Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Mætir í jólamatinn með náttföt í poka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Ruza Miljevic, fjölmiðlakona, segir flestar skemmtilegustu jólaminningar sínar tengjast móður sinni, sem standi í ströngu við að reyna að fá fjölskylduna til að halda sig á mottunni á aðfangadagskvöld. Það gangi hins vegar ekki vel og þrátt fyrir að allir mæti í sínu fínasta pússi í jólamatinn séu allir komnir í náttföt um leið og búið er að kyngja aðalréttinum.

„Margar af vesenis jólaminningunum mínum snúast aðallega um hana elsku mömmu,“ segir Eva Ruza og hlær „Hún er alltaf með sveppasúpu í forrétt á jólunum, sem er sú allra besta í heimi. Nema vesenið þegar ég var yngri var að ég borðaði ekki sveppi en elskaði súpuna. Þannig að alltaf á aðfangadag stóð mamma greyið með sigti og sigtaði sveppina frá súpunni fyrir einn disk svo ég gæti borðað án þess að fá klígju. Ég vildi sem sagt að súpan væri elduð með sveppunum, en ekki borða þá. Sem betur fer eltist þetta vesen af mér og ég borða alla súpuna með bestu lyst í dag – mömmu til mikillar gleði.“

Þrátt fyrir að þurfa ekki lengur að sigta súpuna ofan í dyntótta dóttur sína er aðfangadagskvöld enn í dag mikil þrekraun fyrir móður Evu.

„Mamma fær alltaf verki á aðfangadagskvöld, enn í dag,“ útskýrir Eva. „Við systur mætum í okkar fínasta pússi heim til mömmu og pabba, pabbi í sparifötum með bindi, en um leið og aðalrétturinn er búinn erum við komnar í náttföt á ljóshraða. Mömmu dreymir um að við séum öll í sparifötunum fram eftir kvöldi, en við hlustum ekkert á það. Pabbi rífur vanalega af sér bindið yfir súpudiskinum og er kominn í stuttermabol á sama tíma og við systur. Ég meina, allir búnir að smella af fínu jólamyndinni við jólatréð og algjör óþarfi að hangsa lengur i sparifötum. Og já, ef þið eruð að spá, þá komum við með náttföt i poka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -