandið sé hræðilegt. Þegar hafa verið drepin yfir 8.000 börn og 20.000 manns og reiknað með að 1.400 börn deyi milli jóla og nýárs ef átökunum linnir ekki.“

HSÍ svarar engu um Arnarlax þrátt fyrir loforð um annað

HSÍ og Guðmundur formaður samdi við eitt umdeildasta fyrirtæki landsins

Formaður HSÍ hefur ekki staðið við gefin orð.

Í lok nóvember sendi Mannlíf fyrirspurn á Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, varðandi styrktarsamning sem sambandið gerði við fiskeldisfyrirtækið Arnarlax en fyrirtækið hefur verið eitt af umdeildustu fyrirtækjum landsins undanfarin ár og hefur verið sakað um að valda íslensku lífríki miklum skaða. Óhætt er að segja að samningurinn hafi valdið uppnámi í samfélaginu en Guðmundur Guðmundsson, sigursælasti landsliðsþjálfari í sögu Íslands, kallaði samninginn hneyksli og sagði hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort. Í framhaldi af því hætti Davíð Lúther Sigurðarson í stjórn HSÍ en hann sá um markaðs- og kynningarmál fyrir sambandið. Í bréfi sem Davíð sendi fjölmiðlum greindi hann frá því að formaður og framkvæmdastjóri HSÍ hafi ekki ráðfært sig við hann um þennan samning. Þá hefur Mannlíf heimildir fyrir því að margir fyrrverandi landsliðsmenn séu ósáttir með þennan samning.

Daginn eftir að Mannlíf sendi fyrirspurnina svaraði formaður HSÍ að hann væri á leiðinni út til Noregs að fylgjast með HM kvenna en hann myndi svara spurningum Mannlífs um leið að hann hefði til þess tök. Nú rúmum tveimur vikum seinna hefur ekkert svar borist þrátt fyrir ítrekanir.

Dimmustu dagar ársins standa undir nafni

Mynd tengist fréttinni ekki beint

Gular viðvaranir verða áfram í gildi í dag og gera má ráð fyrir hvassviðri víða á landinu. Dimm él og ofankoma hefur verið á landinu síðasta sólarhringinn en búast má við slíku veðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fólk er því hvatt til þess að fara varlega í umferðinni.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast mega við rólegra veðri á laugardag: „Annað kvöld dregur heldur úr vindi, en á sunnudaginn er aftur von á hlýju lofti með sunnanátt og slyddu eða snjókomu. Það er því umhleypingasamt næstu daga,“

 

Íbúa í Garðabæ var brugðið í gærkvöldi

Mynd/logreglan.is

Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um umferðaróhapp þar sem bifreið hafði verið ekið á vegg. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn á vettvangi. Síðar um kvöldið hafði íbúi í Reykjavík samband við lögreglu eftir að brotist hafði verið inn í bifreið viðkomandi.

Íbúa í Garðabæ var brugðið í gær eftir að brotist hafði verið inn á heimili hans. Tveir menn voru handteknir stuttu síðar, grunaðir um verknaðinn. Báðir voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í gærkvöldi. Annað í Kópavogi og hitt í Garðabæ. Sem betur fer slasaðist enginn en eitthvað tjón varð á ökutækjum. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði tvo ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.

 

 

Sonur Guðbjargar rekinn

Þrátt fyrir mikinn auð situr ríkasta kona Íslands, Guðbjörg Matthíasdóttir, ekki á friðarstóli innan fjölskyldu sinnar. Synir Guðbjargar, undir forystu Einars Sigurðssonar,  fara nú með meirihlutaeign í Ísfélaginu og tengdum félögum. Nýverið var Ísfélagið sameinað Ramma á Siglufirði og félögin sett á markað.

Í Heimildinni, sem kom út í morgun, segir frá því að sonur Guðbjargar, Sigurður Sigurðsson, hafi ekki mætt til að vera viðstaddur þegar Guðbjörg fékk þann heiður að hringja félagið inn í Kauphöllina. Í grein Heimildarinnar sem Ingi Freyr Vilhjálmsson skrifar kemur fram að innan fjölskyldu Guðbjargar ríki óeining eftir að Sigurður var rekinn sem skipstjóri og stýrimaður af einu uppsjávarskipa Ísfélagsins. Nú talist fólk ekki lengur við og Sigurður, sem fer með stóran hlut í félaginu eins og bræður hans hafi verið fjarverandi þegar móðir hans hringdi Ísfélagið inn í Kauphöllinna. Í grein Heimildarinnar er haft eftir heimildarmanni í Eyjum að málið sé fjölskylduharmleikur og það verði lítið um jól og piparkökur í fjölskyldunni.

Það er sitthvað hamingja eða auðlegð …

Raddir