Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Krakkaskari henti klaka fram af göngubrú: „Rúðan gengur inn í bílinn, honum bregður og snarhemlar“

Göngubrúin yfir Miklubraut þar sem hópur barna köstuðu klaka á bifreið og stórskemmdu. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Litlu mátti muna að stórslys yrði þegar hópur barna henti risastórum og hörðum snjóbolta, klaka, á bifreið niður af göngubrúnni á Miklubraut, við Kringluna, 26. desember síðastliðinn. Í nafnlausri ábendingu sem birt var inni á hverfishópnum, Hlíðar – besta hverfið, eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að tala við börn sín og ungmenni og útskýra afleiðingar og hætturnar sem skapast.

„Þannig er að faðir minn var að keyra framhjá Kringlunni seint að kveldi annars dags jóla. Það voru ekki margir á ferli og sem betur fer, því annars hefði mögulega farið mikið verr,“ segir í færslunni. Maðurinn var á leið vestur eftir Miklubrautinni þegar bílinn skyndilega verður fyrir miklu höggi.

„Rúðan gengur inn í bílinn, honum bregður og snarhemlar,“ er útskýrt og tekið fram að viðkomandi hafi því næst ekið bifreiðinni inn á planið hjá Orkunni og lagt henni þar. Þar stígur ökumaðurinn út úr bílnum og sér þá krakkaskara sem hleypur af göngubrúnni og forðar sér inn í hverfið.

Tjónið

Töluvert tjón varð á bílnum og samkvæmt upplýsingum í færslunni hleypur það hátt í milljón króna. Mesta mildi þykir að enginn hafa slasast við verknaðinn og að ekki hafi verið önnur bifreið yfir aftan þegar ökumanninum bregður og hann snarhemlar.

„Þetta fór eins vel og hægt er í þetta skiptið en hefði getað farið svo miklu verr.“

Foreldrar hvattir til að taka samtalið

„Ég/við trúum því að þessi ungmenni hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau voru að gera en þau læra ekki nema það sé spjallað við þau.“

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín og útskýra afleiðingar þess að henda snjó eða klaka í veg fyrir bifreið/ir, og láta þau vita að slíkt athæfi er stranglega bannað.

 

Mannasaur dreift á Stokkseyri: „Hlýtur að vera einhver hystería“

Stokkseyri - myndin tengist fréttinni ekki beint

Guðni Kristjánsson var illa séður á elliheimili á Stokkseyri eftir að hann dreifði mannasaur í grennd þess árið 2002.

Íbúar á Stokkseyri voru allt annað en sáttir þegar mannasaur úr rotþró var dreift á tún í bæjarfélaginu. Lyktin var svo sterk að íbúar elliheimilis í bænum kvörtuðu til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Guðni Kristjánsson staðfesti í samtali við DV árið 2002 hann hafi staðið fyrir þessu og að Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafi sett sig í samband við sig vegna málsins. „Þeir voru að tala um reglur sem ég þekki ekki. Maður verður að kynna sér þær,“ sagði Guðni um málið en honum fannst heldur mikið gert úr málinu.

„Ég bý sjálfur nálægt þar sem ég sullaði þessu niður. Þetta hlýtur að vera einhver hystería. Það var nánast logn á Stokkseyri í gær og í morgun,“ segir hann um viðbrögð íbúa. „Við erum búin að gera þetta í áratugi og ég veit ekki hvernig bændur um allt land hegða sér í þessu. Eitthvað verður að gera við þetta og einhvers staðar endar þetta allt. Bændur setja jú skít á tún. Það er verið að tala um lífræna ræktun. Er einn skítur öðrum betri í þeim efnum?“ velti hann fyrir sér.

„Mannasaur er dálítið stórt að taka upp í sig. Við tölum um seyru þegar þetta hefur farið um rotþró. Það breytir því þó ekki að bannað er að bera seyru á tún og við höfum veitt manninum tiltal. Hann lofar betrun. Málinu er lokið,“ sagði Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í samtali við DV.

Bjarni Ben sakaður um hræsni og rasisma: „Auðvelt að fordæma árásir þegar fórnarlömbin eru hvít“

|||
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson varð fyrir harðri gagnrýni á X-inu vegna hræsni sem hann sýndi í kjölfar árásar Rússlandshers á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun.

Utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson vakti reiði margra á samfélagsmiðlinum X er hann skrifaði færslu vegna árásar Rússlandshers á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun.

„Skelfingu lostinn yfir stórfelldri árás Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun. Rússland heldur áfram að grípa til hryðjuverka og stríðsglæpa. Stuðningur okkar við Úkraínu verður áfram eins lengi og það tekur. Hugur minn er hjá úkraínsku þjóðinni og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum.“

Lesendur færslunnar voru margir hverjir fljótir að benda á hræsni Bjarna en hann hefur aldrei skrifað svipaða færslu vegna stríðsglæpa Ísraelshers sem framdir hafa verið á Gaza undanfarna tvo mánuði.

„En hvað með Palestínu sem við sem íslendingar erum samsek US og vesturlöndum í morðum og eyðileggingu? HVAÐ MEÐ PALESTÍNU BJARNI!?“ Svo spyr kona sem kallar sig Dimma á samfélagsmiðlinum en hún var ekki sú eina sem furðaði sig á hræsninni.

María nokkur skrifaði eftirfarandi athugasemd: „Auðvelt að fordæma árásir þegar fórnarlömbin eru hvít. Rasisti.“

Svalasta sjöan skrifaði einnig athugasemd: „Flott yfirlýsing! ….. en afhverju kemur ekki svona yfirlýsing frá þèr um terror og war crimes frá ísraelsmönnum? Er það því við gerum bara og segjum það sem USA vilja?“

En það eru ekki einungis Íslendingar sem gagnrýna utanríkisráðherrann því það gerir hann Steve John frá Wales einnig en athugasemd hans er þýdd yfir á íslensku: „þér hefur mistekist að vera agndofa yfir stórfelldum árásum Ísraela, hryðjuverkum og stríðsglæpum á Palestínumenn, þú hefur aldrei gagnrýnt þá, sem gerir þig að hræsnara.“

Mest lesnu fréttir ársins – Endurkoma Gylfa, harmleikir og nýjar ástir

Ljósmynd : Engin Akyurt - Pexels.com

Árið 2023 var ár endurkomu, ofbeldis, harmleika og ástarinnar ef marka má lestrartölur Mannlífs. Í heildina voru fréttirnar lesnar yfir 18 milljón sinnum, sem þýðir að meðalflettingar á dag var um 50.000. Verður það að teljast nokkuð gott hjá litlum miðli sem þessum. Nokkar fréttir stóðu upp úr en um leið og við rifjum upp tíu mest lesnu fréttir ársins 2023, þakka ritstjórn Mannlífs fyrir stuðninginn á árinu og óskum þjóðinni gæfuríks komandi árs.

10. Gylfi Þór er kominn heim – „Þegar maður bjó á Íslandi gat maður ekki beðið eftir að flytja í burtu“ – 38.800 lesendur

Gylfi Þór Sigurðsson

Fyrrverandi óskabarn þjóðarinnar snéri heim á árinu eftir tveggja ára rannsókn bresku lögreglunnar á meintu kynferðisbroti Gylfa Þórs gegn ólögráða einstaklingi en hann sætti farbanni á meðan rannsóknin stóð yfir. Að lokum fór að málið var látið niður falla og hin fallna knattspyrnustjarna snéri aftur heim. Fréttin af heimkomu Gylfa er 10. mest lesna frétt Mannlífs á árinu.

9. Eiginmaður Svövu myrtur og hún segir lögreglu brjóta á sér:„Þeir komu inn með byssur og allt saman“ – 39.500 lesendur

Svava

Enginn skortur var á harmleikum á árinu, því miður en Mannlíf ræddi við Svövu Guðmundsdóttur sem missti eiginmann sinn í október í fyrra er hann var stunginn til bana. Svava þurfti að sitja í fangaklefa í fjóra daga og var eftir það færð í einangrun. Að lokum fór þó svo að henni var sleppt og hreinsuð af öllum grun um að hafa komið að morði eiginmanns síns. Þegar viðtalið var tekið við Svövu hafði lögreglan handtekið hana og kunningja hennar á hóteli fyrir norðan. Sagði hún lögregluna hafa brotið á sér og að hún væri öll lurkum lamin eftir handtökuna.

8. Gylfi Þór mættur – „Fyrsta daginn eftir síðasta leikinn þá flyt ég strax“ – 41.400 lesendur

Gylfi Þór Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Lesendur Mannlífs höfðu greinilega mikinn áhuga á Gylfa Þór á árinu en önnur frétt um heimkomu kappans var lesin í drasl. En hún snérist um að hann hefði mætt á leik Tindastól og Vals er þau léku í úrslitum Íslandsmót karla í knattspyrnu. Var þetta í annað skiptið sem Gylfi sást opinberlega frá því að hann kom heim eftr tveggja ára farbann frá Bretlandi vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti hans gegn ólögráða einstaklingi. Málið var líkt og áður kemur fram, látið niður falla.

7. Gunna Dís kynnir nýju ástina í lífi sínu: „Ég er með hann á heilanum“ – 43.000 lesendur

Gunna Dís og KóKó

Tvennt er það sem gleður landann hvað mest en það er hin frábæra fjölmiðlakona Guðrún Dís Emilsdóttir og annars vegar krúttleg dýr. Ef þetta tvennt er sett saman gerist eitthvað töfrandi. Sjöunda mest lesna frétt Mannlífs á árinu fjallar um nýjasta meðlim fjölskyldu Guðrúnar Dísar og eiginmanns hennar, Kristjáns Þórs Magnússonar en það var hvolpurinn KóKó. Gunna Dís, eins og hún er ávalt kölluð, kolféll fyrir krúttinu og skyldi engan undra, hvutti er algjör krúttbomba!

6. Sævar Daníel: „Ég skil eftir upptökur og fleira sem ég vona að kasti ljósi á hvernig ég var myrtur“ – 43.800 

Sævar
Mynd – YouTube-skjáskotSjötta mest lesna frétt ársins er um sorgarsögu Sævars Daníels Kolandavelu, sem einnig gengur undir listamannsnafninu Poetrix. Hafði hann skrifað átakanlega færslu á Facebook þar sem hann lýsir því hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi brást honum í hans miklu veikindum. Sagði hann frá því hversu ósjálfbjarga hann væri orðinn vegna afar sjaldgæfs ástands líkamans. Lýsti hann því á þennan hátt:

„Þetta er tilkomið vegna þess að hryggurinn á mér er svo illa slitin að hann togast of langt í sundur, og ég þarf manually að halda honum í stað, ekki ósvipað ef og tjald myndi missa eina festinguna við jörðina, og byrja fjúka til himins. Ég þarf bókstaflega að liggja og halda mér föstum í ákveðnum stellingum svo hryggurinn á mér liggi ekki undir frekari skemmdum, en honum hefur hrakað gífurlega og eru nú mestmegnis liðbanda í hálsi og baki að slitna vegna ofhreyfingarinnar og ég er bersýnilega afmyndaður.“

5. Harkaleg handtaka í Ármúla – Óður ökumaður réðst að lögreglunni MYNDBAND – 45.800 lesendur

Mynd / aðsend

Sú frétt sem var sú fimmta mest lesna fjallaði um harkalega handtöku í Ármúlanum, sem náðist á myndband sem minnti helst á atriði í kvikmynd. Þar sást dökkleit Honda nauðhemla eftir að lögreglan hafði veitt bifreiðinni eftirför. Ökumaðurinn steig svo út og æddi í átt að lögreglumönnunum. Greip þá annar lögreglumaðurinn piparúða og beindi að manninum óða. Stuttu síðar var hann yfirbuðaður og skellt í götuna. Bárust öskrin frá ökumanninum um allan Ármúlann eða því sem næst. Reyndist maðurinn vera síbrotamaður eða svokallaður góðkunningi lögreglunnar. Sannkallað bíó.

4. Sonur Guðbjargar rekinn – 46.600 lesendur

|
Guðbjörg Matthíasdóttir

Fjórða mest lesna frétt ársins er ekki eiginleg frétt, heldur það sem Mannlíf kallar orðróm. Þar er sagt frá fjölskylduóeiningu meðal einnar auðugustu fjölskyldu landsins. Í orðróminum er sagt frá því að sonur einnar ríkustu konu Íslands, Guðbjargar Matthíasdóttur, hann Sigurður Sigurðsson hafi verið rekinn sem skipstjóri og stýrimaður af einu uppsjávarskipa Ísfélagsins sem er í meirihlutaeign sona Guðbjargar. Í kjölfarið mætti Sigurður ekki í Kauphöllina þegar móðir hans fékk þann heiður að hringja félagið inn í Kauphöllina. Sannkallaður fjölskylduharmleikur.

3. Nafn konunnar sem lést í bílslysinu á Vesturlandsvegi – 49.600 lesendur

Þriðja mest lesna fréttin kom ekki af neinu góðu enda allta harmleikur þegar fólk deyr í bílslysum. Fréttin er í raun tilkynning um andlát Jóninnu Huldar Haraldsdóttir, sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi í desember, er bifreið hennar lenti á bifreið ungs pars sem mætti henni. Parið lifði af en framundan er erfið endurhæfing.

2. Alexandra eiginkona Gylfa mætt aftur – „Það hefur verið draumur hjá okkur“ – 53.600 lesendur

Það var ekki bara endurkoma Gylfa Þórs sem vakti athygli lesenda Mannlífs heldur einnig endurkoma eiginkonu hans, Alexöndru. Hún hafði hætt á Instagram þegar eiginmaðurinn var rannsakaður vegna meints kynferðisbrots á ólögráða einstaklingi árið 2021. En þegar fréttin, sem lesin var 53.600 sinnum, var skrifuð var Gylfi kominn heim eftir að rannsókn málsins var hætt. Og þá notaði Alexandra tækifærið og byrjaði aftur á Instagram en hún rekur barnavöryverslunina Móa&Mía ásamt Móeiði Lárusdóttur.

1. Guðbjörg Svava er látin – Faðir hennar missti eiginkonu og dóttur sama daginn 56.200 lesendur

Blessuð sé minning Guðbjargar Svövu Guðmundsdóttur 

Mest lesna frétt ársins er um mikinn harmleik en Guðmundur Sigurður Guðmundsson missti bæði eiginkonu sína, Anniku Hillbracken og dóttur, Guðbjörgu Svövu Guðmundsdóttur, sama daginn. Guðbjörg Svava hafði árið 2021 misst eiginmann sinn er hann var stunginn til bana á Ólafsfirði en hún sat inni um stund, grunuð um að tengjast málinu en var svo sleppt er sannað þótti að hún væri alsaklaus. Anikka lést í örmum eiginmanns síns og sama dag lést Guðbjörg Svava en hún var þá nýorðin 37 ára. Lét hún eftir sig tvo syni, annar þeirra aðeins þriggja ára gamalt. 

Tómas vill ekki láta kenna sér um

Tómas hefur lengi verið einn af færustu tónlistarmönnum landsins - mynd: Facebook

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm ný íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Lögin fimm eru:
Kottur b5 með lagið Nostalgia
Krullan með lagið Garden, Prologue
Chet Baker, Kristján Magnússon, Sveinn Óli Jónsson og Tómas R. Einarsson með lagið Don’t Blame Me
Gunnar Gunnarsson og Heiða Árnadóttir með lagið Tunglið og ég
Kári Kresfelder með lagið Please





Lögreglan minnir á rétta notkun flugelda: „Þar sé reglum framfylgt“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu varðandi flugeldanotkun. Þar eru íbúar minntir á að það sé bannað að breyta flugeldum. Þá er einnig minnt á að mikilvægt sé að fara varlega og nota öryggisgleraugu.
„Hér eru íslenskar gæsalappir“


Hægt er að lesa alla tilkynninguna hér fyrir neðan:

„Reglulega skapast umræður um svokallaðar skotkökur og samtengingar á þeim. Gott er að taka fram að allar breytingar á flugeldum frá því sem framleiðandi ætlar, eru bannaðar. Lögreglan hefur eftirlit með söluaðilum og gætir þess að þar sé reglum framfylgt, hvað varðar sölu á flugeldum og þeim tegundum sem eru í boði. Við viljum að lokum minna á mikilvægi þess að fara varlega með skotelda og vera alltaf með öryggisgleraugu.“

Angelina Jolie lamaðist: „Lík­am­inn minn ræður illa við mikla streitu“

Angelina Jolie lamaðist tímabundið

Í nýlegu viðtali við Wall Street Journal greindi verðlaunaleikkonan Angelina Jolie frá því að álag og streita sem hún gekk í gegnum vegna skilnaðar hennar við Brad Pitt hafi lamað andlit hennar. Var sú lömun greind sem Bell’s palsy en það er taugasjúkdómur sem ræðst á andlitið á lamar hluta þess tímabundið.

„Lík­am­inn minn ræður illa við mikla streitu. Blóðsyk­ur minn fer upp og niður. Svo fékk ég skyndi­lega and­litslöm­un sex mánuðum fyr­ir skilnaðinn,“ sagði Jolie í viðtalinu en nú eru liðin sjö ár síðan hún og Brad Pitt skildu og á þeim tíma hefur hún unnið minna til að sinna fjölskyldu sinni.

„Í dag myndi ég ekki ger­ast leik­kona. Kannski á sviði en ekki í Hollywood. Þegar ég var að byrja var líf leik­ara ekki svona op­in­bert og ekki gerð svona mik­il krafa um að deila öllu með öll­um,“ sagði leikkonan en hún vill eyða meira tíma á heimili sínu í Kambódíu.

Jolie hefur undanfarna þrjá áratugi verið ein vinsælasta leikkona heimsins og hefur hún leikið í myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith, Lara Croft: Tomb Raider, Maleficent, Hackers, Girl, Interrupted og Kung Fu Panda-myndunum.

Mbl.is greindi fyrst frá þessu á Íslandi.

Inga reddaði áramótunum fyrir fátæka fólkinu: „Þannig að ekki hafa áhyggjur“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Mynd / Alþingi

Inga Sæland hefur reddað áramótunum fyrir mörgum samkvæmt nýrri færslu á Facebook.

Formaður Flokks fólksins, sem legið hefur í rúminu með Covid að undanförnu en er greinlega komin á ról, átti að eigin sögn „gott samtal“ við fjármálastjóra Tryggingastofnun Ríkisins í morgun um leiðréttingu á því að persónuafslátturinn var tekinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR. Segir hún fjármálastjórann ætla að reyna að greiða út fyrir 15 í dag, annars fái fólkið leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan 2. janúar. „Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra,“ skrifaði Inga í færslu sinni.

Er því ljóst að Flokkur fólksins hafi með þessu nælt sér í fleiri kjósendur enda alltaf gott þegar flokkar geta staðiði undir nafni. Guðfinna nokkur var að minnsta kosti ekki í nokkrum vafa um það hvern hún ætlaði að kjósa í næstu alþingiskosningum en hún skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Ingu: „Við vitum hvað við eigum að kjósa næst. Takk fyrir Inga Sæland.

Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan.

Hætta við brennu og kaupa kyndla fyrir hundruð þúsunda: „Umsagnaraðilar gera ákveðnar kröfur“

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Visit Reykjanes

Íbúar og gestir Suðurnesjabæjar munu ekki fá að njóta áramótabrennu þetta árið en ekki tókst að finna hentuga staðsetningu fyrir hana þetta árið. Frá þessu var greint í fundargerð ferða-, safna- og menningarráði bæjarfélagsins fyrir stuttu og segir í fundargerðinni að fulltrúar Suðurnesjabæjar harmi það. Þess í stað verða keyptir kyndlar og þeim dreift til íbúa. Mannlíf hafði samband við Oddnýju Ásgeirsdóttur, formann ferð-, safna- og menningarráðs og bæjarfulltrúa, til að spyrjast betur í málið.

Síðast þegar að áramótabrennur hafa verið haldnar í Sandgerði þá hafa þær verið á tveimur stöðum, síðast við Sjávargötu en þar áður sunnan við knattspyrnusvæði Reynis, brennur hafa ekki verið haldnar árlega í Sandgerði heldur almennt annað hvert ár ef veðuraðstæður hafa verið hagstæðar ásamt því að brenna féll niður vegna Covid árið 2020,“ sagði Oddný þegar hún var spurð af hverju þeir staðir sem hafa verið notaðir áður fyrir brennur henti ekki lengur.

„Í lögum nr. 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og samnefndri reglugerð nr. 325/2016 er að finna þær kröfur sem gerðar eru til slíkra brenna ásamt því að leyfi þarf frá heilbrigðiseftirliti og slökkviliði áður en sýslumaður gefur út sitt leyfisbréf. Í framangreindri reglugerð er m.a. að finna kröfur varðandi fjarlægð brennu frá íbúðabyggð, mannvirkjum, matvælaframleiðslu ofl. Á þeim stað sem brenna var haldin síðast við Sjávargötu er ekki hægt að uppfylla þessar kröfur um fjarlægð ásamt því að það svæði er nú geymslustaður fyrir efni í sjóvarnir. Á hinum staðnum sunnan við knattspyrnusvæðið er nú ný íbúðabyggð og það svæði uppfyllir því ekki lengur kröfur um fjarlægð frá íbúðabyggð og mannvirkjum.“

En hvað þarf staðsetning að hafa til að henta fyrir áramótabrennu?

„Staðsetning fyrir brennur þarf að uppfylla þær kröfur sem tilteknar eru í reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum ásamt því að fá starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti og slökkviliði. En þessir umsagnaraðilar gera ákveðnar kröfur m.a. um aðgengi að slökkviefnum, undirlag undir brennusvæði og hreinsun á jarðvegi eftir að brennu líkur.“

Þegar Oddný var spurð út í kostnað þess að kaupa alla þessa kyndla sagði hún að það væri milli 200-300 þúsund krónur og að það væri einnig áætlaður kostnaður fyrir brennuna sem ekki verður haldin.

Vil þá koma því á framfæri og minna á að flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Sigurvonar verður á sínum stað kl. 20 við smábátahöfnina og útsýni er best frá Sjávargötunni þar sem íbúar munu safnast saman með kyndla. Búast má við nokkuð hagstæðu veðri á þessum stað á gamlárskvöld og íbúar hvattir til að eiga skemmtilega samverustund,“ sagði Oddný að lokum.

Liðþjálfi trylltist í umferð og beinti byssu að unglingsstúlku: „Viltu fokking deyja?“

Liðþjálfi í bandaríska flughernum brjálaðist í umferðinni fyrr í mánuðinum og beindi byssu að unglingsstelpu og öskraði „Viltu fokking deyja?!“.

New York Post segir frá því að fyrsti liðþjálfinn Charles Bass III, fertugur, hafi verið að keyra í Surprise, Arizona þegar hin 19 ára Shi´Ann Bamba keyrði í veg fyrir hann, fimmta desember síðastliðinn. Kemur þetta fram í dómskrá.

Charles Bass III

Bamba hafði skutlað systkini sínu í grunnskóla í bænum, rétt áður en hún lenti í liðþjálfanum.

Eftir að Bamba hafði keyrt í veg fyrir Bass keyrðu þau um tíma hlið við hlið, þar til þau stoppuðu á rauðu ljósi. Þá tók Bamba fram símann og hóf að taka upp hinn reiða bílstjóra.

„Viltu fokking deyja?“ heyrist Bass öskra á meðan hann beinir skammbyssu í átt að unglingnum, eins og sjá má á myndbandi sem birtist fyrir neðan fréttina.

Hinn skelkaði unglingur heldur því fram að Bass, sem hefur verið 21 ár í flughernum, hafi beint byssunni að henni í annað skiptið, rétt áður en hann keyrði í burtu.

Segir Bamba að það hafi tekið hana smátíma að átta sig á því hvað hefði gerst, áður en hún hringdi í móður sína í geðshræringu.

„Ég hringdi í mömmu mína rétt eftir að ég áttaði mig á því að ég hefði getað dáið þarna,“ sagði Bamba við fjölmiðla.

Bamba segist þó ósammála því að hún hefði keyrt í veg fyrir Bass. „Ég skipti ekki um akrein. Ég var ekki einu sinni byrjuð að gera tilraun til þess að skipta um akrein.“

Unglingurinn hringdi í lögregluna í Surprise eftir atvikið og sýndi þeim myndskeiðið.

Faðir Bamba sá bíl Bass síðar þennan dag á sama svæði og þar sem ökuæðið rann á hann og tilkynnti númeraplötuna til lögreglunnar.

„Það er ekkert sem kom út úr mínum munni sem gat leitt til þess að byssu yrði beint að mér, og ég var ein í bílnum,“ sagði stúlkan við fjölmiðla Vestra.

Bass kom sjálfviljugur til lögreglunnar og viðurkendni sinn þátt í atvikinu.

Lögreglan segir að Bass hafi verið settur í gæsluvarðhald 12. desember af teymi sem samanstendur af Verkefnasveit bandarískra hermanna, bandaríska flughernum og lögreglunni í Surprise.

Bass kenndi áfallastreituröskun sem og ofurárverknisvanda sem hann glími við, um atvikið og sagði sá glugga bílstjórans koma niður og hafi ekki vitað hvað hún væri að gera.

Sagðist Bass ekki vita af hverju hann hafi beint byssu sinni að Bamba í seinna skiptið, eftir að hann áttaði sig á að bílstjórinn væri ung kona.

Hann var ákærður fyrir margar ákærur, þar á meðal fyrir alvarlega líkamsárás með banvænu vopni, óreglulega hegðun með vopni og fyrir að skapa hættu, samkvæmt dómsgögnum.

Í Arizona getur einstaklingur sem á yfir höfði sér 3. flokks ákæru fyrir alvarlega líkamsárás með banvænu vopni, átt yfir höfði sér að 8,75 ára fangelsi að meðaltali.

Lögreglan leitar að fleirum í tengslum við skotárás: „Það er enn verið að safna upplýsingum“

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu - Mynd:Skjáskot RÚV

Tveir karlmenn voru í gær úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna tengsla þeirra við skotárás sem átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld en mennirnir voru handteknir vegna málsins í gær.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði í samtali við RÚV að það verði hugsanlega fleiri handteknir í tengslum við þessa skotárás og geti verið að hún tengist öðrum skotárásum sem hafa orðið á árinu.

„Á þessu stigi getur alveg komið til þess að við þurfum að hafa upp á fleirum í sambandi við þetta mál,“ sagði Grímur og jafnframt að rannsóknin væri í fullum gangi.

„Það er enn verið að safna upplýsingum eins og við höfum gert síðan á aðfangadagskvöld og verið að yfirheyra þá sem að við teljum að þurfi að yfirheyra.“

Anna Kristjáns bjó einu sinni fyrir ofan Trölla: „Hann var sífellt kvartandi“

Anna Kristjáns.

Í nýjust dagbókarfærslu sinni fjallar Anna Kristjánsdóttir meðal annars um þá nágranna sem hún hefur haft frá því að hún flutti til Paradísar, sem er hennar nafn á Tenerife.

Eins og allir sem séð hafa áströlsku sápuóperuna Neighbours þurfa allir góða granna. Þetta veit Anna Kristjánsdóttir en hún heldur úti opinberri dagbók á Facebook. Í nýjust dagbókarfæslunni talar hún um þann tíma þegar hún bjó fyrir ofan The Grinch, eða Trölla eins og það útleggst á okkar ástkæra ylhýra.

„Við töluðum um fleira en jákvæða hluti á barnum í gær og upp komu minningar um þessa ellefu mánuði sem ég bjó í Achacay með Herra Grinch fyrir neðan mig. Hann var sífellt kvartandi, skrjáf í stólum hávær andadráttur og guð má vita hvað. Ég fékk nóg af honum þegar ég og vinkona mínum reyndum að þrífa svalirnar hjá mér eftir versta Calima í meir en 70 ár og það duttu nokkrir dropar af vatni niður á kantinn á svölunum hans og hann brjálaðist. Ég var samt á undan honum að kvarta yfir framkomu hans í það skiptið og þá loksins trúði leigumiðlunin orðum mínum og lét fíflið heyra það.“

En svo flutti Anna og hefur búið þar síðan. Nágrannar hennar eru yndislegir þó einn þeirra sé reyndar Liverpool-aðdáandi.

„Það breytti ekki því að þegar útgöngubanninu vegna Covið lauk, hóf ég leit að betra húsnæði og flutti frá Achacay til Parque Margarita í júní árið 2020 og hefi búið hér síðan þá með yndislega nágranna.

Ég viðurkenni alveg að næsti nágranni sem býr fyrir neðan mig er aðdáandi Liverpool, en hann er samt svo indæll að hann reynir allt sitt besta til að halda friðinn við mig, en geri ég eitthvað á hans hluta, kemur hann til mín daginn eftir og biður mig um að fara aðeins varlegar í hlutina, samanber þegar gerði úrhellisrigningu fyrir þremur árum og annað niðurfallið af svölunum stíflaðist, en er ég losaði stífluna fór vatnið beint yfir Liverpool treyjurnar hans sem hengu til þerris neðan við niðurfallið mitt.

Það er gott að búa á Tenerife.“

Lögreglan leitaði að nöktum manni í nótt – Örvæntingafullir aðdáendur Arsenal gáfu frá sér óhljóð

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að nöktum manni í nótt eftir að tilkynning barst um að einstaklingur væri að afklæðast úti í kuldanum. Ekki liggur fyrir hvernig málinu lauk. Hefðbundin læti vegna flugelda eru hafin og bárust kvartanir vegna þess að brostið hefði á flugeldastríð. Lögreglan náði ekki að varpa ljósi á það hverjir hefðu staðið þar að verki.

Þrír eru grunaðir um þjófnað í fataverslun í miðborginni. Það mál er í rannsókn. Þá var tilkynnt um þjófnað á yfirhöfn gests á hóteli. Greiðslukort sem voru í úlpunni voru notuð í verslun í miðbænum. Lögregla var einnig kölluð til vegna þess að barn var staðið að þjófnaði. Það mál unnið í samráðí með foreldrum.

Maður var handtekinn fyrir að brjóta rúðu í leigubíl. Dólgurinn reyndist vera í mjög annarlegu ástandi.

Öskur settu mark sitt á nóttina. Tilkynnt var um mann sem stóð á öskrinu í miðbænum en sé fannst ekki. Önnur tilkynning barst um óhljóð sem bárust frá íbúð. Þar reyndist vera um að ræða örvæntingafulla Arsenal-aðdáendur.

Mikið var um umferðaróhöpp í borginni í gærkvöld og nótt. Árekstrar urðu og ekið var staur og vegrið. Þá kom til kasta lögreglu vegna ökumanns sem lagði bifreið sinni á akrein og virtist vera ofurölvi.

Egill fær á baukinn

Mikill hiti er hlaupinn í umræður um meinta barnagirnd séra Friðriks Friðrikssonar og slaufun á prestinum. Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi og skákmeistari, skrifaði grein í Vísi þar sem hann fordæmdi það hugleysi sem einkenni viðbrögð við málinu og þann skort sem sé á sönnunum um það sem presturinn á að hafa brotið af sér.  Meðal þeirra sem hafa fordæmt séra Friðrik eru borgaryfirvöld í Reykjavík.

Það voru þeir félagar Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og Egill Helgason, starfsmaður RÚV, sem reistu málið á hendur prestinum í bókmenntaþættinum Kiljunni þar sem þeir ræddu um bók Guðmundar sem byggir á lífshlaupi séra Friðriks. Umræðuefni þeirra félaga snerist að mestu leyti um frásögn manns sem sagði Guðmundi frá því að presturinn hefði nálgast sig með ósæmilegum hætti. Frásögnin er nafnlaus.

Jón Viðar Jónsson, bókmenntagagnrýnandi blandaði sér í slaginn á Facebook þar sem hann fagnaði grein Helga Áss og afgreiðir málið sem nornaveiðar sem Guðmundur sagnfræðingur hafi hrundið af stað. Hann benti á veikleikann í málflutningi þeirra sem hafa fordæmt Friðrik. „Jæja, loks kom þar að einhver segði eitthvað af viti um þá aðför, sem borgaryfirvöld og borgarráð (með fullri þátttöku sjálfstæðismanna) hafa hrundið af stað og keyrt áfram …, skrifar hann í athugasemd og lætur síðan Egil Helgason fá á baukinn. Hann telur að Egill hafi ekki lesið bókin umræddu þrátt fyrir leikræn tilþrif um að hafa orðið fyrir áfalli. Egill svaraði Jóni Viðari stuttlega og segist hafa kynnt sér efnið rækilega áður en umfjöllunin átti sér stað.
Ljóst má vera að málinu er ekki lokið og ýmislegt ósagt …

Alþingismenn horfðu saman á klám á Hótel Sögu: „Á erfitt með að láta hugarflugið reika“

Alþingsmenn horfðu á klám saman á Hótel Sögu

Stór hópur útvaldra í þjóðfélaginu voru viðstaddir sýningu sem samtökin Konur gegn klámi stóðu fyrir á Hótel Sögu árið 1990 en fjallað var um málið í Tímanum.

Alþingismenn, blaðamenn, lögreglumenn og fleiri mættu á þessa sýningu samtakanna en tilgangur hennar var að vekja athygli á hversu auðvelt væri að nálgast klám á Íslandi. Í raun gæti það hver sem er, burt séð frá aldri. Myndin var keypt í gegnum smáauglýsingar DV en miklar deilur höfðu skapast um þessar auglýsingar og voru þær endanum teknar af síðum DV. Myndin sem sýnd var hélt Die pissende Analstute og þótti nóg að sýna frá fyrstu tíu mínútum myndarinnar en lengd hennar var 90 mínútur.

Lesa má lýsingu blaðmanns Tímans á Die pissende Analstute hér fyrir neðan:

„Það var þó ekki það versta því að frá siðferðissjónarmiði var það sem sýnt var af myndinni herfilegt og andstyggilegt. Það sem fram fór var einkum eins konar skoðun á ákveðnum líkamshlutum konu sem framkvæmd var af tveim karlmönnum sem beittu óspart svipuskafti við þessar „athuganir“. Svipan var svonefndur níu rófna köttur og af og til var hún einnig notuð til þeirra verka sem slík tól eru sjálfsagt smíðuð til,“ var lýsing blaðamanns.

Á svæðið mættu nokkrir af núverandi og fyrrverandi þingmönnum Kvennalistans, eða þær Guðrún Agnarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson, Árni Gunnarsson og Rannveig Guðmundsdóttir þingmenn Alþýðuflokks og þeir Jón Helgason og Guðmundur G. Þórarinsson þingmenn Framsóknarmanna en öllum Alþingsmönnum var boðið.

„Ég hef ekki fyrr séð svona mynd og á erfitt með að láta hugarflugið reika. Þó virðist af þessu vera svo, að fyrir peninga sé hægt að leggjast ansi lágt á mörgum sviðum og að því leyti kemur þetta manni kannski ekki svo mjög á óvart, auðvitað býr gróðahyggja þarna að baki,“ sagði Jón Helgason ásamt því að vera þingmaður hafði hann verið um stund dómsmálaráðherra.

„Ég vænti þess að minnsta kosti þótt það sé svo að fyrir sumu þurfi lengi að vinna áður en árangur fer að sjást. Þótt manni virðist að auðvelt sé að bæta mannlífið þá er róðurinn oft þyngri að gera það,“ en á sýninguna mætti einnig Egill Stephensen fulltrúi ríkissaksóknara.

„Það virðist vera talsverður markaður fyrir klámefni því að sakamál sem tengjast því koma alltaf upp reglulega og allmargir dómar hafa fallið í klámmálum undanfarin ár“, en hann sagði jafnframt að þó að dreifing á klámi væri bönnuð þá væri klám ekki skilgreint í lögum. Sem hann taldi bæði kost og galla.

Egill hæðist að lögreglunni: „Ég hef átt það til að dotta stundum í bílnum“

Egill Helgason hæðist að lögreglunni í færslu á Facebook, í kjölfar frétta af handtöku þeldökks manns á aðfangadag.

Mannlíf fjallaði um það í fyrradag að Brian nokkur, frá Kenía, hafi verið handtekinn eftir að lögreglan kom að honum sofandi í bíl en hann hafði gleymt persónuskilríkjum sínum heima. Fjölskylda mannsins vildi meina að ástæða þess að hann hafi verið handtekin sé húðlitur hans en lögreglan þvertekur fyrir það.

Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði færslu í gær þar sem hann hæðist að lögreglunni en færslan vakti mikla lukku.

Hér er færslan:

„Ég viðurkenni: Ég hef átt það til að dotta stundum í bílnum þegar ég bíð eftir því að frú Sigurveig eða Kári reki einhver erindi. Hef samt aldrei verið spurður um skilríki vegna þessa.“

Færsla í Facebook-hópi Grindvíkinga vekur athygli: „Eitthvað hlýtt bræðir snjóinn“

Bráðinn snjór í Grindavík Ljósmynd: Facebook

Snjór virðist bráðna á ákveðnu svæði í Grindavík

Grindvíkingar eru skiljanlega nokkuð á nálum um þessar mundir þar sem hækkandi landris hefur mælst nálægt bænum undanfarna daga. Anna nokkur skrifar áhugaverða færslu á Íbúar á Grindavík hópnum á Facebook. Þar birtir hún ljósmynd af bræddum snjó sem hún segist hafa tekið eftir fyrir stuttu á lóð sinni í Selsvöllum. „Ég fann þetta á lóð minni í Grindavík, eitthvað hlýtt bræðir snjóinn,“ skrifaði hún við færsluna og birti myndina.

Mannlíf heyrði í Atla Geir Júlíusson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs hjá Grindavíkurbæ og spurði hann út í málið en hann hafði þá nýverið séð færsluna. Sagðist hann telja líklegt að um hitavatnslögn væri að ræða, sem hefði farið en ætlaði að láta athuga málið. „Mér finnst líklegt að þetta sé hitaveitulögn. En ég læt lögregluna vita og aðra og þetta verður skoðað en ef þetta væri hraun væri það sennilega komið upp núna,“ sagði Atli Geir rólegur í samtali við Mannlíf.

Feðgar gæta hagsmuna Grindvíkinga: „Skila góðum árangri og bæta stöðu margra svo um munar““

Einar og Hörður Mynd: Facebook

Björn Birgisson hrósar feðgum sem gæta hagsmuna Grindvíkinga um þessar mundir.

Samfélagsrýnirinn beinskeytti Björn Birgisson er þakklátur feðgunum Einari Hannesi Harðarsyni og Herði Guðbrandssyni en sá yngri er formaður Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og sá eldri er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Björn skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann birtir ljósmynd af feðgunum og segir þá öfluga. „Segja má að feðgarnir leggi dag við nótt um þessar mundir í baráttu fyrir hagsmunum sinna félagsmanna og Grindvíkinga allra,“ skrifar Björn og bætir við: „Með þeim í þeirri vegferð er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem þekkir völundarhús lífeyrissjóðanna betur en flestir. Ég geri fastlega ráð fyrir að barátta þessara manna muni skila góðum árangri og bæta stöðu margra svo um munar.“

Reistu risastóra bronsstyttu af Shakira í heimabæ hennar – SJÁÐU MYNDIRNAR

Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni

Reist hefur verið stytta af einni frægustu söngkonu allra tíma en það er hún Shakira sem fékk þessa fjöður í hattinn. Þetta er líka risa fjöður en styttan er tæpir sjö metrar á hæð og er úr bronsi.

Styttan var reist í heimabæ söngkonunnar í Kólumbíu og sýnir hana í líkamsstöðu sem hún gerði fræga í myndbandinu við lagið Hips Don’t Lie. Foreldar hennar voru viðstaddir athöfnina þegar styttan var afhjúpuð. Það var listamaðurinn Yino Márques sem bjó til styttuna og óhætt er að segja að hún sé glæsileg.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Shakira (@shakira)

Læknar tóku ekki mark á Kolbrúnu: „Það var enginn að grípa mig“

Kolbrún Sverrisdóttir glímir við erfið veikindi en vill forða öðrum frá svipuðum örlögum - Mynd: Facebook

Kolbrún Sverrisdóttir hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni. Hún missti sambýlismann sinn í sjóslysi árið 1996 og fórst faðir hennar einnig í sama slysi. Eftir slysið varð Kolbrún landsþekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum sjómanna og var meðal annars valin kona ársins 1999 af tímaritinu Nýju Lífi. Undanfarin sex ár hefur hún hins vegar glímt við lungnasjúkdóm en fékk ekki rétta greiningu fyrr en árið 2022. Kolbrún segir frá þessu í tímaritinu Lungu, fréttablaði Lungnasamtakanna.

„Eftir á að hyggja hef ég verið farin að finna fyrir þessu án þess að gera mér grein fyrir hvers kyns væri. Ég reykti í þrjátíu ár, frá því ég var unglingur og þangað til ég var fjörtíu og fimm ára og eru því að verða átján ár frá því ég hætti. Það umhugsunarverða er að fyrir um fimm til sex árum fór ég að fá mjög mikla verki fyrir brjóstið og í bakið. Ef ég fann lykt af grasi fannst mér ég alveg vera að kafna og var mjög viðkvæm fyrir alls konar lykt. Ég mæddist mikið, var alltaf hnerrandi og tók andköf ef ég fann eins og eitthvað skylli á lungunum.“

Á þessum tíma fór Kolbrún reglulega til læknis til að reyna fá skýringu á málunum. Hún var greind með gróðurofnæmi, kulnun eða stoðverki en var í raun aldrei rannsökuð. Hélt þetta áfram þar til hún missti allt þrek eitt kvöld áður en hún átti að mæta til vinnu. Hafði hún ekki þrek eða orku til að opna útidyrnar. Varð svo að hún lá í veikindum yfir helgina. Mánudaginn eftir helgina reyndi hún að fá tíma hjá lækni en gat aðeins fengið slíkan tíma ef hún hitti hjúkrunarfræðing fyrst.

„Það tókst loksins og hún tók af mér blóðprufu þar sem kom í ljós að ég var með einhverja sýkingu. Þá fékk ég að tala við lækninn sem setti mig á lyf við lungnabólgu. Ég fór heim og tók lyfið og ætlaði svo bara að mæta í vinnuna þegar ég væri orðin hressari.“

Lyfin höfðu þó ekki þau áhrif sem Kolbrún vonaðist eftir og hún ákvað að taka málin í eigin hendur. „Það var enginn að grípa mig í þessum aðstæðum. Ég hafði verulegar áhyggjur af veikindum mínum og sá fram á að ég myndi sennilega ekki fá þá þjónustu sem ég þyrfti heima. Ég var hvorki sett í myndatöku né blásturspróf, það var ekkert verið að spandera í það.“

Eftir að hafa fengið tíma hjá lungnalækni með miklum erfiðleikum var Kolbrún greind með lungnabilun á lokastigi og hefði aðeins 25 prósent lungnastyrk. Lungnalæknir Kolbrúnar sótti um endurhæfingu fyrir hana á Reykjalundi en í millitíðinni fékk hún svo veirusýkingu og loksins COVID.

Eins og gefur að skilja er Kolbrún ósátt við þá læknisaðstoð sem hún fékk þau ár sem hún leitaði sér læknisaðstoðar og var ranglega greind. „Ég skrifaði fráfarandi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og lét hann vita af þessari óánægju. Ég nefndi að í það minnsta hefði mátt taka af mér mynd. Þá hefði þessi þétting í lunganu sést. Í öðru lagi finnst mér alveg galið að í öll þessi ár sem ég hef komið til læknisins með mikla öndunarerfiðleika hafi ég ekki einu sinni verið sett í blásturspróf. Það kostar nú ekki mikið og hefði ekki sett stofnunina á hliðina,“ en í svarbréfi til Kolbrúnar var sagt að ekkert óeðlilegt hafi verið við afgreiðslu á hennar máli en þó hefði mátt taka lungnamynd.

Kolbrún kallar eftir því að læknar hlusti betur á fólk þegar það kemur til þeirra. „Ef það kemur til þín miðaldra kona, skaltu taka mark á því sem hún segir og skoðaðu hana. Ekki afgreiða hana sem móðursjúka, með stoðverki, gróðurofnæmi, eða kulnun!“

Krakkaskari henti klaka fram af göngubrú: „Rúðan gengur inn í bílinn, honum bregður og snarhemlar“

Göngubrúin yfir Miklubraut þar sem hópur barna köstuðu klaka á bifreið og stórskemmdu. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Litlu mátti muna að stórslys yrði þegar hópur barna henti risastórum og hörðum snjóbolta, klaka, á bifreið niður af göngubrúnni á Miklubraut, við Kringluna, 26. desember síðastliðinn. Í nafnlausri ábendingu sem birt var inni á hverfishópnum, Hlíðar – besta hverfið, eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að tala við börn sín og ungmenni og útskýra afleiðingar og hætturnar sem skapast.

„Þannig er að faðir minn var að keyra framhjá Kringlunni seint að kveldi annars dags jóla. Það voru ekki margir á ferli og sem betur fer, því annars hefði mögulega farið mikið verr,“ segir í færslunni. Maðurinn var á leið vestur eftir Miklubrautinni þegar bílinn skyndilega verður fyrir miklu höggi.

„Rúðan gengur inn í bílinn, honum bregður og snarhemlar,“ er útskýrt og tekið fram að viðkomandi hafi því næst ekið bifreiðinni inn á planið hjá Orkunni og lagt henni þar. Þar stígur ökumaðurinn út úr bílnum og sér þá krakkaskara sem hleypur af göngubrúnni og forðar sér inn í hverfið.

Tjónið

Töluvert tjón varð á bílnum og samkvæmt upplýsingum í færslunni hleypur það hátt í milljón króna. Mesta mildi þykir að enginn hafa slasast við verknaðinn og að ekki hafi verið önnur bifreið yfir aftan þegar ökumanninum bregður og hann snarhemlar.

„Þetta fór eins vel og hægt er í þetta skiptið en hefði getað farið svo miklu verr.“

Foreldrar hvattir til að taka samtalið

„Ég/við trúum því að þessi ungmenni hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau voru að gera en þau læra ekki nema það sé spjallað við þau.“

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín og útskýra afleiðingar þess að henda snjó eða klaka í veg fyrir bifreið/ir, og láta þau vita að slíkt athæfi er stranglega bannað.

 

Mannasaur dreift á Stokkseyri: „Hlýtur að vera einhver hystería“

Stokkseyri - myndin tengist fréttinni ekki beint

Guðni Kristjánsson var illa séður á elliheimili á Stokkseyri eftir að hann dreifði mannasaur í grennd þess árið 2002.

Íbúar á Stokkseyri voru allt annað en sáttir þegar mannasaur úr rotþró var dreift á tún í bæjarfélaginu. Lyktin var svo sterk að íbúar elliheimilis í bænum kvörtuðu til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Guðni Kristjánsson staðfesti í samtali við DV árið 2002 hann hafi staðið fyrir þessu og að Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafi sett sig í samband við sig vegna málsins. „Þeir voru að tala um reglur sem ég þekki ekki. Maður verður að kynna sér þær,“ sagði Guðni um málið en honum fannst heldur mikið gert úr málinu.

„Ég bý sjálfur nálægt þar sem ég sullaði þessu niður. Þetta hlýtur að vera einhver hystería. Það var nánast logn á Stokkseyri í gær og í morgun,“ segir hann um viðbrögð íbúa. „Við erum búin að gera þetta í áratugi og ég veit ekki hvernig bændur um allt land hegða sér í þessu. Eitthvað verður að gera við þetta og einhvers staðar endar þetta allt. Bændur setja jú skít á tún. Það er verið að tala um lífræna ræktun. Er einn skítur öðrum betri í þeim efnum?“ velti hann fyrir sér.

„Mannasaur er dálítið stórt að taka upp í sig. Við tölum um seyru þegar þetta hefur farið um rotþró. Það breytir því þó ekki að bannað er að bera seyru á tún og við höfum veitt manninum tiltal. Hann lofar betrun. Málinu er lokið,“ sagði Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í samtali við DV.

Bjarni Ben sakaður um hræsni og rasisma: „Auðvelt að fordæma árásir þegar fórnarlömbin eru hvít“

|||
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson varð fyrir harðri gagnrýni á X-inu vegna hræsni sem hann sýndi í kjölfar árásar Rússlandshers á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun.

Utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson vakti reiði margra á samfélagsmiðlinum X er hann skrifaði færslu vegna árásar Rússlandshers á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun.

„Skelfingu lostinn yfir stórfelldri árás Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun. Rússland heldur áfram að grípa til hryðjuverka og stríðsglæpa. Stuðningur okkar við Úkraínu verður áfram eins lengi og það tekur. Hugur minn er hjá úkraínsku þjóðinni og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum.“

Lesendur færslunnar voru margir hverjir fljótir að benda á hræsni Bjarna en hann hefur aldrei skrifað svipaða færslu vegna stríðsglæpa Ísraelshers sem framdir hafa verið á Gaza undanfarna tvo mánuði.

„En hvað með Palestínu sem við sem íslendingar erum samsek US og vesturlöndum í morðum og eyðileggingu? HVAÐ MEÐ PALESTÍNU BJARNI!?“ Svo spyr kona sem kallar sig Dimma á samfélagsmiðlinum en hún var ekki sú eina sem furðaði sig á hræsninni.

María nokkur skrifaði eftirfarandi athugasemd: „Auðvelt að fordæma árásir þegar fórnarlömbin eru hvít. Rasisti.“

Svalasta sjöan skrifaði einnig athugasemd: „Flott yfirlýsing! ….. en afhverju kemur ekki svona yfirlýsing frá þèr um terror og war crimes frá ísraelsmönnum? Er það því við gerum bara og segjum það sem USA vilja?“

En það eru ekki einungis Íslendingar sem gagnrýna utanríkisráðherrann því það gerir hann Steve John frá Wales einnig en athugasemd hans er þýdd yfir á íslensku: „þér hefur mistekist að vera agndofa yfir stórfelldum árásum Ísraela, hryðjuverkum og stríðsglæpum á Palestínumenn, þú hefur aldrei gagnrýnt þá, sem gerir þig að hræsnara.“

Mest lesnu fréttir ársins – Endurkoma Gylfa, harmleikir og nýjar ástir

Ljósmynd : Engin Akyurt - Pexels.com

Árið 2023 var ár endurkomu, ofbeldis, harmleika og ástarinnar ef marka má lestrartölur Mannlífs. Í heildina voru fréttirnar lesnar yfir 18 milljón sinnum, sem þýðir að meðalflettingar á dag var um 50.000. Verður það að teljast nokkuð gott hjá litlum miðli sem þessum. Nokkar fréttir stóðu upp úr en um leið og við rifjum upp tíu mest lesnu fréttir ársins 2023, þakka ritstjórn Mannlífs fyrir stuðninginn á árinu og óskum þjóðinni gæfuríks komandi árs.

10. Gylfi Þór er kominn heim – „Þegar maður bjó á Íslandi gat maður ekki beðið eftir að flytja í burtu“ – 38.800 lesendur

Gylfi Þór Sigurðsson

Fyrrverandi óskabarn þjóðarinnar snéri heim á árinu eftir tveggja ára rannsókn bresku lögreglunnar á meintu kynferðisbroti Gylfa Þórs gegn ólögráða einstaklingi en hann sætti farbanni á meðan rannsóknin stóð yfir. Að lokum fór að málið var látið niður falla og hin fallna knattspyrnustjarna snéri aftur heim. Fréttin af heimkomu Gylfa er 10. mest lesna frétt Mannlífs á árinu.

9. Eiginmaður Svövu myrtur og hún segir lögreglu brjóta á sér:„Þeir komu inn með byssur og allt saman“ – 39.500 lesendur

Svava

Enginn skortur var á harmleikum á árinu, því miður en Mannlíf ræddi við Svövu Guðmundsdóttur sem missti eiginmann sinn í október í fyrra er hann var stunginn til bana. Svava þurfti að sitja í fangaklefa í fjóra daga og var eftir það færð í einangrun. Að lokum fór þó svo að henni var sleppt og hreinsuð af öllum grun um að hafa komið að morði eiginmanns síns. Þegar viðtalið var tekið við Svövu hafði lögreglan handtekið hana og kunningja hennar á hóteli fyrir norðan. Sagði hún lögregluna hafa brotið á sér og að hún væri öll lurkum lamin eftir handtökuna.

8. Gylfi Þór mættur – „Fyrsta daginn eftir síðasta leikinn þá flyt ég strax“ – 41.400 lesendur

Gylfi Þór Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Lesendur Mannlífs höfðu greinilega mikinn áhuga á Gylfa Þór á árinu en önnur frétt um heimkomu kappans var lesin í drasl. En hún snérist um að hann hefði mætt á leik Tindastól og Vals er þau léku í úrslitum Íslandsmót karla í knattspyrnu. Var þetta í annað skiptið sem Gylfi sást opinberlega frá því að hann kom heim eftr tveggja ára farbann frá Bretlandi vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti hans gegn ólögráða einstaklingi. Málið var líkt og áður kemur fram, látið niður falla.

7. Gunna Dís kynnir nýju ástina í lífi sínu: „Ég er með hann á heilanum“ – 43.000 lesendur

Gunna Dís og KóKó

Tvennt er það sem gleður landann hvað mest en það er hin frábæra fjölmiðlakona Guðrún Dís Emilsdóttir og annars vegar krúttleg dýr. Ef þetta tvennt er sett saman gerist eitthvað töfrandi. Sjöunda mest lesna frétt Mannlífs á árinu fjallar um nýjasta meðlim fjölskyldu Guðrúnar Dísar og eiginmanns hennar, Kristjáns Þórs Magnússonar en það var hvolpurinn KóKó. Gunna Dís, eins og hún er ávalt kölluð, kolféll fyrir krúttinu og skyldi engan undra, hvutti er algjör krúttbomba!

6. Sævar Daníel: „Ég skil eftir upptökur og fleira sem ég vona að kasti ljósi á hvernig ég var myrtur“ – 43.800 

Sævar
Mynd – YouTube-skjáskotSjötta mest lesna frétt ársins er um sorgarsögu Sævars Daníels Kolandavelu, sem einnig gengur undir listamannsnafninu Poetrix. Hafði hann skrifað átakanlega færslu á Facebook þar sem hann lýsir því hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi brást honum í hans miklu veikindum. Sagði hann frá því hversu ósjálfbjarga hann væri orðinn vegna afar sjaldgæfs ástands líkamans. Lýsti hann því á þennan hátt:

„Þetta er tilkomið vegna þess að hryggurinn á mér er svo illa slitin að hann togast of langt í sundur, og ég þarf manually að halda honum í stað, ekki ósvipað ef og tjald myndi missa eina festinguna við jörðina, og byrja fjúka til himins. Ég þarf bókstaflega að liggja og halda mér föstum í ákveðnum stellingum svo hryggurinn á mér liggi ekki undir frekari skemmdum, en honum hefur hrakað gífurlega og eru nú mestmegnis liðbanda í hálsi og baki að slitna vegna ofhreyfingarinnar og ég er bersýnilega afmyndaður.“

5. Harkaleg handtaka í Ármúla – Óður ökumaður réðst að lögreglunni MYNDBAND – 45.800 lesendur

Mynd / aðsend

Sú frétt sem var sú fimmta mest lesna fjallaði um harkalega handtöku í Ármúlanum, sem náðist á myndband sem minnti helst á atriði í kvikmynd. Þar sást dökkleit Honda nauðhemla eftir að lögreglan hafði veitt bifreiðinni eftirför. Ökumaðurinn steig svo út og æddi í átt að lögreglumönnunum. Greip þá annar lögreglumaðurinn piparúða og beindi að manninum óða. Stuttu síðar var hann yfirbuðaður og skellt í götuna. Bárust öskrin frá ökumanninum um allan Ármúlann eða því sem næst. Reyndist maðurinn vera síbrotamaður eða svokallaður góðkunningi lögreglunnar. Sannkallað bíó.

4. Sonur Guðbjargar rekinn – 46.600 lesendur

|
Guðbjörg Matthíasdóttir

Fjórða mest lesna frétt ársins er ekki eiginleg frétt, heldur það sem Mannlíf kallar orðróm. Þar er sagt frá fjölskylduóeiningu meðal einnar auðugustu fjölskyldu landsins. Í orðróminum er sagt frá því að sonur einnar ríkustu konu Íslands, Guðbjargar Matthíasdóttur, hann Sigurður Sigurðsson hafi verið rekinn sem skipstjóri og stýrimaður af einu uppsjávarskipa Ísfélagsins sem er í meirihlutaeign sona Guðbjargar. Í kjölfarið mætti Sigurður ekki í Kauphöllina þegar móðir hans fékk þann heiður að hringja félagið inn í Kauphöllina. Sannkallaður fjölskylduharmleikur.

3. Nafn konunnar sem lést í bílslysinu á Vesturlandsvegi – 49.600 lesendur

Þriðja mest lesna fréttin kom ekki af neinu góðu enda allta harmleikur þegar fólk deyr í bílslysum. Fréttin er í raun tilkynning um andlát Jóninnu Huldar Haraldsdóttir, sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi í desember, er bifreið hennar lenti á bifreið ungs pars sem mætti henni. Parið lifði af en framundan er erfið endurhæfing.

2. Alexandra eiginkona Gylfa mætt aftur – „Það hefur verið draumur hjá okkur“ – 53.600 lesendur

Það var ekki bara endurkoma Gylfa Þórs sem vakti athygli lesenda Mannlífs heldur einnig endurkoma eiginkonu hans, Alexöndru. Hún hafði hætt á Instagram þegar eiginmaðurinn var rannsakaður vegna meints kynferðisbrots á ólögráða einstaklingi árið 2021. En þegar fréttin, sem lesin var 53.600 sinnum, var skrifuð var Gylfi kominn heim eftir að rannsókn málsins var hætt. Og þá notaði Alexandra tækifærið og byrjaði aftur á Instagram en hún rekur barnavöryverslunina Móa&Mía ásamt Móeiði Lárusdóttur.

1. Guðbjörg Svava er látin – Faðir hennar missti eiginkonu og dóttur sama daginn 56.200 lesendur

Blessuð sé minning Guðbjargar Svövu Guðmundsdóttur 

Mest lesna frétt ársins er um mikinn harmleik en Guðmundur Sigurður Guðmundsson missti bæði eiginkonu sína, Anniku Hillbracken og dóttur, Guðbjörgu Svövu Guðmundsdóttur, sama daginn. Guðbjörg Svava hafði árið 2021 misst eiginmann sinn er hann var stunginn til bana á Ólafsfirði en hún sat inni um stund, grunuð um að tengjast málinu en var svo sleppt er sannað þótti að hún væri alsaklaus. Anikka lést í örmum eiginmanns síns og sama dag lést Guðbjörg Svava en hún var þá nýorðin 37 ára. Lét hún eftir sig tvo syni, annar þeirra aðeins þriggja ára gamalt. 

Tómas vill ekki láta kenna sér um

Tómas hefur lengi verið einn af færustu tónlistarmönnum landsins - mynd: Facebook

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm ný íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Lögin fimm eru:
Kottur b5 með lagið Nostalgia
Krullan með lagið Garden, Prologue
Chet Baker, Kristján Magnússon, Sveinn Óli Jónsson og Tómas R. Einarsson með lagið Don’t Blame Me
Gunnar Gunnarsson og Heiða Árnadóttir með lagið Tunglið og ég
Kári Kresfelder með lagið Please





Lögreglan minnir á rétta notkun flugelda: „Þar sé reglum framfylgt“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu varðandi flugeldanotkun. Þar eru íbúar minntir á að það sé bannað að breyta flugeldum. Þá er einnig minnt á að mikilvægt sé að fara varlega og nota öryggisgleraugu.
„Hér eru íslenskar gæsalappir“


Hægt er að lesa alla tilkynninguna hér fyrir neðan:

„Reglulega skapast umræður um svokallaðar skotkökur og samtengingar á þeim. Gott er að taka fram að allar breytingar á flugeldum frá því sem framleiðandi ætlar, eru bannaðar. Lögreglan hefur eftirlit með söluaðilum og gætir þess að þar sé reglum framfylgt, hvað varðar sölu á flugeldum og þeim tegundum sem eru í boði. Við viljum að lokum minna á mikilvægi þess að fara varlega með skotelda og vera alltaf með öryggisgleraugu.“

Angelina Jolie lamaðist: „Lík­am­inn minn ræður illa við mikla streitu“

Angelina Jolie lamaðist tímabundið

Í nýlegu viðtali við Wall Street Journal greindi verðlaunaleikkonan Angelina Jolie frá því að álag og streita sem hún gekk í gegnum vegna skilnaðar hennar við Brad Pitt hafi lamað andlit hennar. Var sú lömun greind sem Bell’s palsy en það er taugasjúkdómur sem ræðst á andlitið á lamar hluta þess tímabundið.

„Lík­am­inn minn ræður illa við mikla streitu. Blóðsyk­ur minn fer upp og niður. Svo fékk ég skyndi­lega and­litslöm­un sex mánuðum fyr­ir skilnaðinn,“ sagði Jolie í viðtalinu en nú eru liðin sjö ár síðan hún og Brad Pitt skildu og á þeim tíma hefur hún unnið minna til að sinna fjölskyldu sinni.

„Í dag myndi ég ekki ger­ast leik­kona. Kannski á sviði en ekki í Hollywood. Þegar ég var að byrja var líf leik­ara ekki svona op­in­bert og ekki gerð svona mik­il krafa um að deila öllu með öll­um,“ sagði leikkonan en hún vill eyða meira tíma á heimili sínu í Kambódíu.

Jolie hefur undanfarna þrjá áratugi verið ein vinsælasta leikkona heimsins og hefur hún leikið í myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith, Lara Croft: Tomb Raider, Maleficent, Hackers, Girl, Interrupted og Kung Fu Panda-myndunum.

Mbl.is greindi fyrst frá þessu á Íslandi.

Inga reddaði áramótunum fyrir fátæka fólkinu: „Þannig að ekki hafa áhyggjur“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Mynd / Alþingi

Inga Sæland hefur reddað áramótunum fyrir mörgum samkvæmt nýrri færslu á Facebook.

Formaður Flokks fólksins, sem legið hefur í rúminu með Covid að undanförnu en er greinlega komin á ról, átti að eigin sögn „gott samtal“ við fjármálastjóra Tryggingastofnun Ríkisins í morgun um leiðréttingu á því að persónuafslátturinn var tekinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR. Segir hún fjármálastjórann ætla að reyna að greiða út fyrir 15 í dag, annars fái fólkið leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan 2. janúar. „Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra,“ skrifaði Inga í færslu sinni.

Er því ljóst að Flokkur fólksins hafi með þessu nælt sér í fleiri kjósendur enda alltaf gott þegar flokkar geta staðiði undir nafni. Guðfinna nokkur var að minnsta kosti ekki í nokkrum vafa um það hvern hún ætlaði að kjósa í næstu alþingiskosningum en hún skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Ingu: „Við vitum hvað við eigum að kjósa næst. Takk fyrir Inga Sæland.

Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan.

Hætta við brennu og kaupa kyndla fyrir hundruð þúsunda: „Umsagnaraðilar gera ákveðnar kröfur“

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Visit Reykjanes

Íbúar og gestir Suðurnesjabæjar munu ekki fá að njóta áramótabrennu þetta árið en ekki tókst að finna hentuga staðsetningu fyrir hana þetta árið. Frá þessu var greint í fundargerð ferða-, safna- og menningarráði bæjarfélagsins fyrir stuttu og segir í fundargerðinni að fulltrúar Suðurnesjabæjar harmi það. Þess í stað verða keyptir kyndlar og þeim dreift til íbúa. Mannlíf hafði samband við Oddnýju Ásgeirsdóttur, formann ferð-, safna- og menningarráðs og bæjarfulltrúa, til að spyrjast betur í málið.

Síðast þegar að áramótabrennur hafa verið haldnar í Sandgerði þá hafa þær verið á tveimur stöðum, síðast við Sjávargötu en þar áður sunnan við knattspyrnusvæði Reynis, brennur hafa ekki verið haldnar árlega í Sandgerði heldur almennt annað hvert ár ef veðuraðstæður hafa verið hagstæðar ásamt því að brenna féll niður vegna Covid árið 2020,“ sagði Oddný þegar hún var spurð af hverju þeir staðir sem hafa verið notaðir áður fyrir brennur henti ekki lengur.

„Í lögum nr. 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og samnefndri reglugerð nr. 325/2016 er að finna þær kröfur sem gerðar eru til slíkra brenna ásamt því að leyfi þarf frá heilbrigðiseftirliti og slökkviliði áður en sýslumaður gefur út sitt leyfisbréf. Í framangreindri reglugerð er m.a. að finna kröfur varðandi fjarlægð brennu frá íbúðabyggð, mannvirkjum, matvælaframleiðslu ofl. Á þeim stað sem brenna var haldin síðast við Sjávargötu er ekki hægt að uppfylla þessar kröfur um fjarlægð ásamt því að það svæði er nú geymslustaður fyrir efni í sjóvarnir. Á hinum staðnum sunnan við knattspyrnusvæðið er nú ný íbúðabyggð og það svæði uppfyllir því ekki lengur kröfur um fjarlægð frá íbúðabyggð og mannvirkjum.“

En hvað þarf staðsetning að hafa til að henta fyrir áramótabrennu?

„Staðsetning fyrir brennur þarf að uppfylla þær kröfur sem tilteknar eru í reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum ásamt því að fá starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti og slökkviliði. En þessir umsagnaraðilar gera ákveðnar kröfur m.a. um aðgengi að slökkviefnum, undirlag undir brennusvæði og hreinsun á jarðvegi eftir að brennu líkur.“

Þegar Oddný var spurð út í kostnað þess að kaupa alla þessa kyndla sagði hún að það væri milli 200-300 þúsund krónur og að það væri einnig áætlaður kostnaður fyrir brennuna sem ekki verður haldin.

Vil þá koma því á framfæri og minna á að flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Sigurvonar verður á sínum stað kl. 20 við smábátahöfnina og útsýni er best frá Sjávargötunni þar sem íbúar munu safnast saman með kyndla. Búast má við nokkuð hagstæðu veðri á þessum stað á gamlárskvöld og íbúar hvattir til að eiga skemmtilega samverustund,“ sagði Oddný að lokum.

Liðþjálfi trylltist í umferð og beinti byssu að unglingsstúlku: „Viltu fokking deyja?“

Liðþjálfi í bandaríska flughernum brjálaðist í umferðinni fyrr í mánuðinum og beindi byssu að unglingsstelpu og öskraði „Viltu fokking deyja?!“.

New York Post segir frá því að fyrsti liðþjálfinn Charles Bass III, fertugur, hafi verið að keyra í Surprise, Arizona þegar hin 19 ára Shi´Ann Bamba keyrði í veg fyrir hann, fimmta desember síðastliðinn. Kemur þetta fram í dómskrá.

Charles Bass III

Bamba hafði skutlað systkini sínu í grunnskóla í bænum, rétt áður en hún lenti í liðþjálfanum.

Eftir að Bamba hafði keyrt í veg fyrir Bass keyrðu þau um tíma hlið við hlið, þar til þau stoppuðu á rauðu ljósi. Þá tók Bamba fram símann og hóf að taka upp hinn reiða bílstjóra.

„Viltu fokking deyja?“ heyrist Bass öskra á meðan hann beinir skammbyssu í átt að unglingnum, eins og sjá má á myndbandi sem birtist fyrir neðan fréttina.

Hinn skelkaði unglingur heldur því fram að Bass, sem hefur verið 21 ár í flughernum, hafi beint byssunni að henni í annað skiptið, rétt áður en hann keyrði í burtu.

Segir Bamba að það hafi tekið hana smátíma að átta sig á því hvað hefði gerst, áður en hún hringdi í móður sína í geðshræringu.

„Ég hringdi í mömmu mína rétt eftir að ég áttaði mig á því að ég hefði getað dáið þarna,“ sagði Bamba við fjölmiðla.

Bamba segist þó ósammála því að hún hefði keyrt í veg fyrir Bass. „Ég skipti ekki um akrein. Ég var ekki einu sinni byrjuð að gera tilraun til þess að skipta um akrein.“

Unglingurinn hringdi í lögregluna í Surprise eftir atvikið og sýndi þeim myndskeiðið.

Faðir Bamba sá bíl Bass síðar þennan dag á sama svæði og þar sem ökuæðið rann á hann og tilkynnti númeraplötuna til lögreglunnar.

„Það er ekkert sem kom út úr mínum munni sem gat leitt til þess að byssu yrði beint að mér, og ég var ein í bílnum,“ sagði stúlkan við fjölmiðla Vestra.

Bass kom sjálfviljugur til lögreglunnar og viðurkendni sinn þátt í atvikinu.

Lögreglan segir að Bass hafi verið settur í gæsluvarðhald 12. desember af teymi sem samanstendur af Verkefnasveit bandarískra hermanna, bandaríska flughernum og lögreglunni í Surprise.

Bass kenndi áfallastreituröskun sem og ofurárverknisvanda sem hann glími við, um atvikið og sagði sá glugga bílstjórans koma niður og hafi ekki vitað hvað hún væri að gera.

Sagðist Bass ekki vita af hverju hann hafi beint byssu sinni að Bamba í seinna skiptið, eftir að hann áttaði sig á að bílstjórinn væri ung kona.

Hann var ákærður fyrir margar ákærur, þar á meðal fyrir alvarlega líkamsárás með banvænu vopni, óreglulega hegðun með vopni og fyrir að skapa hættu, samkvæmt dómsgögnum.

Í Arizona getur einstaklingur sem á yfir höfði sér 3. flokks ákæru fyrir alvarlega líkamsárás með banvænu vopni, átt yfir höfði sér að 8,75 ára fangelsi að meðaltali.

Lögreglan leitar að fleirum í tengslum við skotárás: „Það er enn verið að safna upplýsingum“

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu - Mynd:Skjáskot RÚV

Tveir karlmenn voru í gær úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna tengsla þeirra við skotárás sem átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld en mennirnir voru handteknir vegna málsins í gær.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði í samtali við RÚV að það verði hugsanlega fleiri handteknir í tengslum við þessa skotárás og geti verið að hún tengist öðrum skotárásum sem hafa orðið á árinu.

„Á þessu stigi getur alveg komið til þess að við þurfum að hafa upp á fleirum í sambandi við þetta mál,“ sagði Grímur og jafnframt að rannsóknin væri í fullum gangi.

„Það er enn verið að safna upplýsingum eins og við höfum gert síðan á aðfangadagskvöld og verið að yfirheyra þá sem að við teljum að þurfi að yfirheyra.“

Anna Kristjáns bjó einu sinni fyrir ofan Trölla: „Hann var sífellt kvartandi“

Anna Kristjáns.

Í nýjust dagbókarfærslu sinni fjallar Anna Kristjánsdóttir meðal annars um þá nágranna sem hún hefur haft frá því að hún flutti til Paradísar, sem er hennar nafn á Tenerife.

Eins og allir sem séð hafa áströlsku sápuóperuna Neighbours þurfa allir góða granna. Þetta veit Anna Kristjánsdóttir en hún heldur úti opinberri dagbók á Facebook. Í nýjust dagbókarfæslunni talar hún um þann tíma þegar hún bjó fyrir ofan The Grinch, eða Trölla eins og það útleggst á okkar ástkæra ylhýra.

„Við töluðum um fleira en jákvæða hluti á barnum í gær og upp komu minningar um þessa ellefu mánuði sem ég bjó í Achacay með Herra Grinch fyrir neðan mig. Hann var sífellt kvartandi, skrjáf í stólum hávær andadráttur og guð má vita hvað. Ég fékk nóg af honum þegar ég og vinkona mínum reyndum að þrífa svalirnar hjá mér eftir versta Calima í meir en 70 ár og það duttu nokkrir dropar af vatni niður á kantinn á svölunum hans og hann brjálaðist. Ég var samt á undan honum að kvarta yfir framkomu hans í það skiptið og þá loksins trúði leigumiðlunin orðum mínum og lét fíflið heyra það.“

En svo flutti Anna og hefur búið þar síðan. Nágrannar hennar eru yndislegir þó einn þeirra sé reyndar Liverpool-aðdáandi.

„Það breytti ekki því að þegar útgöngubanninu vegna Covið lauk, hóf ég leit að betra húsnæði og flutti frá Achacay til Parque Margarita í júní árið 2020 og hefi búið hér síðan þá með yndislega nágranna.

Ég viðurkenni alveg að næsti nágranni sem býr fyrir neðan mig er aðdáandi Liverpool, en hann er samt svo indæll að hann reynir allt sitt besta til að halda friðinn við mig, en geri ég eitthvað á hans hluta, kemur hann til mín daginn eftir og biður mig um að fara aðeins varlegar í hlutina, samanber þegar gerði úrhellisrigningu fyrir þremur árum og annað niðurfallið af svölunum stíflaðist, en er ég losaði stífluna fór vatnið beint yfir Liverpool treyjurnar hans sem hengu til þerris neðan við niðurfallið mitt.

Það er gott að búa á Tenerife.“

Lögreglan leitaði að nöktum manni í nótt – Örvæntingafullir aðdáendur Arsenal gáfu frá sér óhljóð

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að nöktum manni í nótt eftir að tilkynning barst um að einstaklingur væri að afklæðast úti í kuldanum. Ekki liggur fyrir hvernig málinu lauk. Hefðbundin læti vegna flugelda eru hafin og bárust kvartanir vegna þess að brostið hefði á flugeldastríð. Lögreglan náði ekki að varpa ljósi á það hverjir hefðu staðið þar að verki.

Þrír eru grunaðir um þjófnað í fataverslun í miðborginni. Það mál er í rannsókn. Þá var tilkynnt um þjófnað á yfirhöfn gests á hóteli. Greiðslukort sem voru í úlpunni voru notuð í verslun í miðbænum. Lögregla var einnig kölluð til vegna þess að barn var staðið að þjófnaði. Það mál unnið í samráðí með foreldrum.

Maður var handtekinn fyrir að brjóta rúðu í leigubíl. Dólgurinn reyndist vera í mjög annarlegu ástandi.

Öskur settu mark sitt á nóttina. Tilkynnt var um mann sem stóð á öskrinu í miðbænum en sé fannst ekki. Önnur tilkynning barst um óhljóð sem bárust frá íbúð. Þar reyndist vera um að ræða örvæntingafulla Arsenal-aðdáendur.

Mikið var um umferðaróhöpp í borginni í gærkvöld og nótt. Árekstrar urðu og ekið var staur og vegrið. Þá kom til kasta lögreglu vegna ökumanns sem lagði bifreið sinni á akrein og virtist vera ofurölvi.

Egill fær á baukinn

Mikill hiti er hlaupinn í umræður um meinta barnagirnd séra Friðriks Friðrikssonar og slaufun á prestinum. Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi og skákmeistari, skrifaði grein í Vísi þar sem hann fordæmdi það hugleysi sem einkenni viðbrögð við málinu og þann skort sem sé á sönnunum um það sem presturinn á að hafa brotið af sér.  Meðal þeirra sem hafa fordæmt séra Friðrik eru borgaryfirvöld í Reykjavík.

Það voru þeir félagar Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og Egill Helgason, starfsmaður RÚV, sem reistu málið á hendur prestinum í bókmenntaþættinum Kiljunni þar sem þeir ræddu um bók Guðmundar sem byggir á lífshlaupi séra Friðriks. Umræðuefni þeirra félaga snerist að mestu leyti um frásögn manns sem sagði Guðmundi frá því að presturinn hefði nálgast sig með ósæmilegum hætti. Frásögnin er nafnlaus.

Jón Viðar Jónsson, bókmenntagagnrýnandi blandaði sér í slaginn á Facebook þar sem hann fagnaði grein Helga Áss og afgreiðir málið sem nornaveiðar sem Guðmundur sagnfræðingur hafi hrundið af stað. Hann benti á veikleikann í málflutningi þeirra sem hafa fordæmt Friðrik. „Jæja, loks kom þar að einhver segði eitthvað af viti um þá aðför, sem borgaryfirvöld og borgarráð (með fullri þátttöku sjálfstæðismanna) hafa hrundið af stað og keyrt áfram …, skrifar hann í athugasemd og lætur síðan Egil Helgason fá á baukinn. Hann telur að Egill hafi ekki lesið bókin umræddu þrátt fyrir leikræn tilþrif um að hafa orðið fyrir áfalli. Egill svaraði Jóni Viðari stuttlega og segist hafa kynnt sér efnið rækilega áður en umfjöllunin átti sér stað.
Ljóst má vera að málinu er ekki lokið og ýmislegt ósagt …

Alþingismenn horfðu saman á klám á Hótel Sögu: „Á erfitt með að láta hugarflugið reika“

Alþingsmenn horfðu á klám saman á Hótel Sögu

Stór hópur útvaldra í þjóðfélaginu voru viðstaddir sýningu sem samtökin Konur gegn klámi stóðu fyrir á Hótel Sögu árið 1990 en fjallað var um málið í Tímanum.

Alþingismenn, blaðamenn, lögreglumenn og fleiri mættu á þessa sýningu samtakanna en tilgangur hennar var að vekja athygli á hversu auðvelt væri að nálgast klám á Íslandi. Í raun gæti það hver sem er, burt séð frá aldri. Myndin var keypt í gegnum smáauglýsingar DV en miklar deilur höfðu skapast um þessar auglýsingar og voru þær endanum teknar af síðum DV. Myndin sem sýnd var hélt Die pissende Analstute og þótti nóg að sýna frá fyrstu tíu mínútum myndarinnar en lengd hennar var 90 mínútur.

Lesa má lýsingu blaðmanns Tímans á Die pissende Analstute hér fyrir neðan:

„Það var þó ekki það versta því að frá siðferðissjónarmiði var það sem sýnt var af myndinni herfilegt og andstyggilegt. Það sem fram fór var einkum eins konar skoðun á ákveðnum líkamshlutum konu sem framkvæmd var af tveim karlmönnum sem beittu óspart svipuskafti við þessar „athuganir“. Svipan var svonefndur níu rófna köttur og af og til var hún einnig notuð til þeirra verka sem slík tól eru sjálfsagt smíðuð til,“ var lýsing blaðamanns.

Á svæðið mættu nokkrir af núverandi og fyrrverandi þingmönnum Kvennalistans, eða þær Guðrún Agnarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson, Árni Gunnarsson og Rannveig Guðmundsdóttir þingmenn Alþýðuflokks og þeir Jón Helgason og Guðmundur G. Þórarinsson þingmenn Framsóknarmanna en öllum Alþingsmönnum var boðið.

„Ég hef ekki fyrr séð svona mynd og á erfitt með að láta hugarflugið reika. Þó virðist af þessu vera svo, að fyrir peninga sé hægt að leggjast ansi lágt á mörgum sviðum og að því leyti kemur þetta manni kannski ekki svo mjög á óvart, auðvitað býr gróðahyggja þarna að baki,“ sagði Jón Helgason ásamt því að vera þingmaður hafði hann verið um stund dómsmálaráðherra.

„Ég vænti þess að minnsta kosti þótt það sé svo að fyrir sumu þurfi lengi að vinna áður en árangur fer að sjást. Þótt manni virðist að auðvelt sé að bæta mannlífið þá er róðurinn oft þyngri að gera það,“ en á sýninguna mætti einnig Egill Stephensen fulltrúi ríkissaksóknara.

„Það virðist vera talsverður markaður fyrir klámefni því að sakamál sem tengjast því koma alltaf upp reglulega og allmargir dómar hafa fallið í klámmálum undanfarin ár“, en hann sagði jafnframt að þó að dreifing á klámi væri bönnuð þá væri klám ekki skilgreint í lögum. Sem hann taldi bæði kost og galla.

Egill hæðist að lögreglunni: „Ég hef átt það til að dotta stundum í bílnum“

Egill Helgason hæðist að lögreglunni í færslu á Facebook, í kjölfar frétta af handtöku þeldökks manns á aðfangadag.

Mannlíf fjallaði um það í fyrradag að Brian nokkur, frá Kenía, hafi verið handtekinn eftir að lögreglan kom að honum sofandi í bíl en hann hafði gleymt persónuskilríkjum sínum heima. Fjölskylda mannsins vildi meina að ástæða þess að hann hafi verið handtekin sé húðlitur hans en lögreglan þvertekur fyrir það.

Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði færslu í gær þar sem hann hæðist að lögreglunni en færslan vakti mikla lukku.

Hér er færslan:

„Ég viðurkenni: Ég hef átt það til að dotta stundum í bílnum þegar ég bíð eftir því að frú Sigurveig eða Kári reki einhver erindi. Hef samt aldrei verið spurður um skilríki vegna þessa.“

Færsla í Facebook-hópi Grindvíkinga vekur athygli: „Eitthvað hlýtt bræðir snjóinn“

Bráðinn snjór í Grindavík Ljósmynd: Facebook

Snjór virðist bráðna á ákveðnu svæði í Grindavík

Grindvíkingar eru skiljanlega nokkuð á nálum um þessar mundir þar sem hækkandi landris hefur mælst nálægt bænum undanfarna daga. Anna nokkur skrifar áhugaverða færslu á Íbúar á Grindavík hópnum á Facebook. Þar birtir hún ljósmynd af bræddum snjó sem hún segist hafa tekið eftir fyrir stuttu á lóð sinni í Selsvöllum. „Ég fann þetta á lóð minni í Grindavík, eitthvað hlýtt bræðir snjóinn,“ skrifaði hún við færsluna og birti myndina.

Mannlíf heyrði í Atla Geir Júlíusson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs hjá Grindavíkurbæ og spurði hann út í málið en hann hafði þá nýverið séð færsluna. Sagðist hann telja líklegt að um hitavatnslögn væri að ræða, sem hefði farið en ætlaði að láta athuga málið. „Mér finnst líklegt að þetta sé hitaveitulögn. En ég læt lögregluna vita og aðra og þetta verður skoðað en ef þetta væri hraun væri það sennilega komið upp núna,“ sagði Atli Geir rólegur í samtali við Mannlíf.

Feðgar gæta hagsmuna Grindvíkinga: „Skila góðum árangri og bæta stöðu margra svo um munar““

Einar og Hörður Mynd: Facebook

Björn Birgisson hrósar feðgum sem gæta hagsmuna Grindvíkinga um þessar mundir.

Samfélagsrýnirinn beinskeytti Björn Birgisson er þakklátur feðgunum Einari Hannesi Harðarsyni og Herði Guðbrandssyni en sá yngri er formaður Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og sá eldri er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Björn skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann birtir ljósmynd af feðgunum og segir þá öfluga. „Segja má að feðgarnir leggi dag við nótt um þessar mundir í baráttu fyrir hagsmunum sinna félagsmanna og Grindvíkinga allra,“ skrifar Björn og bætir við: „Með þeim í þeirri vegferð er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem þekkir völundarhús lífeyrissjóðanna betur en flestir. Ég geri fastlega ráð fyrir að barátta þessara manna muni skila góðum árangri og bæta stöðu margra svo um munar.“

Reistu risastóra bronsstyttu af Shakira í heimabæ hennar – SJÁÐU MYNDIRNAR

Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni

Reist hefur verið stytta af einni frægustu söngkonu allra tíma en það er hún Shakira sem fékk þessa fjöður í hattinn. Þetta er líka risa fjöður en styttan er tæpir sjö metrar á hæð og er úr bronsi.

Styttan var reist í heimabæ söngkonunnar í Kólumbíu og sýnir hana í líkamsstöðu sem hún gerði fræga í myndbandinu við lagið Hips Don’t Lie. Foreldar hennar voru viðstaddir athöfnina þegar styttan var afhjúpuð. Það var listamaðurinn Yino Márques sem bjó til styttuna og óhætt er að segja að hún sé glæsileg.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Shakira (@shakira)

Læknar tóku ekki mark á Kolbrúnu: „Það var enginn að grípa mig“

Kolbrún Sverrisdóttir glímir við erfið veikindi en vill forða öðrum frá svipuðum örlögum - Mynd: Facebook

Kolbrún Sverrisdóttir hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni. Hún missti sambýlismann sinn í sjóslysi árið 1996 og fórst faðir hennar einnig í sama slysi. Eftir slysið varð Kolbrún landsþekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum sjómanna og var meðal annars valin kona ársins 1999 af tímaritinu Nýju Lífi. Undanfarin sex ár hefur hún hins vegar glímt við lungnasjúkdóm en fékk ekki rétta greiningu fyrr en árið 2022. Kolbrún segir frá þessu í tímaritinu Lungu, fréttablaði Lungnasamtakanna.

„Eftir á að hyggja hef ég verið farin að finna fyrir þessu án þess að gera mér grein fyrir hvers kyns væri. Ég reykti í þrjátíu ár, frá því ég var unglingur og þangað til ég var fjörtíu og fimm ára og eru því að verða átján ár frá því ég hætti. Það umhugsunarverða er að fyrir um fimm til sex árum fór ég að fá mjög mikla verki fyrir brjóstið og í bakið. Ef ég fann lykt af grasi fannst mér ég alveg vera að kafna og var mjög viðkvæm fyrir alls konar lykt. Ég mæddist mikið, var alltaf hnerrandi og tók andköf ef ég fann eins og eitthvað skylli á lungunum.“

Á þessum tíma fór Kolbrún reglulega til læknis til að reyna fá skýringu á málunum. Hún var greind með gróðurofnæmi, kulnun eða stoðverki en var í raun aldrei rannsökuð. Hélt þetta áfram þar til hún missti allt þrek eitt kvöld áður en hún átti að mæta til vinnu. Hafði hún ekki þrek eða orku til að opna útidyrnar. Varð svo að hún lá í veikindum yfir helgina. Mánudaginn eftir helgina reyndi hún að fá tíma hjá lækni en gat aðeins fengið slíkan tíma ef hún hitti hjúkrunarfræðing fyrst.

„Það tókst loksins og hún tók af mér blóðprufu þar sem kom í ljós að ég var með einhverja sýkingu. Þá fékk ég að tala við lækninn sem setti mig á lyf við lungnabólgu. Ég fór heim og tók lyfið og ætlaði svo bara að mæta í vinnuna þegar ég væri orðin hressari.“

Lyfin höfðu þó ekki þau áhrif sem Kolbrún vonaðist eftir og hún ákvað að taka málin í eigin hendur. „Það var enginn að grípa mig í þessum aðstæðum. Ég hafði verulegar áhyggjur af veikindum mínum og sá fram á að ég myndi sennilega ekki fá þá þjónustu sem ég þyrfti heima. Ég var hvorki sett í myndatöku né blásturspróf, það var ekkert verið að spandera í það.“

Eftir að hafa fengið tíma hjá lungnalækni með miklum erfiðleikum var Kolbrún greind með lungnabilun á lokastigi og hefði aðeins 25 prósent lungnastyrk. Lungnalæknir Kolbrúnar sótti um endurhæfingu fyrir hana á Reykjalundi en í millitíðinni fékk hún svo veirusýkingu og loksins COVID.

Eins og gefur að skilja er Kolbrún ósátt við þá læknisaðstoð sem hún fékk þau ár sem hún leitaði sér læknisaðstoðar og var ranglega greind. „Ég skrifaði fráfarandi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og lét hann vita af þessari óánægju. Ég nefndi að í það minnsta hefði mátt taka af mér mynd. Þá hefði þessi þétting í lunganu sést. Í öðru lagi finnst mér alveg galið að í öll þessi ár sem ég hef komið til læknisins með mikla öndunarerfiðleika hafi ég ekki einu sinni verið sett í blásturspróf. Það kostar nú ekki mikið og hefði ekki sett stofnunina á hliðina,“ en í svarbréfi til Kolbrúnar var sagt að ekkert óeðlilegt hafi verið við afgreiðslu á hennar máli en þó hefði mátt taka lungnamynd.

Kolbrún kallar eftir því að læknar hlusti betur á fólk þegar það kemur til þeirra. „Ef það kemur til þín miðaldra kona, skaltu taka mark á því sem hún segir og skoðaðu hana. Ekki afgreiða hana sem móðursjúka, með stoðverki, gróðurofnæmi, eða kulnun!“

Raddir