Þriðjudagur 5. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Eitt fallegasta hús Akureyrar til sölu: „Þetta hús býður upp á marga möguleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt fallegasta hús Akureyrar er nú til sölu. Um er að ræða elsta hús Oddeyrarinnar, gamla Gránufélagshúsið.

Glæsilegt er það.

Fram kemur í frétt akureyri.net, að húsið hýsi nú veitingastaðinn Eyr og pítsastaðinn Austur – Pizza bar.

Eigandi hússins, Róbert Häsler, en hann er einnig rekstraraðili veitingastaðanna sem eru í húsinu, segist hafa viljað sjá hvort einhver áhugi væri fyrir húsinu. „Þetta eru bara þreifingar. Húsið er stórt og býður upp á fjölbreyttari rekstur en þann sem er hér núna. Það væri gaman að fá enn meira líf í þetta stóra og mikla hús, maður veit aldrei nema einhver þarna úti sé með góða hugmynd,“ segir Róbert.

Og ekki er það minna fallegt að innan.

Segist Róbert ekki sjá fyrir sér að veitingastaðirnir sem í húsinu eru, séu að fara þaðan, heldur mun frekar að nýjir eigendur fái leigusaming með í kaupunum.

„Það er auðvitað allt samkomulagsatriði. Eitt er víst að þetta hús býður upp á marga möguleika. Það er ótrúlega fallegt, vel við haldið og á besta stað í bænum,“ segir Róbert.

Gamla Gránufélagshúsið við Strandgötu 49 var byggt árið 1880 og er sem fyrr segir, elsta húsið á Oddeyrinni.

- Auglýsing -
Jiii og það er pallur líka!

Fram kemur í fasteignaauglýsingu frá fasteignasölunni Hvammur, að húsið, sem eru heilir 606,7 fermetrar að stærð, hafi verið endurnýjað mikið síðustu þrjá áratugina. Miklar endurbætur voru gerðar á því árið 2013 og það sett í það form sem það er í dag. Á jarðhæðinni er gólfhiti og allar raf- og vatnslagnir voru endurnýjaðar árið 2013. Þá var gler endurnýjað og húsið málað að utan árið 2018.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -