Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fróðleikur um tómat eða gulleplið eins og hann er stundum kallaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómaturinn (Solanum lycopersicum) er upprunninn í Mexíkó og Mið-Ameríku en fyrstu íslensku tómatarnir voru ræktaðir að Reykjum í Mosfellssveit árið 1913.

Tómatar eru misjafnir eftir tegundum að lit, lögun, stærð og bragði. Í dag er hægt að fá nokkur afbrigði, fyrir utan þennan hefðbundna sem flestir þekkja, t.d. plómutómata, kirsuberjatómata, bufftómata og konfekttómata.

Tómatar innihalda mikið af  mikið af  C-vítamíni, fólinsýru og A-vítamíni og þeir eru mjög trefjaríkir. Mest af vítamínunum er í safanum. Litarefnið í tómötum, lýkópeni, er talið veita vörn gegn blöðruhálskrabbameini en rannsóknir sýna að í þeim löndum sem neysla tómata er mikil eins og t.d. í Miðjarðarhaflöndunum eru líkurnar minni á að fá sjúkdóminn en annars staðar.

Til að auka lýkópenmagn tómatsins er mikilvægt að borða þá eldaða, t.d. í sósum. Tómata á ekki að geyma í kæli því þá verða þeir fyrr linir en ella.

Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Texti / Guðrún Hrund

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -