Vigdís ekki gefist upp á ástinni: „Ætli sé ekki að verða ár síðan ég hætti að hitta þennan mann“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ástin kemur þegar hún kemur. Við stjórnum því ekki sjálf,“ segir Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, sem hefur fulla trú á ástinni þrátt fyrir sambandsslit hennar og Garðars Kjart­ans­son­ar veitingamanns.

Morgunblaðið auglýsti Vigdísi með þeim hætti nýverið að hún væri á lausu. Aðspurð hvernig henni hafi liðið við auglýsinguna hafði hún þetta að segja:

„Veistu, mér er eiginlega algjörlega slétt sama. Þeir sem eru í stjórnmálum hafa ekkert prívat líf. Það hefur iðulega ratað í fréttir þegar ég hef deitað menn og svo þegar ég er á lausu kemur það líka í fréttir. Ég hlýt að vera bara svona rosalega áhugaverð persóna, það getur ekki annað verið,“ segir Vigdís sem gefur reyndar ekki mikið fyrir ferskleika frétta hjá Morgunblaðinu:

„Þetta eru eld, eld, eld, eldgamlar fréttir. Ætli það sé ekki að verða ár síðan ég hætti að hitta þennan mann sem um ræðir.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -