Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Bragðgóð baunabuff

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baunabuff eru hollur og góður matur sem er t.d. gott að eiga í frysti og grípa til þegar lítill tími er til stefnu. Baunir hafa hátt prótínhlutfall og eru stútfullar af næringarefnum og trefjum. Þær eru ódýr matur og því vel til þess fallnar að drýgja t.d. pottrétti og súpur. Niðursoðnar baunir eru þægilegur kostur þegar tíminn er naumur en það er miklu ódýrara að leggja þurrkaðar baunir í bleyti, sjóða þær og skipta þeim niður í hæfilega skammta og frysta. Þannig er fljótlegt að grípa til þeirra þegar á þarf að halda. Linsubaunir þarf ekki að leggja í bleyti, þær eru því einskonar skyndibaunir sem er mjög hentugt að nota með litlum fyrirvara.

KJÚKLINGABAUNABUFF MEÐ SPÍNATI
8-10 buff
Erfitt er að gefa nákvæmlega hversu mikið hveiti þarf að nota í þessa uppskrift. Það fer eftir því hversu vel gengur að ná vatninu úr spínatinu.
200 g spínat
2 tsk. kummin-fræ
2 hvítlaukgeirar, saxaðir
2 dósir kjúklingabaunir, safi sigtaður frá
2-3 msk. sítrónusafi
hveiti eða heilhveiti eftir þörfum (u.þ.b. ½ dl)
salt og pipar
olía til að steikja upp úr

Setjið spínatið í sigti og hellið fullum katli af sjóðandi vatni yfir það. Látið það bíða í góða stund. Kreistið eins mikið vatn og þið getið úr spínatinu og saxið það gróft. Ristið kummin-fræ á þurri pönnu. Setjið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél og maukið vel, bætið spínati, kummin og hvítlauk í vélina og maukið allt saman. Bætið sítrónusafa og hveiti eins og þarf út í, smakkið til með salti og pipar. Mótið buff og steikið þau á báðum hliðum. Berið þau e.t.v. fram á salatbeði með grófri ristaðri brauðsneið, mauki úr lárperu og agúrkusósu.

AGÚRKUSÓSA
½ agúrka, afhýdd, kjarni tekinn úr og söxuð
1 hvítlauksrif, marið
2 dl grísk jógúrt
salt og pipar

Blandið öllu saman og smakkið til með salti og pipar.

Með thaílensku ívafi.

BAUNABUFF MEÐ TAÍLENSKU ÍVAFI OG ANANASTOPPI
12-14 stk.
2 dósir kjúklingabaunir
2 dl haframjöl
4 tsk. sojasósa
safi úr 1 límónu
2-3 hvítlaukgeirar, saxaðir
u.þ.b. 2-3 cm fersk engiferrót, rifinn fínt
4-6 msk. ósætt hnetusmjör
u.þ.b. ½ – 1 dl ferskur kóríander, fínt saxaður
kókosolía til steikingar

Sigtið vökvann frá baunum og skolið þær undir rennandi vatni. Setjið haframjöl í matvinnsluvél og malið það fínt. Bætið baunum og öðru hráefni út í og maukið vel saman. Látið standa í kæli í 30 mín. Hitið ofn í 180°C. Hitið kókosolíu á pönnu við meðalhita. Mótið buffin í höndum og steikið í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þau hafa tekið fallegan lit. Setjið í ofn í 10-15 til þess að klára steikinguna.

- Auglýsing -

ANANASTOPPUR
1 tsk. kókosolía
½ ferskur ananas, skorin í bita (einnig er hægt að nota úr dós, en sigtið þá vökvann vel frá)
1 msk. sojasósa

Hitið kókosolíu á pönnu og steikið ananas í 1-2 mín., bætið þá sojasósunni saman við og steikið í nokkrar mín. eða þar til ananasinn fer að mýkjast aðeins. Berið fram heitt með baunabuffinu.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir og Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -