Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Óttar í skýjunum: „Við sem lögðum blóð, svita og tár í verkefnið erum afar stolt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska þáttaröðin Brot (The Valhalla Murders) hefur göngu sína á BBC4 eftir tæpar tvær vikur. Aðalhöfundur þáttanna segist vera ótrúlega stoltur. Þetta sé í raun punkturinn yfir i-ið eftir mikla sigurgöngu þáttanna víða um veröld.

„Það er í raun heiður,“ segir Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur og aðalhöfundur þáttaseríunnar Brots eða The Valhalla Murders, sem hefur göngu sína á BBC4 eftir tæpar tvær vikur. Þar verður serían sýnd á laugardagskvöldum klukkan 21, eins og Borgen, Broen og Forbrydelsen sem voru sýndar á sömu stöð og á sama tíma. Yfir því gleðst höfundurinn.

„Við sem lögðum blóð, svita og tár í verkefnið erum afar stolt af árangri þessara litlu, íslensku seríu sem óvart endaði með því að vera sýnd út um allan heim og lokapunktur þess, má segja, er að komast á BBC,“ heldur hann áfram, alveg í skýjunum.

Óttar segir þetta í færslu á Facebook og bendir á að síðan í mars séu margar milljónir manna búnar að horfa á Brot á Netflix. Þar með hafi þáttaröðin fengið mest áhorf allra íslenskra sjónvarpssería, ásamt Ófærð. Fyrir utan það hafi þættirnir fengið fína dóma út um víða veröld og séu með 83% í einkunnagjöf á kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes, en það verður að teljast góður árangur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -