Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Hófu framkvæmdir án tilskylds umhverfismats – Fjarðabyggð sleppur með skrekkinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sjaldgæft er að farið sé í meiriháttar framkvæmdir án undangengins umhverfismats, líkt og raunin er um vinnu við annan áfanga Mjóeyrarhafnar, að sögn sérfræðings hjá Skipulagsstofnun. Útlit er fyrir að sveitarfélagið Fjarðabyggð muni sleppa með skrekkinn.

Í frétt Austurfréttar segir að umhverfismat og skipulag standi nú yfir fyrir annan áfanga Mjóeyrarhafnar. Búið er að fylla upp í rúma tíu hektara af þeim 12 sem þarf fyrir framkvæmdina. Bróðurparturinn var gerður haustið 2020 en er vinna átti að hefjast við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið kom babb í bátinn, umhverfismatið vantaði.

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði í samtali við Austurfrétt, að mistök hefði verið gerð hjá framkvæmdaraðilanum, sem er sveitarfélagið. Lágu mistökin í því að talið hefði verið að umhverfismat hefði verið gert fyrir mögulega stækkur, er fyrsti áfangi núverandi hafnar, var gerður árið 2005. Það reyndist rangt.

Jón Björn Hákonarson
Ljósmynd: fjardarbyggd.is

Fram kemur í áliti Skipulagsstofnunar á matsáætlun að um sé að ræða ámælisvinnubrögð af hálfu Fjarðabyggðar sem þarf að tryggja að endurtaki sig ekki. Að sögn Jóns Björn er búið að endurskoða og brýna verkferla hjá sveitarfélaginu.

Lögum samkvæmt er óheimilt að gefa út framkvæmdaleyfi án álits stofnunarinnar um umhverfismat en í svari Jakobs Gunnarssonar, sérfræðings á svið umhverfismats hjá Skipulagsstofnun kemur fram að ljóst sé að mistökin í þessu tilfelli séu ekki algeng, að byrja vinnu við framkvæmdir við matsskyldar framkvæmdir án mats.

Þrátt fyrir að yfirsjónin séu í bága við lög lítur stofnunin hins vegar svo á að um undantekningartilfelli sé að ræða. Og þá er það mat stofnunarinnar að fengnum útskýringum á mistökunum, sé rétt að ljúka umhverfismati fyrir annan áfanga, þrátt fyrir að framkvæmdirnar séu langt á veg komnar.

- Auglýsing -

Heimild er í lögum fyrir Skipulagsstofnun að leggja stjórnvaldssektir á þá aðila sem hefja framkvæmdir áður en umhverfismat hefur farið fram en heimildin var þó ekki lögfest fyrr en árið 2019. Framkvæmdirnar við annan áfanga Mjóeyrarhafnar hófust eftir það ár og því sleppur sveitarfélagið með skrekkinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -