Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Himnesk súkkulaðiterta sem óhætt er að mæla með

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómótstæðileg marensterta með súkkulaðirjóma og kirsuberjum. Það er óhætt að mæla með þessari.

Marens með súkkulaðirjóma og kirsuberjum
fyrir 8-10
marensbotnar:
4 eggjahvítur
2 dl sykur

Marens með súkkulaðirjóma og kirsuberjum.

Hitið ofn í 110°C á blásturstillingu. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið helminginn af sykrinum saman við og þeytið áfram þar til blandan er stíf og glansandi. Blandið þá restinni af sykrinum varlega saman við með sleikju.

Teiknið 3 hringi á bökunarpappír (20-22 cm í þvermál) og skiptið marensblöndunni á milli þeirra. Dreifið úr deiginu innan hringjanna og bakið í 1 ½ – 2 klst. Athugið að það gæti þurft að færa plöturnar til tvisvar til þrisvar á bökunartímanum.

Slökkvið á ofninum og látið botnana kólna alveg inni í honum. Setjið súkkulaðirjóma og kirsuber á milli botnanna og geymið kökuna í kæli í a.m.k. 2 klst. Sprautið súkkulaðiíssósu yfir kökuna rétt áður en hún er borin fram og skreytið með nokkrum kirsuberjum.

á milli:
300 g frosin kirsuber
1 msk. sykur
1-2 msk. sítrónusafi
súkkulaðirjómi:
200 g dökkt súkkulaði
2 msk. smjör
4 dl rjómi, þeyttur
súkkulaðiíssósa til þess að skreyta með

Setjið kirsuber, sykur og sítrónusafa saman í skál og látið standa þar til mesta frostið er farið úr berjunum, þau þurfa alls ekki að vera alveg þýdd, betra er að þau séu aðeins frosin.

- Auglýsing -

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði og látið kólna niður í stofuhita. Þeytið rjóma og blandið súkkulaðinu saman við með 2-3 handtökum, ekki meira því við viljum fá fallegt marmaramynstur í rjómann.

Setjið rjómann á milli botnananna ásamt kirsuberjunum en geymið svolítið af berjunum til þess að skreyta kökuna með.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -