Laugardagur 25. júní, 2022
6.8 C
Reykjavik

Mótmæla sjókvíaeldi á Raufarhöfn: „Myndi gengisfella allar laxveiðiár“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Meðal þeirra sem mótmæla áformum um fiskeldi við Raufarhöfn eru sjö austfirsk náttúruverndarsamtök og veiðifélög. Í ályktun sem send var út í dag er varað við áhrifum eldisins á laxveiðiár á Norðausturhorni landsins.

Austurfrétt sagði frá málinu í dag. Þar kemur fram að á Raufarhöfn séu til skoðunar áform um 10.000 tonna eldi, sem yrði í sjó part úr ári. Friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldi var markað árið 2004 og er Raufarhöfn innan þess svæðis.

Um 30 náttúruvendar- og veiðifélög sendu frá sér ályktun í dag þar sem varað er við að fjöldi laxveiðiáa séu innan við 150 km fjarlægð frá eldinu, þar með taldar Selá, Vesturdalsá, Hofsá, Sunnudalsá í Vopnafirði og Jökulsá á Dal og geti það haft áhrif á villtu stofnana sem þar er að finna. „Sjókvíaeldi á Raufarhöfn myndi gengisfella allar laxveiðiár á norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi,“ segir meðal annars í ályktuninni.

Kemur þar einnig fram að skaði geti ekki einungis orðið í lífríkinu heldur einnig af afkomu tæplega 1.800 lögbýla á Norður- og Austurlandi sem fái tekjur af lax- og silungsveiðum. Er af þeim sökum skorað á sveitarstjórn Norðurþings að beita sér ekki fyrir breytingum á friðunarsvæðinu og matvælaráðherra hvattur til að lögfesta hvar bannað sé að stunda sjókvíaeldi.

Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru forsvarsfólk veiðifélaga áðurnefndra veiðiáa, ásamt formönnum VÁ – Félags um verndun Seyðisfjarðar og Náttúruverndarsamtaka Austurlands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -