Fimmtudagur 25. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

Fljótlegt sódabrauð með spelthveiti og chia-fræjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta brauð er tilvalið að gera til að hafa með súpu eða salati.

Spelthveiti hefur hærra trefjainnihald en hvítt hveiti. Það inniheldur líka mörg steinefni, eins og kopar, zink og járn, og svo er það B-vítamínríkt. Ekkert ger er í þessu brauði og þarf það því ekki að hefast, það er best nýbakað. Mjög fljótlegt er að gera deigið og svo er tilvalið að baka brauðið í ofninum á meðan pottrétturinn eða súpan er elduð.

Sódabrauð með spelthveiti og chia-fræjum
– fyrir eitt meðalstórt brauð

500 g gróft spelthveiti
50 g chia-fræ
2 tsk. sjávarsalt
2 tsk. lyftiduft
1 msk. hunang
60 ml olía
1 msk. sítrónusafi
480 ml möndlumjólk, soja- eða hrísgrjónamjólk
4 msk. fræ að eigin vali, eins og sólblóma-,
sesam- eða graskersfræ

Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, chia-fræjum, salti og lyftidufti saman. Blandið hunangi, ólífuolíu, sítrónusafa og mjólk saman.

Hellið blöndunni yfir þurrefnin og mótið 2 minni brauðhleifa úr deiginu eða 1 stóran. Setjið brauðin á smjörpappír og skerið krossa á toppinn, penslið með smávegis af mjólk og stráið fræjum yfir.

Bakið í 40 mín. og lækkið þá hitann í 160°C og bakið áfram í 10-15 mín. Látið kólna í nokkrar mínútur áður en það er skorið.

- Auglýsing -

Best volgt með smjöri eða góðu mauki, eins og rauðrófumaukinu á bls 84, síðasta bitanum í blaðinu.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -